Viðskipti innlent

Kjartani Bjarna falið að rannsaka einkavæðingu Búnaðarbankans

ingvar haraldsson skrifar
Kjartan Bjarni hefur starfað við EFTA dómstólin.
Kjartan Bjarni hefur starfað við EFTA dómstólin. EFTA
Kjartani Bjarna Björgvinssyni héraðsdómara hefur verið falið að sjá um rannsókn á þætti þýska bankans Hauck & Aufhäuser við sölu ríkisins á tæplega 46 prósenta hlut í Búnaðarbankanum árið 2003.

RÚV greinir frá því að Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, hefur skipað Kjartan til að sinna verkefninu byggt á ályktun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þessa efnis var samþykkt frá 2. Júní.

Stefnt er á að ljúka rannsókninni fyrir árslok en hún mun byggja á nýjum upplýsingum sem Umboðsmanni Alþingis bárust og eiga að varpa ljósi á hver raunveruleg aðkoma þýska bankans var við einkavæðingu Búnaðarbankans. Lengi hafa verið uppi efasemdir um hver raunveruleg aðkoma þýska bankans var að kaupunum og hefur því verið haldið fram að bankinn hafi verið leppur fyrir innlenda aðila.

Aðilar innan S-hópsins svokallaða sem keypti stærstan hlut ríkisins í Búnaðarbankann árið  2003, segjast ekki hafa ástæðu til að ætla að aðkoma þýska bankinn hafi verið leppur.

Sjá einnig: Finnur kannast ekki við að þýski bankinn hafi verið leppur

Kjartan var um tíma sem aðstoðarmaður dómara við EFTA-dómstólinn en hann hefur sinnt stundakennslu við lagadeildir Háskóla Íslands og Háskólans á Bifröst og var um tíma sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík að því er kemur fram í frétt RÚV. Þá lauk Kjartan lauk embættisprófi frá Háskóla Íslands árið 2002 og LLM prófi frá London Scholl of Economics árið 2006.


Tengdar fréttir

„Hauck & Aufhäuser var leppur það er alveg augljóst“

Í undirbúningi er þingsályktunartillaga um sérstaka rannsókn á aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að einkavæðingu Búnaðarbankans. Tilefnið er bréf umboðsmanns Alþingis. Bankinn virðist hafa verið fjármagnaður af Kaupþingi banka til að auðvelda sameiningu Búnaðarbankans og Kaupþings í maí 2003.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×