Magnús Geir snýr aftur í Borgarleikhúsið Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 30. júní 2016 08:00 Magnúr Geir var leikhússtjóri áður en hann tók við útvarpsstórahlutverkinu. „Leikhúsbakterían og ástríðan fyrir leikhúsinu hverfur aldrei,“ segir Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri en í byrjun næsta árs mun hann leikstýra gamanleikriti í Borgarleikhúsinu en vera á þeim tíma í leyfi frá störfum hjá Ríkisútvarpinu. „Ég er leikhúsmaður í grunninn og var upprunalega leikstjóri áður en ég fór að fikra mig meira í yfirstjórnina, fyrst í leikhúsunum og svo nú hjá RÚV. Ég hlakka svakalega til að fá að takast á við þetta skemmtilega verkefni.“Tekur sér leyfi frá RÚV Magnús tók við starfi útvarpsstjóra RÚV fyrir tveimur árum en áður stýrði hann Borgarleikhúsinu með góðum árangri. „Við erum búin að vera í stórum og skemmtilegum verkefnum hér í RÚV sem er á góðri siglingu. Mikið breytingaferli er langt komið og staðan sterk. Það hefur nokkrum sinnum verið leitað til mín með leikstjórnarverkefni en það var ekki fyrr en nú sem mér fannst rétti tíminn kominn. Ég hef leikstýrt verkum af öllu tagi í gegnum tíðina en það er alltaf svo skemmtilegt að setja upp gamanverk. Ég veit að vinnan verður skemmtileg og vonandi mun það skila sér til áhorfenda." Aðspurður um líkindi milli hlutverks leikhússtjórans og útvarpsstjórans segir Magnús að þessi störf séu að mörgu leyti svipuð þó annað sé ólíkt. „Það eru viss líkindi. Í báðum tilvikum er um að ræða mikilvægar menningarstofnanir og ég er fyrst og fremst maður menningarinnar. RÚV er hins vegar töluvert stærra og stundum eru flóknari hagsmunir sem því tengjast. Það verður kærkomið að stíga aftur inn í leikhúsið og fá að andlega næringu. Sumir nýta fríið sitt í að liggja í sólinni en á næsta ári ætla ég að nýta það í að leikstýra og næra andann.“Spennandi tímar framundan Leikritið hefur enn ekki fengið íslenskt nafn en það er eftir enn vinsælasta gamanleikjahöfund í heimi, Ray Cooney. Verkið heitir Caught in the net á ensku og var fyrst gefið út árið 2007. Ray samdi meðal annars leikritin Nei Ráðherra! sem Magnús leikstýrði og naut gríðarlegra vinsælda. Gísli Rúnar Jónsson íslenskar verkið og búið er að koma saman glæsilegum hópi leikara. „Það sem gerir þetta enn skemmtilegra er þessi flotti hópur af fólki sem ég verð að vinna með, algert einvalalið. Svo verður ekki lítið gaman að vinna aftur með gömlu vinunum í Borgarleikhúsinu.“Skemmtilegur leikhópur Með aðalhlutverk fara Hilmir Snær Guðnason, Ilmur Kristjánsdóttir og Halldóra Geirharðsdóttir. Í öðrum hlutverkum verða þau Bergur Þór Ingólfsson, Elma Stefanía Ágústsdóttir, Halldór Gylfason og Hilmar Guðjónsson. „Við Ilmur erum í svipuðum sporum, því hún er einmitt að koma inn í leikhúsið aftur eftir nokkra fjarveru. Það er mikil eftirvænting og gleði hjá okkur öllum að fá að takast á við þetta verkefni,“ segir Magnús. Ilmur mun einnig taka sér stutt leyfi borgarstjórn á meðan æfingarnar fara fram. Tengdar fréttir Pólitíkus í farsa á stóra sviðinu Ilmur Kristjánsdóttir var kjörin formaður velferðarráðs fyrir einu ári. Á næsta leikári mun hún sinna leiklistinni samhliða borgarstjórnarstörfum í nýrri grínsýningu í Borgarleikhúsinu. 21. júní 2016 12:00 Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Vilja stimpla sig inn með stæl Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fleiri fréttir Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Sjá meira
„Leikhúsbakterían og ástríðan fyrir leikhúsinu hverfur aldrei,“ segir Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri en í byrjun næsta árs mun hann leikstýra gamanleikriti í Borgarleikhúsinu en vera á þeim tíma í leyfi frá störfum hjá Ríkisútvarpinu. „Ég er leikhúsmaður í grunninn og var upprunalega leikstjóri áður en ég fór að fikra mig meira í yfirstjórnina, fyrst í leikhúsunum og svo nú hjá RÚV. Ég hlakka svakalega til að fá að takast á við þetta skemmtilega verkefni.“Tekur sér leyfi frá RÚV Magnús tók við starfi útvarpsstjóra RÚV fyrir tveimur árum en áður stýrði hann Borgarleikhúsinu með góðum árangri. „Við erum búin að vera í stórum og skemmtilegum verkefnum hér í RÚV sem er á góðri siglingu. Mikið breytingaferli er langt komið og staðan sterk. Það hefur nokkrum sinnum verið leitað til mín með leikstjórnarverkefni en það var ekki fyrr en nú sem mér fannst rétti tíminn kominn. Ég hef leikstýrt verkum af öllu tagi í gegnum tíðina en það er alltaf svo skemmtilegt að setja upp gamanverk. Ég veit að vinnan verður skemmtileg og vonandi mun það skila sér til áhorfenda." Aðspurður um líkindi milli hlutverks leikhússtjórans og útvarpsstjórans segir Magnús að þessi störf séu að mörgu leyti svipuð þó annað sé ólíkt. „Það eru viss líkindi. Í báðum tilvikum er um að ræða mikilvægar menningarstofnanir og ég er fyrst og fremst maður menningarinnar. RÚV er hins vegar töluvert stærra og stundum eru flóknari hagsmunir sem því tengjast. Það verður kærkomið að stíga aftur inn í leikhúsið og fá að andlega næringu. Sumir nýta fríið sitt í að liggja í sólinni en á næsta ári ætla ég að nýta það í að leikstýra og næra andann.“Spennandi tímar framundan Leikritið hefur enn ekki fengið íslenskt nafn en það er eftir enn vinsælasta gamanleikjahöfund í heimi, Ray Cooney. Verkið heitir Caught in the net á ensku og var fyrst gefið út árið 2007. Ray samdi meðal annars leikritin Nei Ráðherra! sem Magnús leikstýrði og naut gríðarlegra vinsælda. Gísli Rúnar Jónsson íslenskar verkið og búið er að koma saman glæsilegum hópi leikara. „Það sem gerir þetta enn skemmtilegra er þessi flotti hópur af fólki sem ég verð að vinna með, algert einvalalið. Svo verður ekki lítið gaman að vinna aftur með gömlu vinunum í Borgarleikhúsinu.“Skemmtilegur leikhópur Með aðalhlutverk fara Hilmir Snær Guðnason, Ilmur Kristjánsdóttir og Halldóra Geirharðsdóttir. Í öðrum hlutverkum verða þau Bergur Þór Ingólfsson, Elma Stefanía Ágústsdóttir, Halldór Gylfason og Hilmar Guðjónsson. „Við Ilmur erum í svipuðum sporum, því hún er einmitt að koma inn í leikhúsið aftur eftir nokkra fjarveru. Það er mikil eftirvænting og gleði hjá okkur öllum að fá að takast á við þetta verkefni,“ segir Magnús. Ilmur mun einnig taka sér stutt leyfi borgarstjórn á meðan æfingarnar fara fram.
Tengdar fréttir Pólitíkus í farsa á stóra sviðinu Ilmur Kristjánsdóttir var kjörin formaður velferðarráðs fyrir einu ári. Á næsta leikári mun hún sinna leiklistinni samhliða borgarstjórnarstörfum í nýrri grínsýningu í Borgarleikhúsinu. 21. júní 2016 12:00 Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Vilja stimpla sig inn með stæl Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fleiri fréttir Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Sjá meira
Pólitíkus í farsa á stóra sviðinu Ilmur Kristjánsdóttir var kjörin formaður velferðarráðs fyrir einu ári. Á næsta leikári mun hún sinna leiklistinni samhliða borgarstjórnarstörfum í nýrri grínsýningu í Borgarleikhúsinu. 21. júní 2016 12:00