Algjör B-manneskja 18. júní 2016 00:01 Haukur Heiðar Hauksson læknir og tónlistarmaður ætlar ekki að missa af landsleiknum í dag. Hann fer svo á tónleika á Secret Solstice í kvöld. Fréttablaðið/Hanna Þessi annasama helgi hjá Hauki Heiðari hófst á fimmtudagskvöld þegar Dikta spilaði á Secret Solstice hátíðinni. Í gær sá hann Radiohead spila og í kvöld ætlar hann ekki að missa af Deftones. „Já, það er mikið að gerast þessa helgi eins og vanalega. Ég verð líka að syngja í tveimur brúðkaupum og missi að sjálfsögðu ekki af leik Íslands og Ungverjalands í dag. Svo þarf ég að klára að ganga frá tveimur barnabókum fyrir bókafyrirtækið okkar, Rósakot.“ Haukur Heiðar leyfir lesendum hér að heyra hvernig dæmigerð helgi er hjá honum. Hver er óskamorgunmaturinn um helgar? Það er fátt betra en að fara í góðan brunch á Geysi með konu og börnum og fá sér einn cappuccino með þó maður geri það mun sjaldnar en maður vildi. Hver er yfirleitt helgarmorgunmaturinn? Ég fæ mér nú vanalega bara hafragraut með krökkunum eða brauð með osti. Þegar þú ferð út að skemmta þér hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Ég get ekki sagt að ég eigi mér neinn uppáhalds skemmtistað. Best finnst mér bara að vera í góðra vina hópi, sama svo sem hvar eða hvenær það er.Sefur þú út um helgar? Ég vakna nú oftast með börnunum og leyfi konunni minni að sofa út. True story. Það kemur sárasjaldan fyrir að ég sofi út. Uppáhalds helgarmaturinn? Grillaðar nautalundir og gott rauðvín með. Hvar er best að borða hann? Heima í góðra vina hópi. Vakir þú frameftir? Já, ég verð nú því miður að viðurkenna að ég vaki alltof oft frameftir að klára verkefni dagsins eða æfa mig fyrir næsta dag. Er og hef alltaf verið algjör B manneskja en samt ekki, því ég sef aldrei út. En þegar mikið er að gera, þá þarf maður einhvers staðar að finna tíma og því miður er það oft svefninn sem fær að gjalda fyrir það. Ef þú ferð út að dansa hvert ferðu þá? Eins og þeir sem þekkja mig vita, þá er dans ekki mín sterkasta hlið. Ég er betri í öðru. Ætli ég dansi ekki bara helst á hljómsveitaræfingum? Hvernig er draumahelgin? Að vera í fríi frá vöktum og með ekkert planað. Endalaust af fótboltaleikjum í gangi, Liverpool, FH og Ísland eru að keppa. Og vinna öll að sjálfsögðu. Ef þú ert næturhrafn færðu þér eitthvað í gogginn á kvöldin? Nei, yfirleitt læt ég það nú vera að borða á kvöldin. Það væri þá helst svartur kaffibolli. Ertu með nammidag? Hvaða nammi færðu þér? Börnin halda mikið upp á laugardaga og stundum leyfir maður sér eitthvað þá líka. Þessa dagana reyni ég samt að halda mig frá slíku. En súkkulaði er óþolandi gott. Hvar er best að eyða laugardagseftirmiðdegi? Á laugardagseftirmiðdegi er ekkert betra en að vera heima í rólegheitunum. Með hverjum er best að hanga um helgar? Konunni minni. Hvað verður í sunnudagskaffinu? Ef ég svara pönnukökur með rjóma og sultu og það kemur í blaðinu, verður það þá ekki örugglega að veruleika? Hvað er annars að frétta? Á mánudagsmorgun neglum við Diktu menn út á flugvöll og fljúgum til Noregs að spila þar á tónlistarhátíð. Og svo heldur sumarið áfram, helgi eftir helgi eftir helgi. ÁFRAM ÍSLAND! Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Lífið Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Þessi annasama helgi hjá Hauki Heiðari hófst á fimmtudagskvöld þegar Dikta spilaði á Secret Solstice hátíðinni. Í gær sá hann Radiohead spila og í kvöld ætlar hann ekki að missa af Deftones. „Já, það er mikið að gerast þessa helgi eins og vanalega. Ég verð líka að syngja í tveimur brúðkaupum og missi að sjálfsögðu ekki af leik Íslands og Ungverjalands í dag. Svo þarf ég að klára að ganga frá tveimur barnabókum fyrir bókafyrirtækið okkar, Rósakot.“ Haukur Heiðar leyfir lesendum hér að heyra hvernig dæmigerð helgi er hjá honum. Hver er óskamorgunmaturinn um helgar? Það er fátt betra en að fara í góðan brunch á Geysi með konu og börnum og fá sér einn cappuccino með þó maður geri það mun sjaldnar en maður vildi. Hver er yfirleitt helgarmorgunmaturinn? Ég fæ mér nú vanalega bara hafragraut með krökkunum eða brauð með osti. Þegar þú ferð út að skemmta þér hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Ég get ekki sagt að ég eigi mér neinn uppáhalds skemmtistað. Best finnst mér bara að vera í góðra vina hópi, sama svo sem hvar eða hvenær það er.Sefur þú út um helgar? Ég vakna nú oftast með börnunum og leyfi konunni minni að sofa út. True story. Það kemur sárasjaldan fyrir að ég sofi út. Uppáhalds helgarmaturinn? Grillaðar nautalundir og gott rauðvín með. Hvar er best að borða hann? Heima í góðra vina hópi. Vakir þú frameftir? Já, ég verð nú því miður að viðurkenna að ég vaki alltof oft frameftir að klára verkefni dagsins eða æfa mig fyrir næsta dag. Er og hef alltaf verið algjör B manneskja en samt ekki, því ég sef aldrei út. En þegar mikið er að gera, þá þarf maður einhvers staðar að finna tíma og því miður er það oft svefninn sem fær að gjalda fyrir það. Ef þú ferð út að dansa hvert ferðu þá? Eins og þeir sem þekkja mig vita, þá er dans ekki mín sterkasta hlið. Ég er betri í öðru. Ætli ég dansi ekki bara helst á hljómsveitaræfingum? Hvernig er draumahelgin? Að vera í fríi frá vöktum og með ekkert planað. Endalaust af fótboltaleikjum í gangi, Liverpool, FH og Ísland eru að keppa. Og vinna öll að sjálfsögðu. Ef þú ert næturhrafn færðu þér eitthvað í gogginn á kvöldin? Nei, yfirleitt læt ég það nú vera að borða á kvöldin. Það væri þá helst svartur kaffibolli. Ertu með nammidag? Hvaða nammi færðu þér? Börnin halda mikið upp á laugardaga og stundum leyfir maður sér eitthvað þá líka. Þessa dagana reyni ég samt að halda mig frá slíku. En súkkulaði er óþolandi gott. Hvar er best að eyða laugardagseftirmiðdegi? Á laugardagseftirmiðdegi er ekkert betra en að vera heima í rólegheitunum. Með hverjum er best að hanga um helgar? Konunni minni. Hvað verður í sunnudagskaffinu? Ef ég svara pönnukökur með rjóma og sultu og það kemur í blaðinu, verður það þá ekki örugglega að veruleika? Hvað er annars að frétta? Á mánudagsmorgun neglum við Diktu menn út á flugvöll og fljúgum til Noregs að spila þar á tónlistarhátíð. Og svo heldur sumarið áfram, helgi eftir helgi eftir helgi. ÁFRAM ÍSLAND!
Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Lífið Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“