Minnti á „Black Friday“: Rifist um kommóður í IKEA Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. apríl 2016 12:48 Frá örtröðinni í IKEA í morgun. Löng röð myndaðist fyrir utan IKEA í Garðabæ í morgun áður en verslunin var opnuð klukkan ellefu. Ástæðan var sú að verið var að selja síðasta skammtinn af MALM kommóðum á sérstaklega lágu verði. Viðskiptavinir IKEA á SMS-lista fyrirtækisins fengu veður af sölunni í gærkvöldi og varð uppi fótur og fit þegar verslunin opnaði í morgun. IKEA og Rúmfatalagerinn hafa átt í sérstöku verðstríði undanfarna mánuði þegar kemur að kommóðum. Verslanirnar hafa lækkað verð sín á kommóðum hvert á eftir öðru og segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi, löngu orðið ljóst að báðar verslanir séu að borga með kommóðunum. Verðið hafi verið orðið það lágt.Vilja alltaf vera ódýrastir „Það er ófrávíkjanleg stefna IKEA að það sé ávallt hægt að ganga að bestu verðunum á hverri function fyrir sig hjá IKEA, eða með öðrum orðum, þá á ekki að vera hægt að finna ódýrari hnífapör á markaðnum, en ódýrustu hnífapörin í IKEA, það sama á við um klósettbursta, herðatré eða hvaðeina sem IKEA er með í sölu, þ.m.t kommóður,“ segir Þórarinn. Sex skúffa MALM kommóða kostaði í ágúst 2011 29.950 krónur. Sömu kommóðu var hægt að kaupa undanfarna mánuði á 3.590 krónur. Fjögurra skúffa kommóðan fór úr 17.950 krónum í 3.290 krónur á sama tímabili og tveggja skúffa kommóðan úr 8.950 krónum í 1.050 krónur. Eftirspurnin eftir Malm kommóðunum hefur verið það mikil að IKEA hefur ekki annað henni að sögn Þórarins. Þá hefur borið á því að fólk hafi hamstrað og svo selt kommóðuna á hærra verði á Bland.is að sögn Þórarins.Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA.Seldu 800 kommóður á 25 mínútum IKEA ákvað að leysa málið með því að taka til sölu aðra tegund af kommóðum til að nota í verðstríðsbaráttunni við Rúmfatalagerinn. Sú er af tegundinni KULLEN. „Fram til þessa hefur MALM í hvítum lit verið ódýrasta kommóðan sem við höfum verið með í boði í modern stíl, og hefur hún því verið seld á þessu lága verði til að mæta samkeppninni. Nú er hins vegar komin ný kommóða KULLEN sem er svipuð útlits og í svipaðri stærð og MALM. KULLEN tekur við sem ódýrasta kommóðan í Modern stíl, en næsta sending af hvítum MALM kommóðum verður seld á réttu verði. Þórarinn segir að að allar 800 kommóðurnar sem teknar voru til sölu í dag séu uppseldar. Til að koma í veg fyrir að fólk gæti hamstrað var sett hámark á fjölda kommóða sem hver gat keypt, tvær kommóður á mann. Fimm mínútur yfir ellefu voru farin 200 stykki af sex skúffu kommóðurinni. Tuttugu mínútum síðar voru svo allar 800 kommóðurnar farnar. Næsta sending af MALM kommóðum verður á „eðlilegu verði“ að sögn Þórarins. KULLEN kommóðurnar verða hins vegar þær ódýrustu sem í boði verða á Íslandi. Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira
Löng röð myndaðist fyrir utan IKEA í Garðabæ í morgun áður en verslunin var opnuð klukkan ellefu. Ástæðan var sú að verið var að selja síðasta skammtinn af MALM kommóðum á sérstaklega lágu verði. Viðskiptavinir IKEA á SMS-lista fyrirtækisins fengu veður af sölunni í gærkvöldi og varð uppi fótur og fit þegar verslunin opnaði í morgun. IKEA og Rúmfatalagerinn hafa átt í sérstöku verðstríði undanfarna mánuði þegar kemur að kommóðum. Verslanirnar hafa lækkað verð sín á kommóðum hvert á eftir öðru og segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi, löngu orðið ljóst að báðar verslanir séu að borga með kommóðunum. Verðið hafi verið orðið það lágt.Vilja alltaf vera ódýrastir „Það er ófrávíkjanleg stefna IKEA að það sé ávallt hægt að ganga að bestu verðunum á hverri function fyrir sig hjá IKEA, eða með öðrum orðum, þá á ekki að vera hægt að finna ódýrari hnífapör á markaðnum, en ódýrustu hnífapörin í IKEA, það sama á við um klósettbursta, herðatré eða hvaðeina sem IKEA er með í sölu, þ.m.t kommóður,“ segir Þórarinn. Sex skúffa MALM kommóða kostaði í ágúst 2011 29.950 krónur. Sömu kommóðu var hægt að kaupa undanfarna mánuði á 3.590 krónur. Fjögurra skúffa kommóðan fór úr 17.950 krónum í 3.290 krónur á sama tímabili og tveggja skúffa kommóðan úr 8.950 krónum í 1.050 krónur. Eftirspurnin eftir Malm kommóðunum hefur verið það mikil að IKEA hefur ekki annað henni að sögn Þórarins. Þá hefur borið á því að fólk hafi hamstrað og svo selt kommóðuna á hærra verði á Bland.is að sögn Þórarins.Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA.Seldu 800 kommóður á 25 mínútum IKEA ákvað að leysa málið með því að taka til sölu aðra tegund af kommóðum til að nota í verðstríðsbaráttunni við Rúmfatalagerinn. Sú er af tegundinni KULLEN. „Fram til þessa hefur MALM í hvítum lit verið ódýrasta kommóðan sem við höfum verið með í boði í modern stíl, og hefur hún því verið seld á þessu lága verði til að mæta samkeppninni. Nú er hins vegar komin ný kommóða KULLEN sem er svipuð útlits og í svipaðri stærð og MALM. KULLEN tekur við sem ódýrasta kommóðan í Modern stíl, en næsta sending af hvítum MALM kommóðum verður seld á réttu verði. Þórarinn segir að að allar 800 kommóðurnar sem teknar voru til sölu í dag séu uppseldar. Til að koma í veg fyrir að fólk gæti hamstrað var sett hámark á fjölda kommóða sem hver gat keypt, tvær kommóður á mann. Fimm mínútur yfir ellefu voru farin 200 stykki af sex skúffu kommóðurinni. Tuttugu mínútum síðar voru svo allar 800 kommóðurnar farnar. Næsta sending af MALM kommóðum verður á „eðlilegu verði“ að sögn Þórarins. KULLEN kommóðurnar verða hins vegar þær ódýrustu sem í boði verða á Íslandi.
Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira