Við hjónin vildum kjósa í forsetakosningum komandi. Eftir að við fluttum til Þýskalands í fyrra skráði ég okkur á póstlista íslensku ræðisskrifstofunnar í München. Í maí fengum við bréf frá henni með upplýsingum um kosningafyrirkomulagið.
Við þurfum að mæta í eigin persónu, með íslenska vegabréfið, á skrifstofu ræðismannsins, en skrifstofan er aðeins opin á virkum dögum. Þar fáum við kjörseðla sem við sendum svo sjálf í pósti til Íslands. Nei, ræðismaðurinn má ekki senda kjörseðlana til okkar. Nei, ég má ekki taka vegabréf konunnar með til ræðismannsins og sækja kjörseðil fyrir hana.
Skrifstofan er í tæplega tveggja tíma lestarferð frá heimili okkar og við eigum þrjú ung börn. Við myndum varla ná því að skila og sækja yngstu börnin okkar í leikskólann. Við myndum bæði missa nánast heilan vinnudag.
Niðurstaðan: Við kusum ekki.
Við erum bæði með tvöfaldan ríkisborgararétt. Ég get kosið í Bandaríkjunum og konan mín í Þýskalandi. Í báðum tilfellum er heimilt að kjósa bara úr hægindastólnum. Ég þarf ekki að mæta í bandaríska sendiráðið til að kjósa utan kjörfundar. Ég sendi bara beiðni og fæ kjörseðilinn í pósti.
Ísland gæti örugglega verið með svipað fyrirkomulag. Af hverju ekki?
Tengt mál er hversu kostnaðar- samt það er að endurnýja vegabréf fyrir Íslendinga, sem búa fjarri þeim fáu sendiráðum sem til þess hafa hæfar myndavélar.
Er þetta besta mögulega lýðræðið – að Íslendingum skuli mismunað eftir því hversu búseta þeirra er langt frá íslenskum ræðismanni?
Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.

Við viljum kjósa
Skoðun

Vandlæting formanns VR
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Margar leiðir til að draga úr svifryki
Björgvin Jón Bjarnason skrifar

Að sækjast eftir greiningu eða ekki?
Friðrik Agni skrifar

Fyrir hvern var þessi leiksýning?
Gunnar Smári Egilsson skrifar

Hjólasöfnun Barnaheilla - líka á landsbyggðinni
Matthías Freyr Matthíasson skrifar

Síbreytileiki sóttvarnaraðgerða
Gunnar Ingi Björnsson skrifar

Sjö dæmi um slæma dýravernd á Íslandi
Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar

Lokum þau inni - bara svona til vonar og vara
Ásdís Halla Bragadóttir skrifar

Skólakerfið og það sem var og það sem er
Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar

Framsókn fyrir fólk eins og þig
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir skrifar

Sitja landsmenn við sama borð?
Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar

Ekki tjáir að deila við dómarann
Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar

Græðgi á fótboltavellinum
Guðmundur Auðunsson skrifar

Ósannindum kerfislega plantað í fjölmiðla
Árni Harðarson skrifar

Þjónandi forysta
Eva Björk Harðardóttir skrifar