Ríkið afsalar sér fimm hundruð milljónum Óli Kristján Ármannsson skrifar 25. júní 2016 07:00 Hjá ríkissáttasemjara eru bakaðar vöfflur þegar samningar nást. Hér gæða forystumenn sjómanna, Árni Bjarnason formaður Farmanna og fiskimannasambandsins og Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasamambandsins, sér á veitingunum. Vísir/Stefán Sjómenn og útgerðarmenn skrifuðu undir nýjan kjarasamning hjá ríkissáttasemjara í gær. Nýr samningur gildir til ársloka 2018. Á samningstímanum á að ráðast í heildarendurskoðun á samningum sjómanna. Viðræðurnar hafa staðið nær stanslaust með einu hléi frá því í fyrrahaust, en sjómenn hafa verið án samnings frá ársbyrjun 2011. Samningurinn er framlenging á gildandi samningi með þeim breytingum að kauptrygging sjómanna hækkar frá 1. júní um 23 prósent og verður 288 þúsund krónur. „Í samningslok 31. desember 2018 verður kauptryggingin 310 þúsund krónur. Aðrir kaupliðir hækka um 17,1 prósent á samningstímanum,“ segir á vef sjómanna. Þá fylgir nýjum kjarasamningi bókun um vilyrði fjármálaráðuneytisins fyrir því að hluti fæðispeninga sjómanna verði skattfrjáls. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir þá leið ekki hafa verið útfærða að fullu, en fyrir liggi að ríkið afsali sér þar um hálfum milljarði af skatttekjum sem í staðinn komi í vasa sjómanna. „Þetta er auka inni í samningnum sem ekki hefur verið áður,“ segir hann. Meðal þess sem sjómönnum þyki mest virði í nýjum samningi segir Valmundur vera bókun um að farið verði í könnun á hvíldartíma sjómanna og mönnun flotans. „Samgöngustofa hefur forgöngu um könnunina, en hún er gerð til að reyna að ná utan um þetta mikla hagsmunamál sjómanna, um mönnun fiskiskipa, því okkur þykir allt of fáir á sumum tegundum fiskiskipa.“ Þá skipti máli ákvæði um að ráðist verði í endurgerð kjarasamninga sjómanna undir forystu ríkissáttasemjara á meðan á samningstímanum standi. „Þá vinnu er búið að tímasetja og verður samninganefnd frá öllum aðilum sem fer yfir samninginn og við ætlum að reyna að endurskrifa hann, því að í grunninn til er hann orðinn 25-30 ára gamall.“ Valmundur segir fullan vilja hjá öllum til að ráðast í þetta verkefni og ekki ástæða til annars en að ætla að það gangi eftir, þótt nokkurn tíma hafi tekið að koma á samningi nú. „Við skilum ákveðnum verkefnum á tíma hjá ríkissáttasemjara, sem heldur utan um verkið.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. júní Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Sjá meira
Sjómenn og útgerðarmenn skrifuðu undir nýjan kjarasamning hjá ríkissáttasemjara í gær. Nýr samningur gildir til ársloka 2018. Á samningstímanum á að ráðast í heildarendurskoðun á samningum sjómanna. Viðræðurnar hafa staðið nær stanslaust með einu hléi frá því í fyrrahaust, en sjómenn hafa verið án samnings frá ársbyrjun 2011. Samningurinn er framlenging á gildandi samningi með þeim breytingum að kauptrygging sjómanna hækkar frá 1. júní um 23 prósent og verður 288 þúsund krónur. „Í samningslok 31. desember 2018 verður kauptryggingin 310 þúsund krónur. Aðrir kaupliðir hækka um 17,1 prósent á samningstímanum,“ segir á vef sjómanna. Þá fylgir nýjum kjarasamningi bókun um vilyrði fjármálaráðuneytisins fyrir því að hluti fæðispeninga sjómanna verði skattfrjáls. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir þá leið ekki hafa verið útfærða að fullu, en fyrir liggi að ríkið afsali sér þar um hálfum milljarði af skatttekjum sem í staðinn komi í vasa sjómanna. „Þetta er auka inni í samningnum sem ekki hefur verið áður,“ segir hann. Meðal þess sem sjómönnum þyki mest virði í nýjum samningi segir Valmundur vera bókun um að farið verði í könnun á hvíldartíma sjómanna og mönnun flotans. „Samgöngustofa hefur forgöngu um könnunina, en hún er gerð til að reyna að ná utan um þetta mikla hagsmunamál sjómanna, um mönnun fiskiskipa, því okkur þykir allt of fáir á sumum tegundum fiskiskipa.“ Þá skipti máli ákvæði um að ráðist verði í endurgerð kjarasamninga sjómanna undir forystu ríkissáttasemjara á meðan á samningstímanum standi. „Þá vinnu er búið að tímasetja og verður samninganefnd frá öllum aðilum sem fer yfir samninginn og við ætlum að reyna að endurskrifa hann, því að í grunninn til er hann orðinn 25-30 ára gamall.“ Valmundur segir fullan vilja hjá öllum til að ráðast í þetta verkefni og ekki ástæða til annars en að ætla að það gangi eftir, þótt nokkurn tíma hafi tekið að koma á samningi nú. „Við skilum ákveðnum verkefnum á tíma hjá ríkissáttasemjara, sem heldur utan um verkið.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. júní
Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Sjá meira