Við hjónin vildum kjósa í forsetakosningum komandi. Eftir að við fluttum til Þýskalands í fyrra skráði ég okkur á póstlista íslensku ræðisskrifstofunnar í München. Í maí fengum við bréf frá henni með upplýsingum um kosningafyrirkomulagið.
Við þurfum að mæta í eigin persónu, með íslenska vegabréfið, á skrifstofu ræðismannsins, en skrifstofan er aðeins opin á virkum dögum. Þar fáum við kjörseðla sem við sendum svo sjálf í pósti til Íslands. Nei, ræðismaðurinn má ekki senda kjörseðlana til okkar. Nei, ég má ekki taka vegabréf konunnar með til ræðismannsins og sækja kjörseðil fyrir hana.
Skrifstofan er í tæplega tveggja tíma lestarferð frá heimili okkar og við eigum þrjú ung börn. Við myndum varla ná því að skila og sækja yngstu börnin okkar í leikskólann. Við myndum bæði missa nánast heilan vinnudag.
Niðurstaðan: Við kusum ekki.
Við erum bæði með tvöfaldan ríkisborgararétt. Ég get kosið í Bandaríkjunum og konan mín í Þýskalandi. Í báðum tilfellum er heimilt að kjósa bara úr hægindastólnum. Ég þarf ekki að mæta í bandaríska sendiráðið til að kjósa utan kjörfundar. Ég sendi bara beiðni og fæ kjörseðilinn í pósti.
Ísland gæti örugglega verið með svipað fyrirkomulag. Af hverju ekki?
Tengt mál er hversu kostnaðar- samt það er að endurnýja vegabréf fyrir Íslendinga, sem búa fjarri þeim fáu sendiráðum sem til þess hafa hæfar myndavélar.
Er þetta besta mögulega lýðræðið – að Íslendingum skuli mismunað eftir því hversu búseta þeirra er langt frá íslenskum ræðismanni?
Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.

Við viljum kjósa
Skoðun

Við þurfum Rannsóknarskýrslu heimilanna
Ólafur Ísleifsson skrifar

VR til forystu
Helga Guðrún Jónasdóttir skrifar

Kvíði sem heltekur börn
Anna Steinsen skrifar

Tökum pláss og verum breytingin
Bjarklind Björk Gunnarsdóttir skrifar

Hvar eru brýrnar á evruseðlunum?
Björn Berg Gunnarsson skrifar

Áslaug Arna skriplar á skötu - eins og Hanna Birna forðum
Einar A. Brynjólfsson skrifar

Þeir einir míga tvisvar í sama skóinn, sem þykir gott að vera blautir í fæturna
Kári Stefánsson skrifar

Manneskjur en ekki vinnuafl
Drífa Snædal skrifar

Um manninn og fleiri dýr
Heiða Björk Sturludóttir skrifar

Sóknarfæri Pírata
Magnús D. Norðdahl skrifar

Barnalega bjartsýn
Vala Rún Magnúsdóttir skrifar

Ungt fólk er ungu fólki best
Una Hildardóttir,Geir Finnsson skrifar

Einstakt mál eða einstök mál?
Olga Margrét Cilia skrifar

Ungfrú Ísland
Hanna Katrín Friðriksson,Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar

Leysum nýjan vanda með nýjum lausnum
Kolbeinn Óttarsson Proppé ,Jónína Riedel skrifar