Listaverkið fer í sveig upp vitann Elín Albertsdóttir skrifar 29. júní 2016 11:00 Þessi mynd var tekin þegar Jónína var að setja upp listaverkið í vitanum. Jónína Guðnadóttir listakona opnar allsérstæða sýningu í vitanum á Akranesi á föstudag. Sýningin kallast BREIÐ og dregur nafn sitt af Breiðinni þar sem vitinn stendur. Sýningin hefur verið tvö ár í smíðum. Jónína segir að þetta hafi verið skemmtilegt ferli. Hugmyndin hafi kviknað þegar hún var stödd í vitanum ásamt fermingarsystkinum sínum árið 2014. „Ég hafði ekki komið í vitann frá því ég var smástelpa. Það var ótrúleg tilfinning sem ég varð fyrir þar sem ég stóð í miðjum stiga á milli hæða. Mig hefur alltaf langað til að gera eitthvað óhefðbundið og fékk þessa bráðsnjöllu hugmynd. Vitinn höfðaði strax til mín og ég hugsaði með mér að þarna vildi ég hafa sýningu,“ greinir hún frá. „Ég ólst upp á Akranesi frá fjögurra ára aldri og þarna liggja rætur mínar. Við bjuggum við ströndina og hún var mitt leiksvæði. Vitinn heillaði mig. Ég veit hins vegar ekki til þess að haldin hafi verið sýning í gegnum heilan vita áður,“ segir Jónína. „Þetta er eitt verk sem heitir Breið og það fer alla leið upp í loft,“ bætir hún við.Listaverkið nær 35 metra upp eftir vitanum.Jónína hefur verið að undirbúa sýninguna af miklum krafti undanfarið en það er flókið mál að hengja upp listaverk á óvenjulegum stað. „Verkið fer í sveig í gegnum vitann og er 35 metrar. Þeir sem ekki treysta sér til að ganga upp geta skoðað sýninguna á neðstu hæð en þar er ég jafnframt með myndband frá efri hæðum. Að auki verð ég með slide-myndasýningu um aðdraganda sýningarinnar. Sú myndasýning hefur verið unnin á átta mánuðum, þar á meðal á vinnustofu minni.“Hringrás lífsins Jónína leitar til hafsins og fjörunnar í hugmyndavinnunni. „Mínar bernskuminningar koma fram í sýningunni sem speglar hringrás lífsins við fjöruborðið. Á fyrstu hæðinni eru fiskar, sjávardýr, skeljar og kuðungar. Á næstu hæð er fjaran og fuglar sem þar dvelja. Síðan er efsta hæðin með farfuglunum sem eru að fljúga burt. Hugsunin er flóð, fjara og fuglar,“ útskýrir Jónína sem segist hafa byrjað undirbúning fyrir tveimur árum. „Útfærslan var töluverð heilabrot. Ég breytti engu í vitanum, mig langaði að hafa sýninguna í þessu grófa umhverfi og þurfti því að laga mig að því. Þetta er búin að vera einstaklega skemmtileg vinna.“Jónína sækir innblástur til fjörunnar í kringum vitann.Ströndin heillar Ekki er ólíklegt að upphaflega hafi ströndin orðið Jónínu innblástur til frekari listsköpunar. Hún segir í sýningarskrá að leikir í fjörunni hafi verið endalaus uppspretta verkefna þegar hún var á barnsaldri. „Ég hafði mikla þörf fyrir að teikna, raða saman fjörusteinum og byggja úr þeim ýmis mynstur og götur. Einnig þótti mér mikil upplifun að sjá hafið og fjöruborðið, sérstaklega er mér minnisstætt þegar það sem ég var að bauka við skolaðist burt í aðfalli og eftir var slétt, blaut og yndisleg fjaran, ósnortin eins og í upphafi og tilbúin fyrir næstu tilraunir.“ Sýningin opnar á föstudaginn 1. júlí n.k. kl. 16:00 og lýkur 30. ágúst. Verk Jónínu eru meðal annarra skúlptúrinn Himnaríki á Jaðarsbökkum á Akranesi og umhverfisverkið Hringiða við Kárahnjúka. Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Lífið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Fleiri fréttir Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Sjá meira
Jónína Guðnadóttir listakona opnar allsérstæða sýningu í vitanum á Akranesi á föstudag. Sýningin kallast BREIÐ og dregur nafn sitt af Breiðinni þar sem vitinn stendur. Sýningin hefur verið tvö ár í smíðum. Jónína segir að þetta hafi verið skemmtilegt ferli. Hugmyndin hafi kviknað þegar hún var stödd í vitanum ásamt fermingarsystkinum sínum árið 2014. „Ég hafði ekki komið í vitann frá því ég var smástelpa. Það var ótrúleg tilfinning sem ég varð fyrir þar sem ég stóð í miðjum stiga á milli hæða. Mig hefur alltaf langað til að gera eitthvað óhefðbundið og fékk þessa bráðsnjöllu hugmynd. Vitinn höfðaði strax til mín og ég hugsaði með mér að þarna vildi ég hafa sýningu,“ greinir hún frá. „Ég ólst upp á Akranesi frá fjögurra ára aldri og þarna liggja rætur mínar. Við bjuggum við ströndina og hún var mitt leiksvæði. Vitinn heillaði mig. Ég veit hins vegar ekki til þess að haldin hafi verið sýning í gegnum heilan vita áður,“ segir Jónína. „Þetta er eitt verk sem heitir Breið og það fer alla leið upp í loft,“ bætir hún við.Listaverkið nær 35 metra upp eftir vitanum.Jónína hefur verið að undirbúa sýninguna af miklum krafti undanfarið en það er flókið mál að hengja upp listaverk á óvenjulegum stað. „Verkið fer í sveig í gegnum vitann og er 35 metrar. Þeir sem ekki treysta sér til að ganga upp geta skoðað sýninguna á neðstu hæð en þar er ég jafnframt með myndband frá efri hæðum. Að auki verð ég með slide-myndasýningu um aðdraganda sýningarinnar. Sú myndasýning hefur verið unnin á átta mánuðum, þar á meðal á vinnustofu minni.“Hringrás lífsins Jónína leitar til hafsins og fjörunnar í hugmyndavinnunni. „Mínar bernskuminningar koma fram í sýningunni sem speglar hringrás lífsins við fjöruborðið. Á fyrstu hæðinni eru fiskar, sjávardýr, skeljar og kuðungar. Á næstu hæð er fjaran og fuglar sem þar dvelja. Síðan er efsta hæðin með farfuglunum sem eru að fljúga burt. Hugsunin er flóð, fjara og fuglar,“ útskýrir Jónína sem segist hafa byrjað undirbúning fyrir tveimur árum. „Útfærslan var töluverð heilabrot. Ég breytti engu í vitanum, mig langaði að hafa sýninguna í þessu grófa umhverfi og þurfti því að laga mig að því. Þetta er búin að vera einstaklega skemmtileg vinna.“Jónína sækir innblástur til fjörunnar í kringum vitann.Ströndin heillar Ekki er ólíklegt að upphaflega hafi ströndin orðið Jónínu innblástur til frekari listsköpunar. Hún segir í sýningarskrá að leikir í fjörunni hafi verið endalaus uppspretta verkefna þegar hún var á barnsaldri. „Ég hafði mikla þörf fyrir að teikna, raða saman fjörusteinum og byggja úr þeim ýmis mynstur og götur. Einnig þótti mér mikil upplifun að sjá hafið og fjöruborðið, sérstaklega er mér minnisstætt þegar það sem ég var að bauka við skolaðist burt í aðfalli og eftir var slétt, blaut og yndisleg fjaran, ósnortin eins og í upphafi og tilbúin fyrir næstu tilraunir.“ Sýningin opnar á föstudaginn 1. júlí n.k. kl. 16:00 og lýkur 30. ágúst. Verk Jónínu eru meðal annarra skúlptúrinn Himnaríki á Jaðarsbökkum á Akranesi og umhverfisverkið Hringiða við Kárahnjúka.
Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Lífið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Fleiri fréttir Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“