Ríkið afsalar sér fimm hundruð milljónum Óli Kristján Ármannsson skrifar 25. júní 2016 07:00 Hjá ríkissáttasemjara eru bakaðar vöfflur þegar samningar nást. Hér gæða forystumenn sjómanna, Árni Bjarnason formaður Farmanna og fiskimannasambandsins og Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasamambandsins, sér á veitingunum. Vísir/Stefán Sjómenn og útgerðarmenn skrifuðu undir nýjan kjarasamning hjá ríkissáttasemjara í gær. Nýr samningur gildir til ársloka 2018. Á samningstímanum á að ráðast í heildarendurskoðun á samningum sjómanna. Viðræðurnar hafa staðið nær stanslaust með einu hléi frá því í fyrrahaust, en sjómenn hafa verið án samnings frá ársbyrjun 2011. Samningurinn er framlenging á gildandi samningi með þeim breytingum að kauptrygging sjómanna hækkar frá 1. júní um 23 prósent og verður 288 þúsund krónur. „Í samningslok 31. desember 2018 verður kauptryggingin 310 þúsund krónur. Aðrir kaupliðir hækka um 17,1 prósent á samningstímanum,“ segir á vef sjómanna. Þá fylgir nýjum kjarasamningi bókun um vilyrði fjármálaráðuneytisins fyrir því að hluti fæðispeninga sjómanna verði skattfrjáls. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir þá leið ekki hafa verið útfærða að fullu, en fyrir liggi að ríkið afsali sér þar um hálfum milljarði af skatttekjum sem í staðinn komi í vasa sjómanna. „Þetta er auka inni í samningnum sem ekki hefur verið áður,“ segir hann. Meðal þess sem sjómönnum þyki mest virði í nýjum samningi segir Valmundur vera bókun um að farið verði í könnun á hvíldartíma sjómanna og mönnun flotans. „Samgöngustofa hefur forgöngu um könnunina, en hún er gerð til að reyna að ná utan um þetta mikla hagsmunamál sjómanna, um mönnun fiskiskipa, því okkur þykir allt of fáir á sumum tegundum fiskiskipa.“ Þá skipti máli ákvæði um að ráðist verði í endurgerð kjarasamninga sjómanna undir forystu ríkissáttasemjara á meðan á samningstímanum standi. „Þá vinnu er búið að tímasetja og verður samninganefnd frá öllum aðilum sem fer yfir samninginn og við ætlum að reyna að endurskrifa hann, því að í grunninn til er hann orðinn 25-30 ára gamall.“ Valmundur segir fullan vilja hjá öllum til að ráðast í þetta verkefni og ekki ástæða til annars en að ætla að það gangi eftir, þótt nokkurn tíma hafi tekið að koma á samningi nú. „Við skilum ákveðnum verkefnum á tíma hjá ríkissáttasemjara, sem heldur utan um verkið.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. júní Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
Sjómenn og útgerðarmenn skrifuðu undir nýjan kjarasamning hjá ríkissáttasemjara í gær. Nýr samningur gildir til ársloka 2018. Á samningstímanum á að ráðast í heildarendurskoðun á samningum sjómanna. Viðræðurnar hafa staðið nær stanslaust með einu hléi frá því í fyrrahaust, en sjómenn hafa verið án samnings frá ársbyrjun 2011. Samningurinn er framlenging á gildandi samningi með þeim breytingum að kauptrygging sjómanna hækkar frá 1. júní um 23 prósent og verður 288 þúsund krónur. „Í samningslok 31. desember 2018 verður kauptryggingin 310 þúsund krónur. Aðrir kaupliðir hækka um 17,1 prósent á samningstímanum,“ segir á vef sjómanna. Þá fylgir nýjum kjarasamningi bókun um vilyrði fjármálaráðuneytisins fyrir því að hluti fæðispeninga sjómanna verði skattfrjáls. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir þá leið ekki hafa verið útfærða að fullu, en fyrir liggi að ríkið afsali sér þar um hálfum milljarði af skatttekjum sem í staðinn komi í vasa sjómanna. „Þetta er auka inni í samningnum sem ekki hefur verið áður,“ segir hann. Meðal þess sem sjómönnum þyki mest virði í nýjum samningi segir Valmundur vera bókun um að farið verði í könnun á hvíldartíma sjómanna og mönnun flotans. „Samgöngustofa hefur forgöngu um könnunina, en hún er gerð til að reyna að ná utan um þetta mikla hagsmunamál sjómanna, um mönnun fiskiskipa, því okkur þykir allt of fáir á sumum tegundum fiskiskipa.“ Þá skipti máli ákvæði um að ráðist verði í endurgerð kjarasamninga sjómanna undir forystu ríkissáttasemjara á meðan á samningstímanum standi. „Þá vinnu er búið að tímasetja og verður samninganefnd frá öllum aðilum sem fer yfir samninginn og við ætlum að reyna að endurskrifa hann, því að í grunninn til er hann orðinn 25-30 ára gamall.“ Valmundur segir fullan vilja hjá öllum til að ráðast í þetta verkefni og ekki ástæða til annars en að ætla að það gangi eftir, þótt nokkurn tíma hafi tekið að koma á samningi nú. „Við skilum ákveðnum verkefnum á tíma hjá ríkissáttasemjara, sem heldur utan um verkið.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. júní
Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira