Körfubolti

Golden State á þrjá fulltrúa í Ólympíuliði Bandaríkjanna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Green og Thompson eru í bandaríska Ólympíuliðinu.
Green og Thompson eru í bandaríska Ólympíuliðinu. vísir/getty
Golden State Warriors, sem tapaði fyrir Cleveland Cavaliers í úrslitum NBA-deildarinnar, á þrjá fulltrúa í 12 manna hópi bandaríska körfuboltalandsliðsins sem tekur þátt á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst.

Samkvæmt heimildum AP þáði Harrison Barnes sæti í Ólympíuliðinu eftir að LeBron James ákvað að taka ekki þátt á sínum fjórðu Ólympíuleikum.

Auk Barnes eru Golden State-mennirnir Draymond Green og Klay Thompson í Ólympíuliðinu sem er talsvert reynsluminna en Bandaríkin hafa teflt fram síðustu ár.

Til marks um það eru Carmelo Anthony (New York Knicks) og Kevin Durant (Oklahoma City Thunder) þeir einu í bandaríska hópnum sem hafa tekið þátt á ÓL áður. Anthony er á leið á sína fjórðu Ólympíuleika.

Auk LeBron James gáfu margir sterkir leikmenn ekki kost á sér í Ólympíuliðið, þ.á.m. Stephen Curry, James Harden, Russell Westbrook og Chris Paul. Þá eru Anthony Davis og Blake Griffin meiddir.

Bandaríkin unnu til gullverðlauna á ÓL 2008 og 2012 undir stjórn Mike Krzyzewski en hann gerði bandaríska liðið einnig að heimsmeisturum 2010 og 2014.

Bandaríska Ólympíuliðið:

Kyrie Irving (Cleveland)

Kevin Durant (Oklahoma)

Carmelo Anthony (NY Knicks)

Kyle Lowry (Toronto)

DeMar DeRozan (Toronto)

Paul George (Indiana)

Draymond Green (Golden State)

Klay Thompson (Golden State)

Harrison Barnes (Golden State)

Jimmy Butler (Chicago)

DeMarcus Cousins (Sacramento)

DeAndre Jordan (LA Clippers)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×