Fleiri þurfa leiðréttingu Elín Björg Jónsdóttir skrifar 5. júlí 2016 07:00 Kjararáð ákvað í júní að hækka laun ráðuneytisstjóra og skrifstofustjóra ráðuneyta um tugi prósenta. Rökin fyrir þeirri hækkun voru þau að álag í starfi þessa fámenna hóps hálaunafólks hafi aukist verulega. Engin ástæða er til að rengja að svo sé, en rétt að benda á að það sama á við um fjölmarga aðra hópa sem hljóta nú að krefjast sambærilegrar leiðréttingar. Kröfur um leiðréttingu á launum vegna aukins álags hafa hingað til átt lítinn hljómgrunn meðal hins opinbera eða vinnuveitenda á almenna markaðinum. Félag íslenskra flugumferðarstjóra benti til að mynda ítrekað á aukið álag á þeirra félagsmenn í kjaraviðræðum við Isavia. Enginn áhugi var á að bregðast við auknu álagi þar með því að hækka laun. Þess í stað settu stjórnvöld lög á hóflegar aðgerðir sem félagið hafði staðið fyrir til að leggja áherslu á kröfur sínar. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum yfir stéttir sem upplifað hafa verulega aukið álag í starfi á undanförnum árum. Nú þegar kjararáð hefur sett fordæmi um tuga prósenta launahækkanir vegna aukins álags í starfi er ljóst hverjar kröfur þeirra hópa verða. Það verður auðvitað ekki látið líðast að venjulegt launafólk eigi enn og aftur að bera ábyrgð á því að viðhalda stöðugleika á meðan aðrir fá ríflegar launahækkanir.Fagna breytingum fjármálaráðherra Það er fagnaðarefni að fjármálaráðherra boði verulegar breytingar á kjararáði og að hundruð starfsmanna sem nú heyri undir ráðið eigi á ný að fá samningsrétt. BSRB telur löngu tímabært að fækka þeim verulega sem heyra undir kjararáð, sem ákveður einhliða kjör allt of margra starfsmanna. Það er grundvallarréttur launafólks að semja um kaup og kjör og óþolandi að búa við að kjararáð skammti þeim kaup og kjör eftir hentugleika. En það sama á auðvitað við um gerðardóm sem nú mun ákvarða laun flugumferðarstjóra í kjölfar lagasetningar stjórnvalda. Það er jafn óþolandi að rétturinn til að semja um kaup og kjör sé tekinn af heilu stéttunum með slíkri lagasetningu í boði stjórnvalda.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Kjararáð ákvað í júní að hækka laun ráðuneytisstjóra og skrifstofustjóra ráðuneyta um tugi prósenta. Rökin fyrir þeirri hækkun voru þau að álag í starfi þessa fámenna hóps hálaunafólks hafi aukist verulega. Engin ástæða er til að rengja að svo sé, en rétt að benda á að það sama á við um fjölmarga aðra hópa sem hljóta nú að krefjast sambærilegrar leiðréttingar. Kröfur um leiðréttingu á launum vegna aukins álags hafa hingað til átt lítinn hljómgrunn meðal hins opinbera eða vinnuveitenda á almenna markaðinum. Félag íslenskra flugumferðarstjóra benti til að mynda ítrekað á aukið álag á þeirra félagsmenn í kjaraviðræðum við Isavia. Enginn áhugi var á að bregðast við auknu álagi þar með því að hækka laun. Þess í stað settu stjórnvöld lög á hóflegar aðgerðir sem félagið hafði staðið fyrir til að leggja áherslu á kröfur sínar. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum yfir stéttir sem upplifað hafa verulega aukið álag í starfi á undanförnum árum. Nú þegar kjararáð hefur sett fordæmi um tuga prósenta launahækkanir vegna aukins álags í starfi er ljóst hverjar kröfur þeirra hópa verða. Það verður auðvitað ekki látið líðast að venjulegt launafólk eigi enn og aftur að bera ábyrgð á því að viðhalda stöðugleika á meðan aðrir fá ríflegar launahækkanir.Fagna breytingum fjármálaráðherra Það er fagnaðarefni að fjármálaráðherra boði verulegar breytingar á kjararáði og að hundruð starfsmanna sem nú heyri undir ráðið eigi á ný að fá samningsrétt. BSRB telur löngu tímabært að fækka þeim verulega sem heyra undir kjararáð, sem ákveður einhliða kjör allt of margra starfsmanna. Það er grundvallarréttur launafólks að semja um kaup og kjör og óþolandi að búa við að kjararáð skammti þeim kaup og kjör eftir hentugleika. En það sama á auðvitað við um gerðardóm sem nú mun ákvarða laun flugumferðarstjóra í kjölfar lagasetningar stjórnvalda. Það er jafn óþolandi að rétturinn til að semja um kaup og kjör sé tekinn af heilu stéttunum með slíkri lagasetningu í boði stjórnvalda.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun