Þægileg og töff barnaföt Lilja Björk Hauksdóttir skrifar 16. júní 2016 10:30 Töffaralegur bolur úr smiðju Charmtrolls. Hörpu Sif Eyjólfsdóttur, doktorsnema í lýðheilsufræði, og Rósu Björk Sigurgeirsdóttur, nema í mastersnámi í stjórnun við Stockholms University og starfsmanni hjá sprotafyrirtækinu Looklet, fannst þörf á fötum sem væru á góðu verði, en sömuleiðis úr endingargóðu efni þegar þær áttu von á barni. Þá fór Harpa að sauma fyrir væntanlegt krílið og í kjölfarið fyrir vini og ættingja. Fljótlega fór það að vinda töluvert upp á sig og við það varð Charmtrolls Design til fyrir um einu ári. „Okkar sýn er að öll föt séu fyrir öll börn óháð kyni og við markaðssetjum ekki stráka- eða stelpuföt, heldur einfaldlega barnaföt. Við saumum allt heima í stofu og seljum aðeins í gegnum heimasíðuna charmtrolls.tictail.com og höldum þannig verðinu viðráðanlegu fyrir foreldra ungra barna,“ útskýrir Harpa en hún sér um hönnun fatanna og saumaskap, en Rósa sinnir bókhaldi fyrirtækisins.Harpa Sif með dóttur sinni. Harpa hefur saumað frá því hún var barn og þegar dóttirin var væntanleg fór hún strax að sauma á hana.Þægindin í fyrirrúmi Harpa hefur saumað lengi, í raun síðan hún var barn, en þá saumaði hún með móður sinni. „Ég hef alltaf látið hugmyndaflugið ráða og ekki verið að binda mig við snið. Mörgum klukkustundum hefur verið eytt síðustu tvö árin við saumavélarnar en Rósa er að læra óðfluga.“ Þær segjast ekki pæla mikið í tísku og tískustraumum við hönnun barnafatanna heldur hanna þær og sauma það sem þeim finnst fallegt hverju sinni. „Þægindi eru í algjöru fyrirrúmi, það eru börn sem klæðast fötunum og þau þurfa að geta hreyft sig hindrunarlaust. Þá handveljum við öll efni og reynum að nota aðeins lífræn efni sem hafa fengið gæðastimpil (OEKO-TEX) á öllum stigum í framleiðslunni,“ segir Harpa.Markmið með hönnun Hörpu og Rósu er að fötin séu þægileg og að börnin geti hreyft sig hindrunarlaust í þeim.Rósa bætir við að barnið þeirra sé vítamínsprauta fyrirtækisins og haldi þeim á tánum. „Barnið okkar er okkar stærsti innblástur, hún er mjög sterkur og svalur karakter og fötin bera þess merki líka en þau eru frekar töff og kúl að okkar mati. Barnið er mikill orkubolti og þá verður enn þá mikilvægara að fötin séu endingargóð og þægileg,“ segir hún og brosir.Rósa Björk og Katla Margrét, dóttir hennar og Hörpu, í leggings, með hringtrefil og húfu frá Charmtrolls Design.Draumurinn að flytja heim Harpa segir erfitt að segja til um hver sé eftirlætisflíkin af þeim sem hún hefur hannað. „Bæði stuttermabolurinn sem við gerðum fyrir sumarið og klofsíðu harem-buxurnar eru í miklu uppáhaldi. Stuttermabolurinn er síðari að aftan, með upprúlluðum ermum og ófrágengnum endum – rokkaralegur og flottur. Harembuxurnar eru með skemmtilegum vasa að framan og ótrúlega þægilegar fyrir börnin.“ Spurðar út í nafnið á hönnuninni segja þær það hafa verið í raun algjöra tilviljun hvernig það kom til. „Við rákumst á mynd þar sem undir stóð á sænsku „lilla charmtrollen“. Við höfðum þá verið að reyna að finna nafn sem gæfi til kynna að um barnamerki væri að ræða og þetta passaði fullkomlega.“ Fjölskyldan býr í Stokkhólmi þar sem þær Harpa og Rósa hafa búið síðastliðin fimm ár. „Okkur líður rosalega vel í Svíþjóð og erum ekkert á leiðinni heim næstu fimm árin eða svo. Draumurinn er þó að flytja heim til Íslands á endanum.“ Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Lífið Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Hörpu Sif Eyjólfsdóttur, doktorsnema í lýðheilsufræði, og Rósu Björk Sigurgeirsdóttur, nema í mastersnámi í stjórnun við Stockholms University og starfsmanni hjá sprotafyrirtækinu Looklet, fannst þörf á fötum sem væru á góðu verði, en sömuleiðis úr endingargóðu efni þegar þær áttu von á barni. Þá fór Harpa að sauma fyrir væntanlegt krílið og í kjölfarið fyrir vini og ættingja. Fljótlega fór það að vinda töluvert upp á sig og við það varð Charmtrolls Design til fyrir um einu ári. „Okkar sýn er að öll föt séu fyrir öll börn óháð kyni og við markaðssetjum ekki stráka- eða stelpuföt, heldur einfaldlega barnaföt. Við saumum allt heima í stofu og seljum aðeins í gegnum heimasíðuna charmtrolls.tictail.com og höldum þannig verðinu viðráðanlegu fyrir foreldra ungra barna,“ útskýrir Harpa en hún sér um hönnun fatanna og saumaskap, en Rósa sinnir bókhaldi fyrirtækisins.Harpa Sif með dóttur sinni. Harpa hefur saumað frá því hún var barn og þegar dóttirin var væntanleg fór hún strax að sauma á hana.Þægindin í fyrirrúmi Harpa hefur saumað lengi, í raun síðan hún var barn, en þá saumaði hún með móður sinni. „Ég hef alltaf látið hugmyndaflugið ráða og ekki verið að binda mig við snið. Mörgum klukkustundum hefur verið eytt síðustu tvö árin við saumavélarnar en Rósa er að læra óðfluga.“ Þær segjast ekki pæla mikið í tísku og tískustraumum við hönnun barnafatanna heldur hanna þær og sauma það sem þeim finnst fallegt hverju sinni. „Þægindi eru í algjöru fyrirrúmi, það eru börn sem klæðast fötunum og þau þurfa að geta hreyft sig hindrunarlaust. Þá handveljum við öll efni og reynum að nota aðeins lífræn efni sem hafa fengið gæðastimpil (OEKO-TEX) á öllum stigum í framleiðslunni,“ segir Harpa.Markmið með hönnun Hörpu og Rósu er að fötin séu þægileg og að börnin geti hreyft sig hindrunarlaust í þeim.Rósa bætir við að barnið þeirra sé vítamínsprauta fyrirtækisins og haldi þeim á tánum. „Barnið okkar er okkar stærsti innblástur, hún er mjög sterkur og svalur karakter og fötin bera þess merki líka en þau eru frekar töff og kúl að okkar mati. Barnið er mikill orkubolti og þá verður enn þá mikilvægara að fötin séu endingargóð og þægileg,“ segir hún og brosir.Rósa Björk og Katla Margrét, dóttir hennar og Hörpu, í leggings, með hringtrefil og húfu frá Charmtrolls Design.Draumurinn að flytja heim Harpa segir erfitt að segja til um hver sé eftirlætisflíkin af þeim sem hún hefur hannað. „Bæði stuttermabolurinn sem við gerðum fyrir sumarið og klofsíðu harem-buxurnar eru í miklu uppáhaldi. Stuttermabolurinn er síðari að aftan, með upprúlluðum ermum og ófrágengnum endum – rokkaralegur og flottur. Harembuxurnar eru með skemmtilegum vasa að framan og ótrúlega þægilegar fyrir börnin.“ Spurðar út í nafnið á hönnuninni segja þær það hafa verið í raun algjöra tilviljun hvernig það kom til. „Við rákumst á mynd þar sem undir stóð á sænsku „lilla charmtrollen“. Við höfðum þá verið að reyna að finna nafn sem gæfi til kynna að um barnamerki væri að ræða og þetta passaði fullkomlega.“ Fjölskyldan býr í Stokkhólmi þar sem þær Harpa og Rósa hafa búið síðastliðin fimm ár. „Okkur líður rosalega vel í Svíþjóð og erum ekkert á leiðinni heim næstu fimm árin eða svo. Draumurinn er þó að flytja heim til Íslands á endanum.“
Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Lífið Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“