Skömminni skilað Símon Birgisson skrifar 8. október 2025 07:01 Það er leikhópurinn Stertabenda sem stendur fyrir uppsetningunni í Borgarleikhúsinu. Borgarleikhúsið Það beið mín ælupoki í sætinu á frumsýningunni á Skammarþríhyrningnum – nýjasta verki leikhóps sem kallar sig Stertabendu. Ælupokinn var í raun leikskrá sýningarinnar, sérhannaður til þess að geta tekið við skömminni – sá maður sig knúinn til að skila henni á miðri sýningu. Ég komst þó í gegnum verkið án þess að grípa til pokans enda sýningin ágætlega heppnuð þrátt fyrir einstaka vankanta. Skammarþríhyrningurinn – Borgarleikhúsið. Frumsýnt 4. október Höfundur: Leikhópurinn Stertabenda. Leikstjóri: Gréta Kristín Ómarsdóttir. Leikmynd og búningar: Eva Signý Berger. Ljósahönnun: Ólafur Ágúst Stefánsson. Tilraunakennt leikhús Skammarþríhyrningurinn er óhefðbundin leiksýning; tilraunaleikhús sem er ekki endilega sett upp með það markmið að draga að sem flesta áhorfendur, heldur liggur leikhópnum mikið á hjarta og hafa hér (með tilstuðlan styrkja og húsaskjóls Borgarleikhússins) fengið tækifæri til að tjá sig. Leikstjóri sýningarinnar er Gréta Kristín Ómarsdóttir. Hún sýndi það í stórsýningunni Ungfrú Ísland á síðasta leikvetri að hún hefur gott listrænt auga og ákveðið stílbragð. Gréta hefur leitað í smiðju þýska leikhússins, tilraunakenndra sviðslistahópa og heimildaleikhúss. Unnið er með þemu eins og framandgervingu sem rekja má til Berthold Brecht þar sem upplifun áhorfenda byggist meira á skynsemi á tilfinningum og svo eru skilin milli leikaranna og persónanna sem þeir leika rofin reglulega – til dæmis með því að segja manni hvar maður sé staddur og hvað klukkan er. Borgarleikhúsið Kaldhæðni og grín Grunnhugmynd sýningarinnar er sú að við séum stödd í fjarlægri (nálægri?) framtíð þar sem hinni svokölluðu „vók“-hreyfingu hefur verið útrýmt. Á sviðinu birtast safnverðir í nýju alræðisþjóðfélagi og rifja upp hið „dökka tímabil“ þar sem hugtök eins og inngilding og jafnrétti réðu ríkjum. Nú hafa minnisvarðar þessa tímabils verið lokaðir á safni og við áhorfendur erum leiddir í gegnum völundarhús vóksins í fylgd safnvarða sem eru þó ekki allir sem þeir eru séðir. Kaldhæðni og tvískinnungur ræður ríkjum og mörg atriðanna (sérstaklega fyrir hlé) voru nokkuð vel heppnuð. Gagnrýni á Gay Pride og Hinsegin daga var til dæmis áhugaverð – hvernig fyrirtæki og stofnanir misstu sig í dyggðarskreytingu og breyttu mannréttindahátíð í söluvöru. Laumulegar birtingarmyndir vóksins í túristabúðum (ég hafði aldrei tengt lunda við regnbogafánann) vöktu upp mikinn hlátur í salnum. En ein skemmtilegasta senan var þó sviðsetning á hefðbundinni íslenskri fjölskyldu þar sem gömul hjón ráða ekki við breytingar á tungumálinu þegar sonur þeirra mætir með kærustu (og undirgefinn kærasta) upp á arminn sem passar ekki inn í tvívíðan heim þeirra. Eftir hlé verður stemningin myrkari og maður skynjar að á bak við grínið og glensið er dauðans alvara. Einn af öðrum fella safnverðirnir grímuna og tilvísanir í þriðja ríkið þar sem minnihlutahópar voru drepnir með gasi sköpuðu áhrifaríka (en ögn klisjulega) lokamynd. Borgarleikhúsið Flottar frammistöður Í Stertabendu eru bæði reyndir leikarar og svo listamenn sem eru ekki leikhúsmenntaðir en hafa mikla útgeislun og orku á sviði. Reynsluboltinn Árni Pétur Guðjónsson er í kvengervi í fyrri hluta sýningarinnar sem mér fannst kallast skemmtilega á við hlutverk hans í leikritinu Móðurharðindin sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu 2015. Þá lék Kjartan bróðir hans konu sem var að hluta til byggð á móður þeirra bræðra. Hér urðu því rulluskipti og Árni Pétur var að einhverju leyti límið sem hélt sýningunni saman fyrir hlé. Bjarni Snæbjörnsson var skemmtilega ógnvekjandi í hlutverki kynnis og veislustjóra og Fannar Arnarsson átti svolítið sviðið í seinni hluta verksins þegar hann neitar að spila með og vill segja fólkinu í salnum sannleikann. Sindri Sparkle er þekkt úr uppistandsheiminum og átti sínar bestu senur þegar hán deildi því með áhorfendum að hán væri ekki leikari heldur grínisti – við mættum því hlæja að háni. Baráttukonan Embla Guðrúnar Ágústsdóttir sýndi manni að það er hægt að nota hjólastól á ýmsa vegu, hennar besta sena var lesbískur ástardúett með Kristrúnu Kolbrúnardóttur sem sýndi í verkinu að hún er með fallega söngrödd og mikla útgeislun. Borgarleikhúsið Vantaði fókus Eins og ég sagði fyrr í dómnum er það notað sem ákveðið stílbragð að segja áhorfendum reglulega hvað klukkan er. Eini gallinn við það var að maður varð svolítið meðvitaður um að sýningin er svolítið löng. Það hefði mátt skera meira niður – sem er stundum erfitt í samsköpunarsýningum eins og þessari þar sem hver leikari þarf að eiga sín augnablik. Sumar senur féllu flatar og maður átti erfitt með að átta sig á gríninu – eins og þegar sena úr leikritinu Fjallabaki, sem sýnt var í Borgarleikhúsinu á síðasta ári, var endurgerð – var það gagnrýni á leikritið eða leikaravalið (út af kynhneigð leikaranna)? Ég hefði líkað viljað sjá hópinn kafa aðeins dýpra í íslensku þjóðarsálina. Við montum okkur af umburðarlyndi en stöndum öðrum þjóðum langt að baki þegar kemur að frjálslyndi. Í orði eiga allir að fá að vera eins og þeir eru en á borði erum við enn samfélag keyrt áfram af skömm og tepruskap. Kallar sem kaupa vændi njóta ríkisábyrgðar meðan sá sem selur þjónustuna er handtekinn. Það voru klárlega tækifæri í þessari sýningu og margar sterkar vísanir, t.d. í drápið á Charlie Kirk þar sem leikararnir klæðast hvítum frelsisbolum. En gagnrýnin náði frekar til hugans en hjartans. Borgarleikhúsið Skammarþríhyrningurinn er sýning fyrir þá sem eru öðru hvoru megin í skotgröfum menningarstríðsins. Fyrir hinn almenna leikhúsáhorfanda (sem þessi heteró, nánast miðaldra hvíti gagnrýnandi, telur sig tilheyra) vantar kannski aðeins sterkari sögu, tengingu við persónur og aga í handritsgerð til að þessi djarfa leikhústilraun gangi upp. Niðurstaða Skammarþríhyrningurinn er sýning þar sem leikhópurinn stígur út fyrir þægindarammann. Eflaust valdeflandi fyrir hina ýmsa minnihlutahópa en líður fyrir það hversu flókin hún er og langdregin. Gagnrýni Símonar Birgissonar Borgarleikhúsið Leikhús Menning Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Skömminni skilað Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Tíska og hönnun Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Fleiri fréttir Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Skammarþríhyrningurinn – Borgarleikhúsið. Frumsýnt 4. október Höfundur: Leikhópurinn Stertabenda. Leikstjóri: Gréta Kristín Ómarsdóttir. Leikmynd og búningar: Eva Signý Berger. Ljósahönnun: Ólafur Ágúst Stefánsson. Tilraunakennt leikhús Skammarþríhyrningurinn er óhefðbundin leiksýning; tilraunaleikhús sem er ekki endilega sett upp með það markmið að draga að sem flesta áhorfendur, heldur liggur leikhópnum mikið á hjarta og hafa hér (með tilstuðlan styrkja og húsaskjóls Borgarleikhússins) fengið tækifæri til að tjá sig. Leikstjóri sýningarinnar er Gréta Kristín Ómarsdóttir. Hún sýndi það í stórsýningunni Ungfrú Ísland á síðasta leikvetri að hún hefur gott listrænt auga og ákveðið stílbragð. Gréta hefur leitað í smiðju þýska leikhússins, tilraunakenndra sviðslistahópa og heimildaleikhúss. Unnið er með þemu eins og framandgervingu sem rekja má til Berthold Brecht þar sem upplifun áhorfenda byggist meira á skynsemi á tilfinningum og svo eru skilin milli leikaranna og persónanna sem þeir leika rofin reglulega – til dæmis með því að segja manni hvar maður sé staddur og hvað klukkan er. Borgarleikhúsið Kaldhæðni og grín Grunnhugmynd sýningarinnar er sú að við séum stödd í fjarlægri (nálægri?) framtíð þar sem hinni svokölluðu „vók“-hreyfingu hefur verið útrýmt. Á sviðinu birtast safnverðir í nýju alræðisþjóðfélagi og rifja upp hið „dökka tímabil“ þar sem hugtök eins og inngilding og jafnrétti réðu ríkjum. Nú hafa minnisvarðar þessa tímabils verið lokaðir á safni og við áhorfendur erum leiddir í gegnum völundarhús vóksins í fylgd safnvarða sem eru þó ekki allir sem þeir eru séðir. Kaldhæðni og tvískinnungur ræður ríkjum og mörg atriðanna (sérstaklega fyrir hlé) voru nokkuð vel heppnuð. Gagnrýni á Gay Pride og Hinsegin daga var til dæmis áhugaverð – hvernig fyrirtæki og stofnanir misstu sig í dyggðarskreytingu og breyttu mannréttindahátíð í söluvöru. Laumulegar birtingarmyndir vóksins í túristabúðum (ég hafði aldrei tengt lunda við regnbogafánann) vöktu upp mikinn hlátur í salnum. En ein skemmtilegasta senan var þó sviðsetning á hefðbundinni íslenskri fjölskyldu þar sem gömul hjón ráða ekki við breytingar á tungumálinu þegar sonur þeirra mætir með kærustu (og undirgefinn kærasta) upp á arminn sem passar ekki inn í tvívíðan heim þeirra. Eftir hlé verður stemningin myrkari og maður skynjar að á bak við grínið og glensið er dauðans alvara. Einn af öðrum fella safnverðirnir grímuna og tilvísanir í þriðja ríkið þar sem minnihlutahópar voru drepnir með gasi sköpuðu áhrifaríka (en ögn klisjulega) lokamynd. Borgarleikhúsið Flottar frammistöður Í Stertabendu eru bæði reyndir leikarar og svo listamenn sem eru ekki leikhúsmenntaðir en hafa mikla útgeislun og orku á sviði. Reynsluboltinn Árni Pétur Guðjónsson er í kvengervi í fyrri hluta sýningarinnar sem mér fannst kallast skemmtilega á við hlutverk hans í leikritinu Móðurharðindin sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu 2015. Þá lék Kjartan bróðir hans konu sem var að hluta til byggð á móður þeirra bræðra. Hér urðu því rulluskipti og Árni Pétur var að einhverju leyti límið sem hélt sýningunni saman fyrir hlé. Bjarni Snæbjörnsson var skemmtilega ógnvekjandi í hlutverki kynnis og veislustjóra og Fannar Arnarsson átti svolítið sviðið í seinni hluta verksins þegar hann neitar að spila með og vill segja fólkinu í salnum sannleikann. Sindri Sparkle er þekkt úr uppistandsheiminum og átti sínar bestu senur þegar hán deildi því með áhorfendum að hán væri ekki leikari heldur grínisti – við mættum því hlæja að háni. Baráttukonan Embla Guðrúnar Ágústsdóttir sýndi manni að það er hægt að nota hjólastól á ýmsa vegu, hennar besta sena var lesbískur ástardúett með Kristrúnu Kolbrúnardóttur sem sýndi í verkinu að hún er með fallega söngrödd og mikla útgeislun. Borgarleikhúsið Vantaði fókus Eins og ég sagði fyrr í dómnum er það notað sem ákveðið stílbragð að segja áhorfendum reglulega hvað klukkan er. Eini gallinn við það var að maður varð svolítið meðvitaður um að sýningin er svolítið löng. Það hefði mátt skera meira niður – sem er stundum erfitt í samsköpunarsýningum eins og þessari þar sem hver leikari þarf að eiga sín augnablik. Sumar senur féllu flatar og maður átti erfitt með að átta sig á gríninu – eins og þegar sena úr leikritinu Fjallabaki, sem sýnt var í Borgarleikhúsinu á síðasta ári, var endurgerð – var það gagnrýni á leikritið eða leikaravalið (út af kynhneigð leikaranna)? Ég hefði líkað viljað sjá hópinn kafa aðeins dýpra í íslensku þjóðarsálina. Við montum okkur af umburðarlyndi en stöndum öðrum þjóðum langt að baki þegar kemur að frjálslyndi. Í orði eiga allir að fá að vera eins og þeir eru en á borði erum við enn samfélag keyrt áfram af skömm og tepruskap. Kallar sem kaupa vændi njóta ríkisábyrgðar meðan sá sem selur þjónustuna er handtekinn. Það voru klárlega tækifæri í þessari sýningu og margar sterkar vísanir, t.d. í drápið á Charlie Kirk þar sem leikararnir klæðast hvítum frelsisbolum. En gagnrýnin náði frekar til hugans en hjartans. Borgarleikhúsið Skammarþríhyrningurinn er sýning fyrir þá sem eru öðru hvoru megin í skotgröfum menningarstríðsins. Fyrir hinn almenna leikhúsáhorfanda (sem þessi heteró, nánast miðaldra hvíti gagnrýnandi, telur sig tilheyra) vantar kannski aðeins sterkari sögu, tengingu við persónur og aga í handritsgerð til að þessi djarfa leikhústilraun gangi upp. Niðurstaða Skammarþríhyrningurinn er sýning þar sem leikhópurinn stígur út fyrir þægindarammann. Eflaust valdeflandi fyrir hina ýmsa minnihlutahópa en líður fyrir það hversu flókin hún er og langdregin.
Gagnrýni Símonar Birgissonar Borgarleikhúsið Leikhús Menning Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Skömminni skilað Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Tíska og hönnun Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Fleiri fréttir Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira