Náttúrulegur forseti? Davíð Stefánsson skrifar 27. júní 2016 08:45 Eftir 20 ár af Ólafi Ragnari Grímssyni gefst okkur nú tækifæri til að móta hið sérstaka forsetaembætti landsins. Í dag er ósköp venjulegur vinnudagur eftir kjördag – framtíðin er komin og það er ekki eftir neinu að bíða. Í aðdraganda þessara kosninga var ég einn margra sem gagnrýndu Guðna Th. Jóhannesson fyrir skort á afstöðu, ekki síst í málefnum umhverfisins og hálendisins. Ég saknaði þess að heyra hann tala upp þennan mikilvæga málaflokk og lýsa yfir skýrri afstöðu sinni. Nú vil ég breyta þessari gagnrýni í hvatningu og brýningu. Ég trúi því nefnilega að nýi forsetinn okkar skilji vel mikilvægi umhverfisverndarmála, bæði hér heima og í hnattrænu samhengi. Ég trúi því að hann heyri vel í þeim 26.037 kjósendum sem kusu Andra Snæ, ekki síst vegna ástríðu hans í náttúruvernd.Góðlátlegt mikilmennskubrjálæði? Kannski er það til marks um góðlátlegt mikilmennskubrjálæði af minni hálfu að ætla að segja forseta lýðveldisins fyrir verkum. Ég ætla samt að láta vaða með þessari einföldu áskorun til Guðna: Kæri Guðni. Svaraðu kallinu frá umhverfinu. Taktu náttúruna til þín. Vertu málsvari hennar fyrir okkar hönd. Gerðu það strax og gerðu það með afgerandi hætti. Sýndu unga fólkinu okkar hvernig það er hluti af sjálfsmynd Íslendinga að vernda náttúru landsins. Segðu okkur hvort þú styður þjóðgarð á hálendinu og segðu okkur hvernig þú munt berjast fyrir hönd náttúrunnar næstu fjögur árin. Til hamingju með kjörið, Guðni, og farnist þér sem allra best. En svar óskast engu að síður – ríflega 26 þúsund kjósendur bíða spenntir eftir þínum náttúruverndaráherslum. Það er ekki eftir neinu að bíða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Hörgdal Stefánsson Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Eftir 20 ár af Ólafi Ragnari Grímssyni gefst okkur nú tækifæri til að móta hið sérstaka forsetaembætti landsins. Í dag er ósköp venjulegur vinnudagur eftir kjördag – framtíðin er komin og það er ekki eftir neinu að bíða. Í aðdraganda þessara kosninga var ég einn margra sem gagnrýndu Guðna Th. Jóhannesson fyrir skort á afstöðu, ekki síst í málefnum umhverfisins og hálendisins. Ég saknaði þess að heyra hann tala upp þennan mikilvæga málaflokk og lýsa yfir skýrri afstöðu sinni. Nú vil ég breyta þessari gagnrýni í hvatningu og brýningu. Ég trúi því nefnilega að nýi forsetinn okkar skilji vel mikilvægi umhverfisverndarmála, bæði hér heima og í hnattrænu samhengi. Ég trúi því að hann heyri vel í þeim 26.037 kjósendum sem kusu Andra Snæ, ekki síst vegna ástríðu hans í náttúruvernd.Góðlátlegt mikilmennskubrjálæði? Kannski er það til marks um góðlátlegt mikilmennskubrjálæði af minni hálfu að ætla að segja forseta lýðveldisins fyrir verkum. Ég ætla samt að láta vaða með þessari einföldu áskorun til Guðna: Kæri Guðni. Svaraðu kallinu frá umhverfinu. Taktu náttúruna til þín. Vertu málsvari hennar fyrir okkar hönd. Gerðu það strax og gerðu það með afgerandi hætti. Sýndu unga fólkinu okkar hvernig það er hluti af sjálfsmynd Íslendinga að vernda náttúru landsins. Segðu okkur hvort þú styður þjóðgarð á hálendinu og segðu okkur hvernig þú munt berjast fyrir hönd náttúrunnar næstu fjögur árin. Til hamingju með kjörið, Guðni, og farnist þér sem allra best. En svar óskast engu að síður – ríflega 26 þúsund kjósendur bíða spenntir eftir þínum náttúruverndaráherslum. Það er ekki eftir neinu að bíða.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun