Hannes gengur ekki í CR7 nærbuxum Jakob Bjarnar skrifar 15. júní 2016 15:04 Flestir vilja vera með í að atyrða Ronaldo og þar er Hannes Hólmsteinn engin undantekning á, en hann hefur sinn háttinn á því eins og öðru. Knattspyrnugoðið Ronaldo fær það óþvegið á Facebook hjá þjóðþekktum Íslendingum eftir ummæli sem hann lét falla um fögnuð Íslendinga vegna jafnteflis, það segði honum að Ísland myndi ekki gera mikið á þessu móti. Ekki ætti að fara mörgum orðum um hversu öfugt þetta fór ofan í þjóðina og reyndar heimsbyggðina alla. Þessa sögu þarf ekki að rekja enda er það svo að Ronaldo fær það óþvegið á samfélagsmiðlum. Á Facebook rignir yfir hann svívirðingum, allt frá fótboltabullum uppí virðulega fræðimenn sem erfitt hefði verið fyrirfram að ætla að myndu sleppa sér vegna fótboltaleiks og ummæla fótboltakappa. Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðiprófessor er alveg til í að atyrða Ronaldo, eins og allir hinir, en hann gerir það með sínum hætti: „Ég hef sem betur fer ekki átt neitt af þessu skrani, sem selt er undir merki Ronaldos.“ Þá vitum við það. Hannes Hólmsteinn gengur sem sagt ekki í CR7 nærbuxum, sem eru þær sem Ronaldo auglýsir. Til samanburðar má nefna að leikarinn og Bolvíkingurinn Pálmi Gestsson er öllu umbúðalausari: „Ronaldo er dauður fyrir mér.“Sigurður Svavarsson notar aðferðir skáldskaparins, sem löngum hafa þótt notadrjúgar, til að ná sér niðri á Ronaldo.Á Facebook ganga gusurnar yfir Ronaldo og og eru svívirðingarnar með ýmsu móti. Hver hefur sinn háttinn á.Splæst í limru Sigurður Svavarsson útgefandi er bókhneigður að vonum og honum þykir rétt að taka portúgalska galgopann niður með verkfærum skáldskaparins. Nefnilega með limrunni Portú-galinn Rögnvaldur. Svavar segir að Ronaldo sé væntanlega Rögnvaldur uppá íslensku. Og svo er splæst í eina limru:Magnast nú raunirnar Rögnvaldar. Reiðir fram skammirnar margfaldar. En það fær engu breytt, því hann gat ekki neitt, í slagnum við hetjurnar helkaldar.Glataður karakter og dónalegur eftir þvíSvo mörg eru þau orð. Fleiri dæmi: Jóhann G. Gunnarsson hjá umhverfisstofnun er ekki eins skáldlegur þegar hann segir: „Þvílíkur lúser... góður í fótbolta er sagt en kann ekki einfalda mannasiði...“Anna Björk vonar að Ronaldo hafi fengið orð í eyra frá þjálfaranum.Björn Ingi Hrafnsson fjölmiðlamógúll blandar sér í gleðina á Facebook og er á svipuðum slóðum og Hannes Hólmsteinn. Honum eru nærbuxurnar hugstæðar: „Ætli seljist mikið af Ronaldo-nærbuxum á Íslandi á næstunni?“ Anna Björk Birgisdóttir fyrrverandi útvarpsmaður hefur engar vöflur á, hún vonar að Ronaldo hafi verið settur í skammarkrókinn þar sem hann á heima: „Ég vona innilega að Ronaldo hafi fengið orð í eyra frá þjálfara liðsins. Þar sem hann er fyrirliði er þetta enn hallærislegri hegðun en ella. Og hrokagikkurinn leit ekki einu sinni í átt að stuðningsmönnum sínum þegar hann strunsaði útaf. Glataður karakter og ömurleg framkoma. Og hana nú!“Eigum að vera Ronaldo þakklátEn, svo eru það þeir sem vilja bera vopn á klæðin. Ein þeirra er Píratinn Erna Ýr Öldudóttir: Ronaldo er víst góður gæi sem gefur helminginn af öllu sem hann á til góðgerðarmála á meðan Messi geymir sitt á Tortólum skv. Panamaskjölunum. Ég ætla að fyrirgefa honum barnaskapinn í gær. Erum við ekki annars öll að berjast við egóið?“Erna Ýr bendir á að Messi sé aflandskonungur meðan Ronaldo gefur til góðgerðarmála.Rithöfundurinn Guðmundur Brynjólfsson er á svipuðu róli í skilaboðum til sinna Facebookvina: „Er ekki rétt að hætta að tala um Ronaldo? Það má vel vera að hann sé hrokafullur en sá hroki kemst ekki í hálfkvisti við minn hroka og mína skítmennsku og fæ ég þó að vera í friði. Að mestu.“ Og Sigursteinn Másson fjölmiðlamaður með meiru segir nóg komið: „Allt of mikið gert úr þessu klaufalega kommenti Christiano Ronaldo! Hann er að gera íslenska liðinu greiða með þessu og við ættum frekar að sýna karakter og þakka honum fyrir hvatninguna.“Hræsni og skinhelgiIllugi Jökulsson rithöfundur vekur hins vegar athygli á þætti málsins sem verður að teljast allrar athygli verður en fer ekki hátt. Enda um það að ræða að vera samkvæmur sjálfum sér, dyggð sem ekki hefur verið í hávegum höfð á Íslandi lengi. Þess má geta að Illugi hefur skrifað bækur um knattspyrnu, bæði um Messi sem og Ronaldo hinn illa þokkaða, þannig að hann veit nákvæmlega um hvað hann er að tala. „Cristiano Ronaldo hefur alltaf verið hrokagikkur. Hrokinn - hvort sem hann byggir á raunverulegu sjálfstrausti eða alls ekki - hefur ævinlega verið það sem helst knýr hann áfram. Hér á Íslandi hefur Ronaldo átt fjölda sauðtryggra aðdáenda þrátt fyrir þennan hroka, og ekki örgrannt um að mörgum hafi bara þótt belgingurinn í honum frekar töff og smart. Það er því óneitanlega soldið fyndið að sjá heilaga vandlætinguna sem grípur suma þegar alkunnur hroki Ronaldos beinist loks stundarkorn að okkur.“ Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Lífið Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Knattspyrnugoðið Ronaldo fær það óþvegið á Facebook hjá þjóðþekktum Íslendingum eftir ummæli sem hann lét falla um fögnuð Íslendinga vegna jafnteflis, það segði honum að Ísland myndi ekki gera mikið á þessu móti. Ekki ætti að fara mörgum orðum um hversu öfugt þetta fór ofan í þjóðina og reyndar heimsbyggðina alla. Þessa sögu þarf ekki að rekja enda er það svo að Ronaldo fær það óþvegið á samfélagsmiðlum. Á Facebook rignir yfir hann svívirðingum, allt frá fótboltabullum uppí virðulega fræðimenn sem erfitt hefði verið fyrirfram að ætla að myndu sleppa sér vegna fótboltaleiks og ummæla fótboltakappa. Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðiprófessor er alveg til í að atyrða Ronaldo, eins og allir hinir, en hann gerir það með sínum hætti: „Ég hef sem betur fer ekki átt neitt af þessu skrani, sem selt er undir merki Ronaldos.“ Þá vitum við það. Hannes Hólmsteinn gengur sem sagt ekki í CR7 nærbuxum, sem eru þær sem Ronaldo auglýsir. Til samanburðar má nefna að leikarinn og Bolvíkingurinn Pálmi Gestsson er öllu umbúðalausari: „Ronaldo er dauður fyrir mér.“Sigurður Svavarsson notar aðferðir skáldskaparins, sem löngum hafa þótt notadrjúgar, til að ná sér niðri á Ronaldo.Á Facebook ganga gusurnar yfir Ronaldo og og eru svívirðingarnar með ýmsu móti. Hver hefur sinn háttinn á.Splæst í limru Sigurður Svavarsson útgefandi er bókhneigður að vonum og honum þykir rétt að taka portúgalska galgopann niður með verkfærum skáldskaparins. Nefnilega með limrunni Portú-galinn Rögnvaldur. Svavar segir að Ronaldo sé væntanlega Rögnvaldur uppá íslensku. Og svo er splæst í eina limru:Magnast nú raunirnar Rögnvaldar. Reiðir fram skammirnar margfaldar. En það fær engu breytt, því hann gat ekki neitt, í slagnum við hetjurnar helkaldar.Glataður karakter og dónalegur eftir þvíSvo mörg eru þau orð. Fleiri dæmi: Jóhann G. Gunnarsson hjá umhverfisstofnun er ekki eins skáldlegur þegar hann segir: „Þvílíkur lúser... góður í fótbolta er sagt en kann ekki einfalda mannasiði...“Anna Björk vonar að Ronaldo hafi fengið orð í eyra frá þjálfaranum.Björn Ingi Hrafnsson fjölmiðlamógúll blandar sér í gleðina á Facebook og er á svipuðum slóðum og Hannes Hólmsteinn. Honum eru nærbuxurnar hugstæðar: „Ætli seljist mikið af Ronaldo-nærbuxum á Íslandi á næstunni?“ Anna Björk Birgisdóttir fyrrverandi útvarpsmaður hefur engar vöflur á, hún vonar að Ronaldo hafi verið settur í skammarkrókinn þar sem hann á heima: „Ég vona innilega að Ronaldo hafi fengið orð í eyra frá þjálfara liðsins. Þar sem hann er fyrirliði er þetta enn hallærislegri hegðun en ella. Og hrokagikkurinn leit ekki einu sinni í átt að stuðningsmönnum sínum þegar hann strunsaði útaf. Glataður karakter og ömurleg framkoma. Og hana nú!“Eigum að vera Ronaldo þakklátEn, svo eru það þeir sem vilja bera vopn á klæðin. Ein þeirra er Píratinn Erna Ýr Öldudóttir: Ronaldo er víst góður gæi sem gefur helminginn af öllu sem hann á til góðgerðarmála á meðan Messi geymir sitt á Tortólum skv. Panamaskjölunum. Ég ætla að fyrirgefa honum barnaskapinn í gær. Erum við ekki annars öll að berjast við egóið?“Erna Ýr bendir á að Messi sé aflandskonungur meðan Ronaldo gefur til góðgerðarmála.Rithöfundurinn Guðmundur Brynjólfsson er á svipuðu róli í skilaboðum til sinna Facebookvina: „Er ekki rétt að hætta að tala um Ronaldo? Það má vel vera að hann sé hrokafullur en sá hroki kemst ekki í hálfkvisti við minn hroka og mína skítmennsku og fæ ég þó að vera í friði. Að mestu.“ Og Sigursteinn Másson fjölmiðlamaður með meiru segir nóg komið: „Allt of mikið gert úr þessu klaufalega kommenti Christiano Ronaldo! Hann er að gera íslenska liðinu greiða með þessu og við ættum frekar að sýna karakter og þakka honum fyrir hvatninguna.“Hræsni og skinhelgiIllugi Jökulsson rithöfundur vekur hins vegar athygli á þætti málsins sem verður að teljast allrar athygli verður en fer ekki hátt. Enda um það að ræða að vera samkvæmur sjálfum sér, dyggð sem ekki hefur verið í hávegum höfð á Íslandi lengi. Þess má geta að Illugi hefur skrifað bækur um knattspyrnu, bæði um Messi sem og Ronaldo hinn illa þokkaða, þannig að hann veit nákvæmlega um hvað hann er að tala. „Cristiano Ronaldo hefur alltaf verið hrokagikkur. Hrokinn - hvort sem hann byggir á raunverulegu sjálfstrausti eða alls ekki - hefur ævinlega verið það sem helst knýr hann áfram. Hér á Íslandi hefur Ronaldo átt fjölda sauðtryggra aðdáenda þrátt fyrir þennan hroka, og ekki örgrannt um að mörgum hafi bara þótt belgingurinn í honum frekar töff og smart. Það er því óneitanlega soldið fyndið að sjá heilaga vandlætinguna sem grípur suma þegar alkunnur hroki Ronaldos beinist loks stundarkorn að okkur.“
Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Lífið Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“