Kalifornía hættir stuðningsgreiðslum til kaupenda rafbíla Finnur Thorlacius skrifar 22. júní 2016 10:28 Nissan Leaf rafmagnsbíll. Kalifornía hefur hvatt til kaupa á umhverfisvænum bílum með stuðningsgreiðslum til kaupenda rafmagnsbíla, tengiltvinnbíla og vetnisbíla. Nú bendir hinsvegar allt til þess að þeim stuðningi verði hætt. Ástæða þess er að fjárhagsstaða Kaliforníu leyfir ekki frekari greiðslur af þessu tagi. Í Kaliforníu hefur ríkið greitt kaupendum rafmagnsbíla 2.500 dollara, 1.500 til kaupenda tengiltvinnbíla og 5.000 dollara til handa þeim sem fjárfesta í vetnisbílum. Einnig hefur ríkið veitt stuðningsgreiðslur vegna eyðslugrannra flutningabíla. Öllum þessum stuðningi verður nú hætt ef fylkisstjóri Kaliforníu skrifar undir fjárhagsáætlunina sem nú liggur fyrir. Allar líkur eru til þess. Í Kaliforníu hefur verið veitt 300 milljörðum dollara alls í stuðningsgreiðslur vegna 140.000 umhverfisvænna bíla á síðustu 6 árum. Nú fer því hver að verða síðastur í Kaliforníu að nýta sér greiðslur vegna þeirra. Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent
Kalifornía hefur hvatt til kaupa á umhverfisvænum bílum með stuðningsgreiðslum til kaupenda rafmagnsbíla, tengiltvinnbíla og vetnisbíla. Nú bendir hinsvegar allt til þess að þeim stuðningi verði hætt. Ástæða þess er að fjárhagsstaða Kaliforníu leyfir ekki frekari greiðslur af þessu tagi. Í Kaliforníu hefur ríkið greitt kaupendum rafmagnsbíla 2.500 dollara, 1.500 til kaupenda tengiltvinnbíla og 5.000 dollara til handa þeim sem fjárfesta í vetnisbílum. Einnig hefur ríkið veitt stuðningsgreiðslur vegna eyðslugrannra flutningabíla. Öllum þessum stuðningi verður nú hætt ef fylkisstjóri Kaliforníu skrifar undir fjárhagsáætlunina sem nú liggur fyrir. Allar líkur eru til þess. Í Kaliforníu hefur verið veitt 300 milljörðum dollara alls í stuðningsgreiðslur vegna 140.000 umhverfisvænna bíla á síðustu 6 árum. Nú fer því hver að verða síðastur í Kaliforníu að nýta sér greiðslur vegna þeirra.
Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent