Rappari snýr sér að barnabókaskrifum Birgir Örn Steinarsson skrifar 14. júní 2016 12:51 Rapparinn F.Stokes með sína fyrstu barnabók um Rikka Rappara. Vísir/Aron Brink Rapparinn Rodney Lucas sem kallar sig F.Stokes er staddur hér á landi í stuttu stoppi á leið sinni frá heimaborg sinni Chicago yfir til Stokkhólms. Meðferðis greip hann eintök af bók nýlegri barnabók sem hann skrifaði um persónuna Rappin‘Ricky. Klukkan tvö í dag ætlar hann að koma við hjá Barnaspítala Hringsins til þess að lesa fyrir börnin þar og gefa eintök af bókinni. „Ég hef komið hingað nokkrum sinnum og bara hlotið ást og virðingu,“ segir Rodney í samtali við Vísi. „Það er frábært að geta komið með eitthvað í farteskinu fyrir börnin hérna.“ Rodney starfar sjálfstætt og hefur gefið út þrjár plötur á ferli sínum. Hann hefur einnig unnið lög með hljómsveitunum Bastille og Major Lazer.Rikki rappari er hress sjö ára drengur sem hefur tileinkað sér lífstíl hiphop-sins.Vísir/Theodore Taylor IIIÆvintýri Rikka RapparaRodney hefur nýverið sett sig í rithöfundastólinn og er bókin Block Party hans fyrsta í því sem hann vonast til að verði sería um Rikka rappara. Snáði er sjö ára drengur sem spilar fótbolta og körfubolta og jú... rappar. „Ég vildi nota hiphop til þess að stuðla að jákvæðri breytingu. Þar sem hiphop er í dag öflugasta form tónlistar, bæði í tónlist og lífsstíl, þá langaði mig til þess að nýta það til þess að hvetja sex eða sjö ára gamla krakka til þess að sýna kærleika og virðingu. Þarna fæ ég tækifæri til þess að verða öflugri sem listamaður. Erfiðasti hópur til þess að sannfæra eru krakkarnir. Hlutir verða að smella strax með þeim og vera litríkir og skemmtilegir.“ Rodney á engin börn en prufukeyrði söguna sína á litlu frænkur sína og frændur. „Ég er frá Chicago og ég trúi því að við höfum kraftinn til þess að breyta því hvernig fjölmiðlar fjalla um sum hverfi þar. Með þessu langaði mig til þess að senda út jákvæða mynd af hverfinu mínu.“ Theodore Taylor III myndskreytir bókina en hann hefur einnig teiknað barnabækur um Little Shaq sem eru eins konar endurminningar körfuboltamannsins Shaquille O‘Neal frá barnæsku. Rodney kemur fram á Barnaspítala Hringsins klukkan tvö í dag. Hann býst við því að koma aftur til Íslands eftir nokkra mánuði til þess að kynna bókina betur.Hér má svo heyra lagið Shaka Zulu með F.Stokes. Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Lífið Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Rapparinn Rodney Lucas sem kallar sig F.Stokes er staddur hér á landi í stuttu stoppi á leið sinni frá heimaborg sinni Chicago yfir til Stokkhólms. Meðferðis greip hann eintök af bók nýlegri barnabók sem hann skrifaði um persónuna Rappin‘Ricky. Klukkan tvö í dag ætlar hann að koma við hjá Barnaspítala Hringsins til þess að lesa fyrir börnin þar og gefa eintök af bókinni. „Ég hef komið hingað nokkrum sinnum og bara hlotið ást og virðingu,“ segir Rodney í samtali við Vísi. „Það er frábært að geta komið með eitthvað í farteskinu fyrir börnin hérna.“ Rodney starfar sjálfstætt og hefur gefið út þrjár plötur á ferli sínum. Hann hefur einnig unnið lög með hljómsveitunum Bastille og Major Lazer.Rikki rappari er hress sjö ára drengur sem hefur tileinkað sér lífstíl hiphop-sins.Vísir/Theodore Taylor IIIÆvintýri Rikka RapparaRodney hefur nýverið sett sig í rithöfundastólinn og er bókin Block Party hans fyrsta í því sem hann vonast til að verði sería um Rikka rappara. Snáði er sjö ára drengur sem spilar fótbolta og körfubolta og jú... rappar. „Ég vildi nota hiphop til þess að stuðla að jákvæðri breytingu. Þar sem hiphop er í dag öflugasta form tónlistar, bæði í tónlist og lífsstíl, þá langaði mig til þess að nýta það til þess að hvetja sex eða sjö ára gamla krakka til þess að sýna kærleika og virðingu. Þarna fæ ég tækifæri til þess að verða öflugri sem listamaður. Erfiðasti hópur til þess að sannfæra eru krakkarnir. Hlutir verða að smella strax með þeim og vera litríkir og skemmtilegir.“ Rodney á engin börn en prufukeyrði söguna sína á litlu frænkur sína og frændur. „Ég er frá Chicago og ég trúi því að við höfum kraftinn til þess að breyta því hvernig fjölmiðlar fjalla um sum hverfi þar. Með þessu langaði mig til þess að senda út jákvæða mynd af hverfinu mínu.“ Theodore Taylor III myndskreytir bókina en hann hefur einnig teiknað barnabækur um Little Shaq sem eru eins konar endurminningar körfuboltamannsins Shaquille O‘Neal frá barnæsku. Rodney kemur fram á Barnaspítala Hringsins klukkan tvö í dag. Hann býst við því að koma aftur til Íslands eftir nokkra mánuði til þess að kynna bókina betur.Hér má svo heyra lagið Shaka Zulu með F.Stokes.
Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Lífið Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“