Chevrolet ákært fyrir dísilvélasvindl Finnur Thorlacius skrifar 24. júní 2016 14:25 Chevrolet Cruze. Chevrolet Cruze með dísilvél átti að etja kappi við Volkswagen Golf í Bandaríkjunum og ná einhverri sneið af Volkswagen hvað varðar smáa bíla með dísilvél. Nú virðist sem Cruze eigi fleira sameiginlegt með Golf því Chevrolet hefur verið ákært fyrir að hafa einnig svindlhugbúnað í bílnum til að villa um fyrir raunverulegri mengun bílsins. Það er lögmannsstofa í Seattle sem ákærir Chevrolet vegna þessa og krefst 2.000 dollara fyrir hvern eiganda Chevrolet Cruze bíla með dísilvél, auk skaðabóta fyrir aukna mengun og eyðslu bílanna. General Motors, eigandi Chevrolet segir að þessar ásakanir séu fráleitar og vill meina að Chevrolet Cruze hlýti öllum bandarískum lögum sem gilda um dísilbíla (EPA og CARB emissions regulations). Dísilvélin sem er að finna í Chevrolet Cruze er framleidd í Evrópu og Chevrolet montaði sig af því að þessi vél væri einstaklega lítt mengandi en annað mun hugsanlega koma í ljós þegar þetta mál verður leitt til lykta fyrir dómstólum, og þá helst hvort svindlhugbúnaður reynist í bílnum. Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Innlent
Chevrolet Cruze með dísilvél átti að etja kappi við Volkswagen Golf í Bandaríkjunum og ná einhverri sneið af Volkswagen hvað varðar smáa bíla með dísilvél. Nú virðist sem Cruze eigi fleira sameiginlegt með Golf því Chevrolet hefur verið ákært fyrir að hafa einnig svindlhugbúnað í bílnum til að villa um fyrir raunverulegri mengun bílsins. Það er lögmannsstofa í Seattle sem ákærir Chevrolet vegna þessa og krefst 2.000 dollara fyrir hvern eiganda Chevrolet Cruze bíla með dísilvél, auk skaðabóta fyrir aukna mengun og eyðslu bílanna. General Motors, eigandi Chevrolet segir að þessar ásakanir séu fráleitar og vill meina að Chevrolet Cruze hlýti öllum bandarískum lögum sem gilda um dísilbíla (EPA og CARB emissions regulations). Dísilvélin sem er að finna í Chevrolet Cruze er framleidd í Evrópu og Chevrolet montaði sig af því að þessi vél væri einstaklega lítt mengandi en annað mun hugsanlega koma í ljós þegar þetta mál verður leitt til lykta fyrir dómstólum, og þá helst hvort svindlhugbúnaður reynist í bílnum.
Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Innlent