Listaverkið fer í sveig upp vitann Elín Albertsdóttir skrifar 29. júní 2016 11:00 Þessi mynd var tekin þegar Jónína var að setja upp listaverkið í vitanum. Jónína Guðnadóttir listakona opnar allsérstæða sýningu í vitanum á Akranesi á föstudag. Sýningin kallast BREIÐ og dregur nafn sitt af Breiðinni þar sem vitinn stendur. Sýningin hefur verið tvö ár í smíðum. Jónína segir að þetta hafi verið skemmtilegt ferli. Hugmyndin hafi kviknað þegar hún var stödd í vitanum ásamt fermingarsystkinum sínum árið 2014. „Ég hafði ekki komið í vitann frá því ég var smástelpa. Það var ótrúleg tilfinning sem ég varð fyrir þar sem ég stóð í miðjum stiga á milli hæða. Mig hefur alltaf langað til að gera eitthvað óhefðbundið og fékk þessa bráðsnjöllu hugmynd. Vitinn höfðaði strax til mín og ég hugsaði með mér að þarna vildi ég hafa sýningu,“ greinir hún frá. „Ég ólst upp á Akranesi frá fjögurra ára aldri og þarna liggja rætur mínar. Við bjuggum við ströndina og hún var mitt leiksvæði. Vitinn heillaði mig. Ég veit hins vegar ekki til þess að haldin hafi verið sýning í gegnum heilan vita áður,“ segir Jónína. „Þetta er eitt verk sem heitir Breið og það fer alla leið upp í loft,“ bætir hún við.Listaverkið nær 35 metra upp eftir vitanum.Jónína hefur verið að undirbúa sýninguna af miklum krafti undanfarið en það er flókið mál að hengja upp listaverk á óvenjulegum stað. „Verkið fer í sveig í gegnum vitann og er 35 metrar. Þeir sem ekki treysta sér til að ganga upp geta skoðað sýninguna á neðstu hæð en þar er ég jafnframt með myndband frá efri hæðum. Að auki verð ég með slide-myndasýningu um aðdraganda sýningarinnar. Sú myndasýning hefur verið unnin á átta mánuðum, þar á meðal á vinnustofu minni.“Hringrás lífsins Jónína leitar til hafsins og fjörunnar í hugmyndavinnunni. „Mínar bernskuminningar koma fram í sýningunni sem speglar hringrás lífsins við fjöruborðið. Á fyrstu hæðinni eru fiskar, sjávardýr, skeljar og kuðungar. Á næstu hæð er fjaran og fuglar sem þar dvelja. Síðan er efsta hæðin með farfuglunum sem eru að fljúga burt. Hugsunin er flóð, fjara og fuglar,“ útskýrir Jónína sem segist hafa byrjað undirbúning fyrir tveimur árum. „Útfærslan var töluverð heilabrot. Ég breytti engu í vitanum, mig langaði að hafa sýninguna í þessu grófa umhverfi og þurfti því að laga mig að því. Þetta er búin að vera einstaklega skemmtileg vinna.“Jónína sækir innblástur til fjörunnar í kringum vitann.Ströndin heillar Ekki er ólíklegt að upphaflega hafi ströndin orðið Jónínu innblástur til frekari listsköpunar. Hún segir í sýningarskrá að leikir í fjörunni hafi verið endalaus uppspretta verkefna þegar hún var á barnsaldri. „Ég hafði mikla þörf fyrir að teikna, raða saman fjörusteinum og byggja úr þeim ýmis mynstur og götur. Einnig þótti mér mikil upplifun að sjá hafið og fjöruborðið, sérstaklega er mér minnisstætt þegar það sem ég var að bauka við skolaðist burt í aðfalli og eftir var slétt, blaut og yndisleg fjaran, ósnortin eins og í upphafi og tilbúin fyrir næstu tilraunir.“ Sýningin opnar á föstudaginn 1. júlí n.k. kl. 16:00 og lýkur 30. ágúst. Verk Jónínu eru meðal annarra skúlptúrinn Himnaríki á Jaðarsbökkum á Akranesi og umhverfisverkið Hringiða við Kárahnjúka. Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Jónína Guðnadóttir listakona opnar allsérstæða sýningu í vitanum á Akranesi á föstudag. Sýningin kallast BREIÐ og dregur nafn sitt af Breiðinni þar sem vitinn stendur. Sýningin hefur verið tvö ár í smíðum. Jónína segir að þetta hafi verið skemmtilegt ferli. Hugmyndin hafi kviknað þegar hún var stödd í vitanum ásamt fermingarsystkinum sínum árið 2014. „Ég hafði ekki komið í vitann frá því ég var smástelpa. Það var ótrúleg tilfinning sem ég varð fyrir þar sem ég stóð í miðjum stiga á milli hæða. Mig hefur alltaf langað til að gera eitthvað óhefðbundið og fékk þessa bráðsnjöllu hugmynd. Vitinn höfðaði strax til mín og ég hugsaði með mér að þarna vildi ég hafa sýningu,“ greinir hún frá. „Ég ólst upp á Akranesi frá fjögurra ára aldri og þarna liggja rætur mínar. Við bjuggum við ströndina og hún var mitt leiksvæði. Vitinn heillaði mig. Ég veit hins vegar ekki til þess að haldin hafi verið sýning í gegnum heilan vita áður,“ segir Jónína. „Þetta er eitt verk sem heitir Breið og það fer alla leið upp í loft,“ bætir hún við.Listaverkið nær 35 metra upp eftir vitanum.Jónína hefur verið að undirbúa sýninguna af miklum krafti undanfarið en það er flókið mál að hengja upp listaverk á óvenjulegum stað. „Verkið fer í sveig í gegnum vitann og er 35 metrar. Þeir sem ekki treysta sér til að ganga upp geta skoðað sýninguna á neðstu hæð en þar er ég jafnframt með myndband frá efri hæðum. Að auki verð ég með slide-myndasýningu um aðdraganda sýningarinnar. Sú myndasýning hefur verið unnin á átta mánuðum, þar á meðal á vinnustofu minni.“Hringrás lífsins Jónína leitar til hafsins og fjörunnar í hugmyndavinnunni. „Mínar bernskuminningar koma fram í sýningunni sem speglar hringrás lífsins við fjöruborðið. Á fyrstu hæðinni eru fiskar, sjávardýr, skeljar og kuðungar. Á næstu hæð er fjaran og fuglar sem þar dvelja. Síðan er efsta hæðin með farfuglunum sem eru að fljúga burt. Hugsunin er flóð, fjara og fuglar,“ útskýrir Jónína sem segist hafa byrjað undirbúning fyrir tveimur árum. „Útfærslan var töluverð heilabrot. Ég breytti engu í vitanum, mig langaði að hafa sýninguna í þessu grófa umhverfi og þurfti því að laga mig að því. Þetta er búin að vera einstaklega skemmtileg vinna.“Jónína sækir innblástur til fjörunnar í kringum vitann.Ströndin heillar Ekki er ólíklegt að upphaflega hafi ströndin orðið Jónínu innblástur til frekari listsköpunar. Hún segir í sýningarskrá að leikir í fjörunni hafi verið endalaus uppspretta verkefna þegar hún var á barnsaldri. „Ég hafði mikla þörf fyrir að teikna, raða saman fjörusteinum og byggja úr þeim ýmis mynstur og götur. Einnig þótti mér mikil upplifun að sjá hafið og fjöruborðið, sérstaklega er mér minnisstætt þegar það sem ég var að bauka við skolaðist burt í aðfalli og eftir var slétt, blaut og yndisleg fjaran, ósnortin eins og í upphafi og tilbúin fyrir næstu tilraunir.“ Sýningin opnar á föstudaginn 1. júlí n.k. kl. 16:00 og lýkur 30. ágúst. Verk Jónínu eru meðal annarra skúlptúrinn Himnaríki á Jaðarsbökkum á Akranesi og umhverfisverkið Hringiða við Kárahnjúka.
Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira