Ikea innkallar Malm-kommóður í Norður-Ameríku Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. júní 2016 17:10 MALM-kommóða. Innköllunin á ekki við á Íslandi. Mynd/IKEA Ikea hefur ákveðið að innkalla 29 milljónir Malm-kommóða í Bandaríkjunum og Kanada í kjölfar þess að þrjú börn létust í Bandaríkjunum þar sem Malm-kommóða valt og lenti á barninu. Kommóðan hefur nú verið tekin úr sölu í Norður-Ameríku en upphaflega hafði Ikea hvatt viðskiptavini sína upp við vegg með þar til gerðum festingum. Kommóðan er ein mest selda kommóða í heimi og hefur til að mynda notið mikilla vinsælda á Íslandi. Innköllunin á þó ekki við hér á landi heldur aðeins í Norður-Ameríku. „Það er verið að selja þessar sömu kommóður úti um allan heim eftir því sem ég best veit en nú hefur Ikea í Bandaríkjunum sem sagt tekið ákvörðun í samráði við yfirvöld þar um að innkalla þær,“ segir Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi í samtali við Vísi. Að hans sögn er í innkölluninni vitnað til staðals sem aðeins er til í Bandaríkjunum og er ætlaður fyrir frístandandi húsgögn. Ekki er þó hægt að hengja sig á staðalinn varðandi lög þar sem um svokallaðan tilmælisstaðal að ræða. „Malm-kommóðan er, eins og flestar kommóður Ikea, hugsuð til þess að standa upp við vegg en ekki frístandandi úti á miðju gólfi. Við höfum því verið að hvetja fólk til þess að festa þær með þar til gerðum festingum við vegg, eins og ýmis önnur húsgögn sem Ikea framleiðir og selur, enda setur fyrirtækið öryggi á heimilinu á oddinn,“ segir Þórarinn. Hann segir ekki vitað um önnur dauðsföll en þessi þrjú í Bandaríkjunum vegna Malm-kommóðunnar en í frétt BBC um málið kemur fram að auk dauðsfallanna hafi verið tilkynnt um 41 slys vegna kommóðunnar. Tengdar fréttir Minnti á „Black Friday“: Rifist um kommóður í IKEA 800 kommóður seldust á 25 mínútum. 26. apríl 2016 12:48 Mest lesið Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hvernig get ég ávaxtað peninga barnanna minna sem best? Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Ikea hefur ákveðið að innkalla 29 milljónir Malm-kommóða í Bandaríkjunum og Kanada í kjölfar þess að þrjú börn létust í Bandaríkjunum þar sem Malm-kommóða valt og lenti á barninu. Kommóðan hefur nú verið tekin úr sölu í Norður-Ameríku en upphaflega hafði Ikea hvatt viðskiptavini sína upp við vegg með þar til gerðum festingum. Kommóðan er ein mest selda kommóða í heimi og hefur til að mynda notið mikilla vinsælda á Íslandi. Innköllunin á þó ekki við hér á landi heldur aðeins í Norður-Ameríku. „Það er verið að selja þessar sömu kommóður úti um allan heim eftir því sem ég best veit en nú hefur Ikea í Bandaríkjunum sem sagt tekið ákvörðun í samráði við yfirvöld þar um að innkalla þær,“ segir Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi í samtali við Vísi. Að hans sögn er í innkölluninni vitnað til staðals sem aðeins er til í Bandaríkjunum og er ætlaður fyrir frístandandi húsgögn. Ekki er þó hægt að hengja sig á staðalinn varðandi lög þar sem um svokallaðan tilmælisstaðal að ræða. „Malm-kommóðan er, eins og flestar kommóður Ikea, hugsuð til þess að standa upp við vegg en ekki frístandandi úti á miðju gólfi. Við höfum því verið að hvetja fólk til þess að festa þær með þar til gerðum festingum við vegg, eins og ýmis önnur húsgögn sem Ikea framleiðir og selur, enda setur fyrirtækið öryggi á heimilinu á oddinn,“ segir Þórarinn. Hann segir ekki vitað um önnur dauðsföll en þessi þrjú í Bandaríkjunum vegna Malm-kommóðunnar en í frétt BBC um málið kemur fram að auk dauðsfallanna hafi verið tilkynnt um 41 slys vegna kommóðunnar.
Tengdar fréttir Minnti á „Black Friday“: Rifist um kommóður í IKEA 800 kommóður seldust á 25 mínútum. 26. apríl 2016 12:48 Mest lesið Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hvernig get ég ávaxtað peninga barnanna minna sem best? Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Minnti á „Black Friday“: Rifist um kommóður í IKEA 800 kommóður seldust á 25 mínútum. 26. apríl 2016 12:48