Hollt að húlla Brynhildur Björnsdóttir skrifar 28. júní 2016 16:00 Unnur María lofar húlluðu fjöri á Eiðistorgi klukkan hálf fimm í dag. Mynd/Anton Brink Húlladúllan stendur fyrir hóphúlli á Eiðistorgi klukkan hálf fimm í dag. Húlladúllan heitir í hversdagsleikanum Unnur María Bergsveinsdóttir og lofar gleði og heilsubót þar sem húllahringir í öllum stærðum og gerðum verða til afnota. „Það er svo skemmtilegt að húlla en líka svo hollt,“ segir Unnur María sem hefur húllað á fullu í þrjú ár. „ Ég hef síðan í vor verið með viðburði sem ég kalla húllafjör. Þá mæti ég á auglýstan stað með húllahringi og allir fá að prófa og svo labba ég á milli og er að hjálpa fólki út frá því sem það kann. Þannig að þetta er kennsla en líka bara skemmtun. Fyrsta húllafjörið var í Hljómskálagarðinum og síðan er ég búin að standa fyrir húllafjöri nokkuð víða. Ég hef verið einu sinni áður á Eiðistorgi og þar eru kjöraðstæður til að húlla, alltaf hlýtt og aldrei rigning en ef sólin skín njótum við þess gegnum glerþakið. Svo er ég með skemmtilega tónlist og stemmingin er alltaf mjög góð.“ Og það eru engin takmörk á því hverjir húlla. „Það geta allir komið,hvort sem þeir kunna eitthvað að húlla eða ekki en ef ég sé að getustigið í hópnum er svipað þá prófa ég að kenna rútínu við hæfi. Ég er með alls konar hringi, bæði litla, stóra og risastóra svo það er ekkert mál að finna rétta hringinn. Það geta allir húllað.“ Húllafjörið stendur frá hálffimm til hálfsjö. „Það skiptir samt ekki máli hvenær fólk mætir, það er engin stíf dagskrá og alltaf hægt að slást í hópinn.“ Unnur mælir með þægilegum klæðnaði en tekur fram að það sé hægt að húlla í alls konar fötum. „Það eina sem gæti verið heftandi væri ef fólk er með stór belti um mittið. En ef svo er þá kenni ég bara skemmtilegt handahúll.“ Aðspurð telur Unnur upp þrjú atriði sem eru húllaholl: „Í fyrsta lagi styrkir það maga- og bakvöðva sérstaklega mikið. Svo er bæði hægt að húlla með höndum og fótum sem eru endurteknar hreyfingar með hlut sem hefur létta þyngd og styrkir þá viðkomandi líkamshluta án þess að valda miklu álagi. Og svo er það auðvitað gleðin. Fólk bæði hreyfir sig meira og betur ef því finnst gaman að hreyfingunni. Og það er svo gaman að húlla, auðvelt að læra eitthvað nýtt og þá upplifir maður árangur.“ Ef einhver skyldi smitast af húllabakteríunni er hægt að kaupa sér húllahring á staðnum. „En svo er líka hægt að panta og sérhanna sinn eigin hring sem hefur verið mjög vinsælt.“ Það er hægt að panta húlladúlluna til að skemmta við hin ýmsu tilefni, bæði opinber eins og bæjarhátíðir, og einkasamkvæmi. „Ég var til dæmis í barnaafmæli um daginn og kenndi fullt af níu ára strákum að húlla. Svo hef ég verið í gæsa- og steggjapartíum og hvataferðum svo dæmi séu tekin.“ Húllafjörið á Eiðistorgi er ókeypis en tekið er á móti frjálsum framlögum til að standa straum af kostnaði. Hægt er að hafa samband við Húlladúlluna á Facebook. Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Fleiri fréttir Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Sjá meira
Húlladúllan stendur fyrir hóphúlli á Eiðistorgi klukkan hálf fimm í dag. Húlladúllan heitir í hversdagsleikanum Unnur María Bergsveinsdóttir og lofar gleði og heilsubót þar sem húllahringir í öllum stærðum og gerðum verða til afnota. „Það er svo skemmtilegt að húlla en líka svo hollt,“ segir Unnur María sem hefur húllað á fullu í þrjú ár. „ Ég hef síðan í vor verið með viðburði sem ég kalla húllafjör. Þá mæti ég á auglýstan stað með húllahringi og allir fá að prófa og svo labba ég á milli og er að hjálpa fólki út frá því sem það kann. Þannig að þetta er kennsla en líka bara skemmtun. Fyrsta húllafjörið var í Hljómskálagarðinum og síðan er ég búin að standa fyrir húllafjöri nokkuð víða. Ég hef verið einu sinni áður á Eiðistorgi og þar eru kjöraðstæður til að húlla, alltaf hlýtt og aldrei rigning en ef sólin skín njótum við þess gegnum glerþakið. Svo er ég með skemmtilega tónlist og stemmingin er alltaf mjög góð.“ Og það eru engin takmörk á því hverjir húlla. „Það geta allir komið,hvort sem þeir kunna eitthvað að húlla eða ekki en ef ég sé að getustigið í hópnum er svipað þá prófa ég að kenna rútínu við hæfi. Ég er með alls konar hringi, bæði litla, stóra og risastóra svo það er ekkert mál að finna rétta hringinn. Það geta allir húllað.“ Húllafjörið stendur frá hálffimm til hálfsjö. „Það skiptir samt ekki máli hvenær fólk mætir, það er engin stíf dagskrá og alltaf hægt að slást í hópinn.“ Unnur mælir með þægilegum klæðnaði en tekur fram að það sé hægt að húlla í alls konar fötum. „Það eina sem gæti verið heftandi væri ef fólk er með stór belti um mittið. En ef svo er þá kenni ég bara skemmtilegt handahúll.“ Aðspurð telur Unnur upp þrjú atriði sem eru húllaholl: „Í fyrsta lagi styrkir það maga- og bakvöðva sérstaklega mikið. Svo er bæði hægt að húlla með höndum og fótum sem eru endurteknar hreyfingar með hlut sem hefur létta þyngd og styrkir þá viðkomandi líkamshluta án þess að valda miklu álagi. Og svo er það auðvitað gleðin. Fólk bæði hreyfir sig meira og betur ef því finnst gaman að hreyfingunni. Og það er svo gaman að húlla, auðvelt að læra eitthvað nýtt og þá upplifir maður árangur.“ Ef einhver skyldi smitast af húllabakteríunni er hægt að kaupa sér húllahring á staðnum. „En svo er líka hægt að panta og sérhanna sinn eigin hring sem hefur verið mjög vinsælt.“ Það er hægt að panta húlladúlluna til að skemmta við hin ýmsu tilefni, bæði opinber eins og bæjarhátíðir, og einkasamkvæmi. „Ég var til dæmis í barnaafmæli um daginn og kenndi fullt af níu ára strákum að húlla. Svo hef ég verið í gæsa- og steggjapartíum og hvataferðum svo dæmi séu tekin.“ Húllafjörið á Eiðistorgi er ókeypis en tekið er á móti frjálsum framlögum til að standa straum af kostnaði. Hægt er að hafa samband við Húlladúlluna á Facebook.
Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Fleiri fréttir Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Sjá meira