Dagblaðið öskraði eins og ljón Jónas Sen skrifar 15. júní 2016 10:45 Tónlist Fjöllistasýning Stomp sýndi alls konar atriði þar sem hjólkoppar, tunnur, vaskar, kveikjarar, gúmmíslöngur og fleira kom við sögu. Eldborg í Hörpu laugardaginn 11. júní Það er langt síðan ég hef hlegið jafn mikið og á sýningu sviðslistahópsins Stomp á laugardagskvöldið. Nokkrar manneskjur sátu við lítið borð og voru að lesa dagblöð. Von bráðar fór þruskið í blöðunum og ræskingar fólksins að mynda grípandi takt. Við þennan skemmtileg undirleik byrjaði einn mannanna að leika sér með dagblaðið sitt. Hann bjó til risastóran kjaft, sem öskraði ógurlega. Svo bjó hann til minni kjaft sem öskraði líka en ofar á tíðnisviðinu. Sífellt minnkaði kjafturinn og öskrið varð skrækara. Það var svo fyndið að fólk veltist um af hlátri. Stomp hefur verið lengi að, þau komu fyrst fram í London árið 1991. Tónlistin þeirra er eingöngu rytmísk, það er enginn söngur í henni og fáar laglínur. Tónarnir verða til með því að barið er á allt mögulegt, tunnur, hjólkoppa, gúmmíslöngur, kústsköft. Sýningin er að hluta til leikhús og dans, til dæmis byrjaði hún á því að maður nokkur gekk inn á sviðið og fór að sópa. Fljótlega bættust aðrir við og fóru að sópa með honum. Það myndaði kraftmikinn dans og takt, sem varð æ þéttari. Annað atriði, mun hljóðlátara var í niðamyrkri. Hópurinn lék sér að kveikjurum og logarnir urðu að allskonar mynstri sem var fallegt á að líta. Eitt það flottasta var þegar þau börðu eldhúsvaska hangandi á sér. Hvílíkar drunur! Svo var líka sérlega áhrifamikið þegar þau héngu á vegg sem var hlaðinn upp af tunnum og öðru járnadrasli, og börðu á það. Þar fyrir utan hentu þau boltum á milli sín, gúmmíslöngum, innkaupakerrum og prikum; allt var notað til að búa til rytma. Þetta var ótrúlegt sjónarspil. Ef finna má að einhverju, er það helst að sýningin nú var heldur keimlík sýningu hópsins hér í desember 2013. Báðar sýningarnar hófust á kústaatriðinu, kveikjararnir í myrkrinu voru þarna líka, sem og innkaupakerrurnar og flest annað. Það var samt gaman að horfa á þetta aftur, því er ekki að neita. En dagblaðasenan var alveg ný, og hún var kostuleg. Sennilega var hún það skemmtilegasta þarna um kvöldið.Niðurstaða: Glæsileg sýning með ótrúlega vel samhæfðum atriðum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. júní 2016. Menning Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira
Tónlist Fjöllistasýning Stomp sýndi alls konar atriði þar sem hjólkoppar, tunnur, vaskar, kveikjarar, gúmmíslöngur og fleira kom við sögu. Eldborg í Hörpu laugardaginn 11. júní Það er langt síðan ég hef hlegið jafn mikið og á sýningu sviðslistahópsins Stomp á laugardagskvöldið. Nokkrar manneskjur sátu við lítið borð og voru að lesa dagblöð. Von bráðar fór þruskið í blöðunum og ræskingar fólksins að mynda grípandi takt. Við þennan skemmtileg undirleik byrjaði einn mannanna að leika sér með dagblaðið sitt. Hann bjó til risastóran kjaft, sem öskraði ógurlega. Svo bjó hann til minni kjaft sem öskraði líka en ofar á tíðnisviðinu. Sífellt minnkaði kjafturinn og öskrið varð skrækara. Það var svo fyndið að fólk veltist um af hlátri. Stomp hefur verið lengi að, þau komu fyrst fram í London árið 1991. Tónlistin þeirra er eingöngu rytmísk, það er enginn söngur í henni og fáar laglínur. Tónarnir verða til með því að barið er á allt mögulegt, tunnur, hjólkoppa, gúmmíslöngur, kústsköft. Sýningin er að hluta til leikhús og dans, til dæmis byrjaði hún á því að maður nokkur gekk inn á sviðið og fór að sópa. Fljótlega bættust aðrir við og fóru að sópa með honum. Það myndaði kraftmikinn dans og takt, sem varð æ þéttari. Annað atriði, mun hljóðlátara var í niðamyrkri. Hópurinn lék sér að kveikjurum og logarnir urðu að allskonar mynstri sem var fallegt á að líta. Eitt það flottasta var þegar þau börðu eldhúsvaska hangandi á sér. Hvílíkar drunur! Svo var líka sérlega áhrifamikið þegar þau héngu á vegg sem var hlaðinn upp af tunnum og öðru járnadrasli, og börðu á það. Þar fyrir utan hentu þau boltum á milli sín, gúmmíslöngum, innkaupakerrum og prikum; allt var notað til að búa til rytma. Þetta var ótrúlegt sjónarspil. Ef finna má að einhverju, er það helst að sýningin nú var heldur keimlík sýningu hópsins hér í desember 2013. Báðar sýningarnar hófust á kústaatriðinu, kveikjararnir í myrkrinu voru þarna líka, sem og innkaupakerrurnar og flest annað. Það var samt gaman að horfa á þetta aftur, því er ekki að neita. En dagblaðasenan var alveg ný, og hún var kostuleg. Sennilega var hún það skemmtilegasta þarna um kvöldið.Niðurstaða: Glæsileg sýning með ótrúlega vel samhæfðum atriðum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. júní 2016.
Menning Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira