Hollt að húlla Brynhildur Björnsdóttir skrifar 28. júní 2016 16:00 Unnur María lofar húlluðu fjöri á Eiðistorgi klukkan hálf fimm í dag. Mynd/Anton Brink Húlladúllan stendur fyrir hóphúlli á Eiðistorgi klukkan hálf fimm í dag. Húlladúllan heitir í hversdagsleikanum Unnur María Bergsveinsdóttir og lofar gleði og heilsubót þar sem húllahringir í öllum stærðum og gerðum verða til afnota. „Það er svo skemmtilegt að húlla en líka svo hollt,“ segir Unnur María sem hefur húllað á fullu í þrjú ár. „ Ég hef síðan í vor verið með viðburði sem ég kalla húllafjör. Þá mæti ég á auglýstan stað með húllahringi og allir fá að prófa og svo labba ég á milli og er að hjálpa fólki út frá því sem það kann. Þannig að þetta er kennsla en líka bara skemmtun. Fyrsta húllafjörið var í Hljómskálagarðinum og síðan er ég búin að standa fyrir húllafjöri nokkuð víða. Ég hef verið einu sinni áður á Eiðistorgi og þar eru kjöraðstæður til að húlla, alltaf hlýtt og aldrei rigning en ef sólin skín njótum við þess gegnum glerþakið. Svo er ég með skemmtilega tónlist og stemmingin er alltaf mjög góð.“ Og það eru engin takmörk á því hverjir húlla. „Það geta allir komið,hvort sem þeir kunna eitthvað að húlla eða ekki en ef ég sé að getustigið í hópnum er svipað þá prófa ég að kenna rútínu við hæfi. Ég er með alls konar hringi, bæði litla, stóra og risastóra svo það er ekkert mál að finna rétta hringinn. Það geta allir húllað.“ Húllafjörið stendur frá hálffimm til hálfsjö. „Það skiptir samt ekki máli hvenær fólk mætir, það er engin stíf dagskrá og alltaf hægt að slást í hópinn.“ Unnur mælir með þægilegum klæðnaði en tekur fram að það sé hægt að húlla í alls konar fötum. „Það eina sem gæti verið heftandi væri ef fólk er með stór belti um mittið. En ef svo er þá kenni ég bara skemmtilegt handahúll.“ Aðspurð telur Unnur upp þrjú atriði sem eru húllaholl: „Í fyrsta lagi styrkir það maga- og bakvöðva sérstaklega mikið. Svo er bæði hægt að húlla með höndum og fótum sem eru endurteknar hreyfingar með hlut sem hefur létta þyngd og styrkir þá viðkomandi líkamshluta án þess að valda miklu álagi. Og svo er það auðvitað gleðin. Fólk bæði hreyfir sig meira og betur ef því finnst gaman að hreyfingunni. Og það er svo gaman að húlla, auðvelt að læra eitthvað nýtt og þá upplifir maður árangur.“ Ef einhver skyldi smitast af húllabakteríunni er hægt að kaupa sér húllahring á staðnum. „En svo er líka hægt að panta og sérhanna sinn eigin hring sem hefur verið mjög vinsælt.“ Það er hægt að panta húlladúlluna til að skemmta við hin ýmsu tilefni, bæði opinber eins og bæjarhátíðir, og einkasamkvæmi. „Ég var til dæmis í barnaafmæli um daginn og kenndi fullt af níu ára strákum að húlla. Svo hef ég verið í gæsa- og steggjapartíum og hvataferðum svo dæmi séu tekin.“ Húllafjörið á Eiðistorgi er ókeypis en tekið er á móti frjálsum framlögum til að standa straum af kostnaði. Hægt er að hafa samband við Húlladúlluna á Facebook. Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira
Húlladúllan stendur fyrir hóphúlli á Eiðistorgi klukkan hálf fimm í dag. Húlladúllan heitir í hversdagsleikanum Unnur María Bergsveinsdóttir og lofar gleði og heilsubót þar sem húllahringir í öllum stærðum og gerðum verða til afnota. „Það er svo skemmtilegt að húlla en líka svo hollt,“ segir Unnur María sem hefur húllað á fullu í þrjú ár. „ Ég hef síðan í vor verið með viðburði sem ég kalla húllafjör. Þá mæti ég á auglýstan stað með húllahringi og allir fá að prófa og svo labba ég á milli og er að hjálpa fólki út frá því sem það kann. Þannig að þetta er kennsla en líka bara skemmtun. Fyrsta húllafjörið var í Hljómskálagarðinum og síðan er ég búin að standa fyrir húllafjöri nokkuð víða. Ég hef verið einu sinni áður á Eiðistorgi og þar eru kjöraðstæður til að húlla, alltaf hlýtt og aldrei rigning en ef sólin skín njótum við þess gegnum glerþakið. Svo er ég með skemmtilega tónlist og stemmingin er alltaf mjög góð.“ Og það eru engin takmörk á því hverjir húlla. „Það geta allir komið,hvort sem þeir kunna eitthvað að húlla eða ekki en ef ég sé að getustigið í hópnum er svipað þá prófa ég að kenna rútínu við hæfi. Ég er með alls konar hringi, bæði litla, stóra og risastóra svo það er ekkert mál að finna rétta hringinn. Það geta allir húllað.“ Húllafjörið stendur frá hálffimm til hálfsjö. „Það skiptir samt ekki máli hvenær fólk mætir, það er engin stíf dagskrá og alltaf hægt að slást í hópinn.“ Unnur mælir með þægilegum klæðnaði en tekur fram að það sé hægt að húlla í alls konar fötum. „Það eina sem gæti verið heftandi væri ef fólk er með stór belti um mittið. En ef svo er þá kenni ég bara skemmtilegt handahúll.“ Aðspurð telur Unnur upp þrjú atriði sem eru húllaholl: „Í fyrsta lagi styrkir það maga- og bakvöðva sérstaklega mikið. Svo er bæði hægt að húlla með höndum og fótum sem eru endurteknar hreyfingar með hlut sem hefur létta þyngd og styrkir þá viðkomandi líkamshluta án þess að valda miklu álagi. Og svo er það auðvitað gleðin. Fólk bæði hreyfir sig meira og betur ef því finnst gaman að hreyfingunni. Og það er svo gaman að húlla, auðvelt að læra eitthvað nýtt og þá upplifir maður árangur.“ Ef einhver skyldi smitast af húllabakteríunni er hægt að kaupa sér húllahring á staðnum. „En svo er líka hægt að panta og sérhanna sinn eigin hring sem hefur verið mjög vinsælt.“ Það er hægt að panta húlladúlluna til að skemmta við hin ýmsu tilefni, bæði opinber eins og bæjarhátíðir, og einkasamkvæmi. „Ég var til dæmis í barnaafmæli um daginn og kenndi fullt af níu ára strákum að húlla. Svo hef ég verið í gæsa- og steggjapartíum og hvataferðum svo dæmi séu tekin.“ Húllafjörið á Eiðistorgi er ókeypis en tekið er á móti frjálsum framlögum til að standa straum af kostnaði. Hægt er að hafa samband við Húlladúlluna á Facebook.
Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira