Við hjónin vildum kjósa í forsetakosningum komandi. Eftir að við fluttum til Þýskalands í fyrra skráði ég okkur á póstlista íslensku ræðisskrifstofunnar í München. Í maí fengum við bréf frá henni með upplýsingum um kosningafyrirkomulagið.
Við þurfum að mæta í eigin persónu, með íslenska vegabréfið, á skrifstofu ræðismannsins, en skrifstofan er aðeins opin á virkum dögum. Þar fáum við kjörseðla sem við sendum svo sjálf í pósti til Íslands. Nei, ræðismaðurinn má ekki senda kjörseðlana til okkar. Nei, ég má ekki taka vegabréf konunnar með til ræðismannsins og sækja kjörseðil fyrir hana.
Skrifstofan er í tæplega tveggja tíma lestarferð frá heimili okkar og við eigum þrjú ung börn. Við myndum varla ná því að skila og sækja yngstu börnin okkar í leikskólann. Við myndum bæði missa nánast heilan vinnudag.
Niðurstaðan: Við kusum ekki.
Við erum bæði með tvöfaldan ríkisborgararétt. Ég get kosið í Bandaríkjunum og konan mín í Þýskalandi. Í báðum tilfellum er heimilt að kjósa bara úr hægindastólnum. Ég þarf ekki að mæta í bandaríska sendiráðið til að kjósa utan kjörfundar. Ég sendi bara beiðni og fæ kjörseðilinn í pósti.
Ísland gæti örugglega verið með svipað fyrirkomulag. Af hverju ekki?
Tengt mál er hversu kostnaðar- samt það er að endurnýja vegabréf fyrir Íslendinga, sem búa fjarri þeim fáu sendiráðum sem til þess hafa hæfar myndavélar.
Er þetta besta mögulega lýðræðið – að Íslendingum skuli mismunað eftir því hversu búseta þeirra er langt frá íslenskum ræðismanni?
Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.

Við viljum kjósa
Skoðun

Við erum öll Efling
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar

Tímabært að hefja ráðningar erlends starfsfólks?
Ólína Laxdal skrifar

Ófriður í lífi láglaunamanneskju
Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar

27,6% þjóðarinnar drekkur ekki áfengi
Sólrún María Reginsdóttir skrifar

Að sjá skóginn fyrir trjánum
Hugrún Elvarsdóttir skrifar

Höfum við Íslendingar efni á að sleppa því að veita ungu fólki endurhæfingu?
Anna Þóra Þórhallsdóttir,Lena Rut Olsen skrifar

Verðtryggðu launin mín
Róbert Björnsson skrifar

Áfengislögin og réttarvitund almennings
Ólafur Stephensen skrifar

Mólok heimtar barnfórnir
Halldór Auðar Svansson skrifar

Hugleiðing um síðustu fötin og hvernig við tölum um dauðann við börn
Thelma Hafþórsdóttir Byrd skrifar

Verðbólga í boði Stjórnvalda og Seðlabankans
Ragnar Þór Ingólfsson skrifar

Leitin að innsæinu
Einar Scheving skrifar

Fjárhagslegt ofbeldi á vinnumarkaði
Sunna Arnardóttir skrifar

Eru skuldir þínar að aukast um hálfa milljón eða meira á mánuði?
Sigurjón Vídalín Guðmundsson skrifar

Tíu ár af Fáðu já
Brynhildur Björnsdóttir skrifar