Við hjónin vildum kjósa í forsetakosningum komandi. Eftir að við fluttum til Þýskalands í fyrra skráði ég okkur á póstlista íslensku ræðisskrifstofunnar í München. Í maí fengum við bréf frá henni með upplýsingum um kosningafyrirkomulagið.
Við þurfum að mæta í eigin persónu, með íslenska vegabréfið, á skrifstofu ræðismannsins, en skrifstofan er aðeins opin á virkum dögum. Þar fáum við kjörseðla sem við sendum svo sjálf í pósti til Íslands. Nei, ræðismaðurinn má ekki senda kjörseðlana til okkar. Nei, ég má ekki taka vegabréf konunnar með til ræðismannsins og sækja kjörseðil fyrir hana.
Skrifstofan er í tæplega tveggja tíma lestarferð frá heimili okkar og við eigum þrjú ung börn. Við myndum varla ná því að skila og sækja yngstu börnin okkar í leikskólann. Við myndum bæði missa nánast heilan vinnudag.
Niðurstaðan: Við kusum ekki.
Við erum bæði með tvöfaldan ríkisborgararétt. Ég get kosið í Bandaríkjunum og konan mín í Þýskalandi. Í báðum tilfellum er heimilt að kjósa bara úr hægindastólnum. Ég þarf ekki að mæta í bandaríska sendiráðið til að kjósa utan kjörfundar. Ég sendi bara beiðni og fæ kjörseðilinn í pósti.
Ísland gæti örugglega verið með svipað fyrirkomulag. Af hverju ekki?
Tengt mál er hversu kostnaðar- samt það er að endurnýja vegabréf fyrir Íslendinga, sem búa fjarri þeim fáu sendiráðum sem til þess hafa hæfar myndavélar.
Er þetta besta mögulega lýðræðið – að Íslendingum skuli mismunað eftir því hversu búseta þeirra er langt frá íslenskum ræðismanni?
Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.

Við viljum kjósa
Skoðun

Tæknilausnir og sjálfbærni í ferðaþjónustu
Inga Rós Antoníusdóttir,Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar

Starfar þú með börnum? Ný námsleið á sviði farsældar barna
Herdís Steingrímsdóttir,Ragnheiður Hergeirsdóttir skrifar

Sýnum samstöðu fyrir bæinn okkar!
Ragnhildur L. Guðmundsdóttir,Margrét Þórólfsdóttir skrifar

Er verið að njósna um þig?
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

200 ára hlutleysi kastað á glæ
Guttormur Þorsteinsson skrifar

Hluti af vandanum eða hluti af lausninni?
Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar

Stanley
Þorsteinn Másson skrifar

R-listinn er málið
Gunnar Smári Egilsson skrifar

100 þúsund kjósendur sátu heima um helgina
Svavar Halldórsson skrifar

Skrifstofan er barn síns tíma
Tómas Ragnarz skrifar

Er hætta á gróðureldum á Íslandi?
Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar

Heimurinn er okkar, ný menntastefna Mosfellsbæjar
Kolbrún G. Þorsteinsdóttir skrifar

Kjósið úr sófanum
Halldór Friðrik Þorsteinsson skrifar

Þolendur ofbeldis gerðir að skotmarki í dómsal
Sigrún Sif Jóelsdóttir,Gabríela Bryndís Ernudóttir skrifar

Sóknarfæri í íslenskri hönnun
Birna Bragadóttir skrifar