Lífið

Fjarlægði tönn sonarins með aðstoð þyrlu

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Til hvers að nota hendurnar þegar þú getur notað þyrlu?
Til hvers að nota hendurnar þegar þú getur notað þyrlu? skjáskot
Laus tönn, pabbi með 13 ára flugreynslu og þyrla.

Rick Rahim frá Virginíu í Bandaríkjunum fór heldur óhefðhundna leið til að fjarlægja lausa tönn úr sjö ára gömlum syni sínum á dögunum. Eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi gerði hann sér lítið fyrir og strengdi band milli tannarinnar og þyrlu sem hann hefur til umráða.

Myndbandið birti hinn fjögurra barna faðir á Facebook-síðu sinni með skilaboðunum að nauðsynlegt væri að gera „skemmtilega, frumlega hluti með börnunum sínum.“

Í stuttu máli tókst tilraunin með ágætum og Rahim yngri varð einni tönn fátækari í lok uppátækisins. Til þess að taka af allan vafa segir flugpabbinn að engin hætta hafi verið á ferðum, hann hafi 13 ára flugreynslu og að tilraunin hafi verið framkvæmd við öruggar aðstæður.

Þrátt fyrir að aðrir foreldrar hafi reitt sig á hurðar, brauðristar og jafnvel dróna í sambærilegum fjarlægingum í gegnum tíðina þá telur Rick Rahim sig vera þann fyrsta sem notar flugfar í fullri stærð til verksins.

Myndbandið má sjá hér að neðan en það var fest á filmu fyrr í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.