Grátlegasta tap bílaframleiðanda í sögu Le Mans Finnur Thorlacius skrifar 23. júní 2016 14:40 Ökumaður Toyota bílsins trúir ekki eigin augum. Þegar örfáar mínútur voru eftir af 24 klukkustunda þolakstrinum í Le Mans í Frakklandi um síðustu helgi var bíll Toyota með forystuna og allt stefndi í fyrsta sigur bílaframleiðanda frá Japan síðan Mazda vann keppnina árið 1991. Þá bilaði loftslanga milli forþjöppu og keflablásara bíls Toyota og bíll frá Porsche sigldi framúr og hafði sigur rétt eins og í fyrra. Aldrei í sögu keppninnar hefur munað svo litlu og tilvonandi sigurbíll eins nálægt sigri og nú. Toyota menn er ennþá að velta fyrir sér hvað fór úrskeiðis og munu sannarlega tryggja það að þessi bilun verði ekki til þess að fella liðið aftur. Á endanum tókst að hluta til að gera við bíl Toyota og hann silaðist í mark en þar sem það tók bílinn meira en 6 mínútur að klára síðasta hringinn var bíllinn dæmdur úr leik. Grátlegra getur það hreinlega ekki orðið. Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent
Þegar örfáar mínútur voru eftir af 24 klukkustunda þolakstrinum í Le Mans í Frakklandi um síðustu helgi var bíll Toyota með forystuna og allt stefndi í fyrsta sigur bílaframleiðanda frá Japan síðan Mazda vann keppnina árið 1991. Þá bilaði loftslanga milli forþjöppu og keflablásara bíls Toyota og bíll frá Porsche sigldi framúr og hafði sigur rétt eins og í fyrra. Aldrei í sögu keppninnar hefur munað svo litlu og tilvonandi sigurbíll eins nálægt sigri og nú. Toyota menn er ennþá að velta fyrir sér hvað fór úrskeiðis og munu sannarlega tryggja það að þessi bilun verði ekki til þess að fella liðið aftur. Á endanum tókst að hluta til að gera við bíl Toyota og hann silaðist í mark en þar sem það tók bílinn meira en 6 mínútur að klára síðasta hringinn var bíllinn dæmdur úr leik. Grátlegra getur það hreinlega ekki orðið.
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent