Stólaleikur á vinnumarkaði Lars Christensen skrifar 15. júní 2016 10:00 Nýlega var mánaðarleg vinnumarkaðsskýrsla fyrir Bandaríkin gefin út. Hún olli beiskum vonbrigðum. Þannig jókst atvinna um aðeins 38 þúsund störf í maí. Búist hafði verið við aukningu um 162 þúsund störf, og það var jafnslæmt að atvinnutölurnar voru endurskoðaðar niður á við fyrir mars og apríl. Segja má, á einfaldan hátt, að tveir þættir ákvarði síendurteknar sveiflur á bandarískum vinnumarkaði. Í fyrsta lagi eftirspurnarleitni í hagkerfinu og í öðru lagi þróun kostnaðar. Kostnaðarþróun ákvarðast af launahækkunum og framleiðniaukningu. Bandaríski hagfræðingurinn og bloggarinn Scott Sumner kallar þetta stólaleiksmódelið. Í módeli Sumners fyrir bandaríska vinnumarkaðinn lítur hann á muninn á hækkun nafnlauna („kostnaður“) og hækkun á nafnvirði vergrar landsframleiðslu (eftirspurn). Það er skoðun Sumners að þegar launahækkanir eru umfram hækkun á nafnvirði vergrar landsframleiðslu muni atvinnuleysi aukast. Ef við lítum á raunverulega þróun á bandarískum vinnumarkaði síðustu 20 ár sjáum við að stólaleiksmódelið hentar vel til þess að útskýra sveiflurnar á atvinnuleysi í Bandaríkjunum. Tökum 2008-9 sem dæmi. Nafnvirði vergrar landsframleiðslu hrundi þegar kreppan reið yfir, og þótt hægt hafi á launahækkunum hægði í fyrstu mun minna á launahækkunum en sem nam lækkuninni á nafnvirði vergrar landsframleiðslu. Afleiðingin varð sú að atvinnuleysi rauk upp. En þegar Seðlabankinn hóf að slaka á peningamálastefnunni 2009-10 byrjaði eftirspurnin að ná sér á strik á meðan enn hægði á launahækkunum. Við þetta byrjaði atvinnuleysi í Bandaríkjunum að minnka og sú þróun hefur haldið áfram til dagsins í dag. En undanfarið hefur orðið breyting. Seðlabankinn fór að herða peningamálastefnu sína – magnbundinni íhlutun er hætt, dollarinn hefur styrkst og stýrivextir hafa verið hækkaðir. Afleiðingin er sú að hægt hefur á hækkun nafnvirðis vergrar landsframleiðslu, en á sama tíma hafa launahækkanir í Bandaríkjunum byrjað að aukast. Þetta er ekki stórbrotin breyting en það er enginn vafi á því hver tilhneigingin er og því ætti það ekki að koma á óvart að við erum nú farin að sjá merki um samdrátt á bandaríska vinnumarkaðnum. Reyndar gæti það komið sumum á óvart að þessi samdráttur skuli ekki hafa hafist fyrr en núna. Það eru ýmsar ástæður fyrir því sem við sjáum núna. Í fyrsta lagi hefur peningamálastefnan verið hert meira en áður var búist við og því höfðu bandarískir atvinnurekendur og verkalýðsfélög gert bjartsýnislega kjarasamninga (miðað við raunverulega eftirspurnarþróun). Í öðru lagi höfum við einnig séð tilhneigingu, bæði á einstökum stöðum og á landsvísu, til að hækka lágmarkslaunin. Niðurstaðan er sú að til verði að koma hófsemi í launum eða að Seðlabankinn snúi við „aðhaldsstefnu“ sinni. Annars munum við fljótlega sjá atvinnuleysi í Bandaríkjunum aukast. Lars Christensen Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Nýlega var mánaðarleg vinnumarkaðsskýrsla fyrir Bandaríkin gefin út. Hún olli beiskum vonbrigðum. Þannig jókst atvinna um aðeins 38 þúsund störf í maí. Búist hafði verið við aukningu um 162 þúsund störf, og það var jafnslæmt að atvinnutölurnar voru endurskoðaðar niður á við fyrir mars og apríl. Segja má, á einfaldan hátt, að tveir þættir ákvarði síendurteknar sveiflur á bandarískum vinnumarkaði. Í fyrsta lagi eftirspurnarleitni í hagkerfinu og í öðru lagi þróun kostnaðar. Kostnaðarþróun ákvarðast af launahækkunum og framleiðniaukningu. Bandaríski hagfræðingurinn og bloggarinn Scott Sumner kallar þetta stólaleiksmódelið. Í módeli Sumners fyrir bandaríska vinnumarkaðinn lítur hann á muninn á hækkun nafnlauna („kostnaður“) og hækkun á nafnvirði vergrar landsframleiðslu (eftirspurn). Það er skoðun Sumners að þegar launahækkanir eru umfram hækkun á nafnvirði vergrar landsframleiðslu muni atvinnuleysi aukast. Ef við lítum á raunverulega þróun á bandarískum vinnumarkaði síðustu 20 ár sjáum við að stólaleiksmódelið hentar vel til þess að útskýra sveiflurnar á atvinnuleysi í Bandaríkjunum. Tökum 2008-9 sem dæmi. Nafnvirði vergrar landsframleiðslu hrundi þegar kreppan reið yfir, og þótt hægt hafi á launahækkunum hægði í fyrstu mun minna á launahækkunum en sem nam lækkuninni á nafnvirði vergrar landsframleiðslu. Afleiðingin varð sú að atvinnuleysi rauk upp. En þegar Seðlabankinn hóf að slaka á peningamálastefnunni 2009-10 byrjaði eftirspurnin að ná sér á strik á meðan enn hægði á launahækkunum. Við þetta byrjaði atvinnuleysi í Bandaríkjunum að minnka og sú þróun hefur haldið áfram til dagsins í dag. En undanfarið hefur orðið breyting. Seðlabankinn fór að herða peningamálastefnu sína – magnbundinni íhlutun er hætt, dollarinn hefur styrkst og stýrivextir hafa verið hækkaðir. Afleiðingin er sú að hægt hefur á hækkun nafnvirðis vergrar landsframleiðslu, en á sama tíma hafa launahækkanir í Bandaríkjunum byrjað að aukast. Þetta er ekki stórbrotin breyting en það er enginn vafi á því hver tilhneigingin er og því ætti það ekki að koma á óvart að við erum nú farin að sjá merki um samdrátt á bandaríska vinnumarkaðnum. Reyndar gæti það komið sumum á óvart að þessi samdráttur skuli ekki hafa hafist fyrr en núna. Það eru ýmsar ástæður fyrir því sem við sjáum núna. Í fyrsta lagi hefur peningamálastefnan verið hert meira en áður var búist við og því höfðu bandarískir atvinnurekendur og verkalýðsfélög gert bjartsýnislega kjarasamninga (miðað við raunverulega eftirspurnarþróun). Í öðru lagi höfum við einnig séð tilhneigingu, bæði á einstökum stöðum og á landsvísu, til að hækka lágmarkslaunin. Niðurstaðan er sú að til verði að koma hófsemi í launum eða að Seðlabankinn snúi við „aðhaldsstefnu“ sinni. Annars munum við fljótlega sjá atvinnuleysi í Bandaríkjunum aukast.
Lars Christensen Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira