Færasti úðteiknari heims kennir á Íslandi Birgir Örn Steinarsson skrifar 15. júní 2016 16:11 Tæknin er slík að þeir færustu geta gert myndir þar sem erfitt er að greina á milli hvort um ljósmynd eða málverk sé að ræða. Vísir/Dru Blair Á morgun hefur göngu sína skóli sem kennir áhugasömum þá stórkostlegu list að airbrusha (eða úð-teikna með vöntun á betra orði) en það er framandi listgrein sem má víst nýta við skreytingar á farartækjum og mannfólki í senn. „Airbrush er notað nánast í allt. Það er hægt að nota þetta í allt frá förðun upp í bílamálun,“ segir Ýrr Valkyrja Baldursdóttir sem sér um skólann hér á landi. „Við erum aðallega að kenna skreytingar á mótorhjól og bíla. Við erum að kenna nemendum að mála á álplötur frá grunni.“ Hingað til lands er kominn bandaríkjamaðurinn Dru Blair til þess að kenna en hann hefur nær fullkomnað þá list að teikna með slíkri aðferð. Myndir hans eru það raunverulegar að erfitt getur verið að greina á milli hvort um málverk eða ljósmynd sé að ræða.Þetta má sjá í meðfylgjandi myndbandi hér fyrir neðan.„Það er oft ómögulegt að sjá hvort er. Meira að segja þegar þú ferð nálægt myndunum sér maður hverja einustu svitaholu. Þetta er allt gert með nýjustu tækni og það tekur ekki tvö ár að gera svona myndir lengur eins og það gerði í gamla daga.“Ýrr Valkyrja stendur fyrir námskeiðinu hér á landi sem hefst á morgun.Vísir/einkasafnVenst eins og að tannbursta sigNotuð er lítil sprauta sem úðar málningunni á málminn. Henni er stýrt á svipaðan hátt og húðflúrarar nota nálina sína. Því er stýrt með takka hversu mikið loftflæði kemur úr sprautunni hverju sinni og hversu mikil málning sprautast út. „Þetta er pínu kúnst til þess að byrja með en svo þegar maður er búinn að venjast þessu er þetta eins og að tannbursta sig. Þegar þetta er komið inn í undirmeðvitundina þá verður þetta auðveldara. Aðal trixið er að halda loftflæði og hrista pinnann fram og til baka.“ Auk þess að vera myndlistamaður er Ýrr sjálf flúrari og segir þarna vera komið tækifæri fyrir flúrara landsins til þess að bæta sig í greininni. „Það hefur komið í ljós að færir airbrush-listamenn verða færari flúrarar. Það er út af því að byssurnar eru svipaðar. Við ýtum á petal þegar við erum að flúra en þarna ýtum við á takka. En hreyfingarnar eru mjög keimlíkt airbrush-inu. Ég fann það að þetta kenndi mér betur að flúra. Svo komst ég að því að margir af bestu flúrurum erlendis byrjuðu einmitt svona.“Þótt ótrúlegt megi virðast er hér ekki um ljósmynd að ræða heldur málverk eftir Dru Blair.Ekki nauðsynlegt að kunna að teiknaÝrr segir að það sé ekki nauðsynlegt að vera góður í því að teikna áður en maður lærir á airbrush-ið. „Þú þarft ekkert að kunna teikna. Fyrst lærir maður tækni sem styðst mikið við límbönd og annað. Þetta ferli er því líka góð leið til þess að læra að teikna.“ Skólinn hefst á morgun en um er að ræða fjögurra daga námskeið sem fram fer í húsakynnum Ýrr Valkyrja Art / Tattobike.Hér fyrir neðan má sjá myndband sem sýnir Dru Blair teikna mynd frá grunni. Lokaniðurstaðan er þannig að við fyrstu sýn er sem um ljósmynd sé að ræða. Mest lesið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Frægir fundu ástina 2025 Lífið 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Sjá meira
Á morgun hefur göngu sína skóli sem kennir áhugasömum þá stórkostlegu list að airbrusha (eða úð-teikna með vöntun á betra orði) en það er framandi listgrein sem má víst nýta við skreytingar á farartækjum og mannfólki í senn. „Airbrush er notað nánast í allt. Það er hægt að nota þetta í allt frá förðun upp í bílamálun,“ segir Ýrr Valkyrja Baldursdóttir sem sér um skólann hér á landi. „Við erum aðallega að kenna skreytingar á mótorhjól og bíla. Við erum að kenna nemendum að mála á álplötur frá grunni.“ Hingað til lands er kominn bandaríkjamaðurinn Dru Blair til þess að kenna en hann hefur nær fullkomnað þá list að teikna með slíkri aðferð. Myndir hans eru það raunverulegar að erfitt getur verið að greina á milli hvort um málverk eða ljósmynd sé að ræða.Þetta má sjá í meðfylgjandi myndbandi hér fyrir neðan.„Það er oft ómögulegt að sjá hvort er. Meira að segja þegar þú ferð nálægt myndunum sér maður hverja einustu svitaholu. Þetta er allt gert með nýjustu tækni og það tekur ekki tvö ár að gera svona myndir lengur eins og það gerði í gamla daga.“Ýrr Valkyrja stendur fyrir námskeiðinu hér á landi sem hefst á morgun.Vísir/einkasafnVenst eins og að tannbursta sigNotuð er lítil sprauta sem úðar málningunni á málminn. Henni er stýrt á svipaðan hátt og húðflúrarar nota nálina sína. Því er stýrt með takka hversu mikið loftflæði kemur úr sprautunni hverju sinni og hversu mikil málning sprautast út. „Þetta er pínu kúnst til þess að byrja með en svo þegar maður er búinn að venjast þessu er þetta eins og að tannbursta sig. Þegar þetta er komið inn í undirmeðvitundina þá verður þetta auðveldara. Aðal trixið er að halda loftflæði og hrista pinnann fram og til baka.“ Auk þess að vera myndlistamaður er Ýrr sjálf flúrari og segir þarna vera komið tækifæri fyrir flúrara landsins til þess að bæta sig í greininni. „Það hefur komið í ljós að færir airbrush-listamenn verða færari flúrarar. Það er út af því að byssurnar eru svipaðar. Við ýtum á petal þegar við erum að flúra en þarna ýtum við á takka. En hreyfingarnar eru mjög keimlíkt airbrush-inu. Ég fann það að þetta kenndi mér betur að flúra. Svo komst ég að því að margir af bestu flúrurum erlendis byrjuðu einmitt svona.“Þótt ótrúlegt megi virðast er hér ekki um ljósmynd að ræða heldur málverk eftir Dru Blair.Ekki nauðsynlegt að kunna að teiknaÝrr segir að það sé ekki nauðsynlegt að vera góður í því að teikna áður en maður lærir á airbrush-ið. „Þú þarft ekkert að kunna teikna. Fyrst lærir maður tækni sem styðst mikið við límbönd og annað. Þetta ferli er því líka góð leið til þess að læra að teikna.“ Skólinn hefst á morgun en um er að ræða fjögurra daga námskeið sem fram fer í húsakynnum Ýrr Valkyrja Art / Tattobike.Hér fyrir neðan má sjá myndband sem sýnir Dru Blair teikna mynd frá grunni. Lokaniðurstaðan er þannig að við fyrstu sýn er sem um ljósmynd sé að ræða.
Mest lesið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Frægir fundu ástina 2025 Lífið 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Sjá meira