Vildu að þær hefðu tileinkað sér sjálfsást töluvert fyrr Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 20. júní 2016 14:00 Kristín Björk, Elísabet Hanna og Kristín Dóra tala fyrir sjálfsást og vilja að fólk hætti að hugsa um sjálft sig á neikvæðan hátt. Mynd/Eyþór Í sumar munu þær Kristín Dóra Ólafsdóttir, Kristín Björk Smáradóttir og Elísabet Hanna Maríudóttir breiða út sjálfsástarboðskap til ungs fólks og þeirra sem þurfa á því að halda á vegum Skapandi Sumarstarfa í Garðabæ. Verkefnið kalla þær Málglaðar en þær hafa tileinkað sér sjálfást sem þær segja að það sé eitthvað sem þær vildu hafa lært töluvert fyrr. „Við vorum orðnar þreyttar á neikvæðri umræðu um líkama fólks og almennt neikvætt viðhorf til einstaklingsins. Við vildum hvetja til sjálfsástar en við lærðum það þegar við fullorðnuðumst aðeins hvað það er gott að elska sjálfa sig og við vildum miðla þessari sjálfsást áfram.“ Kristín Dóra byrjaði að tileinka sér sjálfsást fyrir fáeinum árum. „Ég byrjaði að æfa mig í að elska sjálfa mig og ég held að vinkonur mínar hafi byrjað að taka eftir því þegar ég gerði það. Það getur verið svo ómeðvitað hvað maður hugsar neikvætt um sig sjálfan, líklega afþví maður segir það aldrei upphátt. Maður þarf að læra að þekkja tilfinningar sínar og hvernig maður kemur fram við sjálfan sig.“ Stelpurnar koma úr ólíkum áttum og eru með ólík áhugamál. Þær ætla að miðla skilaboðunum áfram á meðal annars myndrænan hátt, með ljóðum, sjálfsástarbás og hlaðvörpum. „Við ætlum að vera með hlaðvarp aðra hverja viku í sumar en þau verða með sérstök þemu. Núna erum við að vinna í að gera þátt um líkamann. Svo ætlum við að fjalla um karlmennsku og kvenleika og að lokum sjálfsást. “ Markhópurinn fyrir Málglaðar og sjálfsástarboðskapinn sem þær breiða út er aðallega yngra fólk en allir hafa þó gott af því að hugsa fallega um sjálfan sig. „Við vildum að við hefðum vitað þetta fyrr og þess vegna ætlum við að einblína meira á yngri kynslóðina. Svo verðum við líka að fjalla um mál og hópa sem standa okkur næst og gera það aðgengilegt fyrir alla.“ Sjálfást snýst um að hugsa fallega til sín og hætta að brjóta sig niður. Fólk á að hugsa til sín eins og það hugsar til besta vinar síns. „Mundir þú einhvern tímann segja við vin þinn það sem þú hugsar um sjálfan þig. Við munum biðja fólk um að spurja sig spurninga eins og til dæmis af hverju elskar þú þig. Fólk hefur gott af því að hugsa um þetta því svarið kemur ekki alltaf upp strax. Það verður líka gaman fyrir okkur að sjá hvað fólki finnst mikilvægast frá ólíkum hópum. Við erum ungar hvítar konur með svipaðan bakgrunn og við viljum heyra í fleira fólki.“ Hægt verður að fylgjast með Málglöðum á Facebook, Instagram og Tumblr þar sem þær munu birta greinar og hlaðvörpin í allt sumar. Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Sjá meira
Í sumar munu þær Kristín Dóra Ólafsdóttir, Kristín Björk Smáradóttir og Elísabet Hanna Maríudóttir breiða út sjálfsástarboðskap til ungs fólks og þeirra sem þurfa á því að halda á vegum Skapandi Sumarstarfa í Garðabæ. Verkefnið kalla þær Málglaðar en þær hafa tileinkað sér sjálfást sem þær segja að það sé eitthvað sem þær vildu hafa lært töluvert fyrr. „Við vorum orðnar þreyttar á neikvæðri umræðu um líkama fólks og almennt neikvætt viðhorf til einstaklingsins. Við vildum hvetja til sjálfsástar en við lærðum það þegar við fullorðnuðumst aðeins hvað það er gott að elska sjálfa sig og við vildum miðla þessari sjálfsást áfram.“ Kristín Dóra byrjaði að tileinka sér sjálfsást fyrir fáeinum árum. „Ég byrjaði að æfa mig í að elska sjálfa mig og ég held að vinkonur mínar hafi byrjað að taka eftir því þegar ég gerði það. Það getur verið svo ómeðvitað hvað maður hugsar neikvætt um sig sjálfan, líklega afþví maður segir það aldrei upphátt. Maður þarf að læra að þekkja tilfinningar sínar og hvernig maður kemur fram við sjálfan sig.“ Stelpurnar koma úr ólíkum áttum og eru með ólík áhugamál. Þær ætla að miðla skilaboðunum áfram á meðal annars myndrænan hátt, með ljóðum, sjálfsástarbás og hlaðvörpum. „Við ætlum að vera með hlaðvarp aðra hverja viku í sumar en þau verða með sérstök þemu. Núna erum við að vinna í að gera þátt um líkamann. Svo ætlum við að fjalla um karlmennsku og kvenleika og að lokum sjálfsást. “ Markhópurinn fyrir Málglaðar og sjálfsástarboðskapinn sem þær breiða út er aðallega yngra fólk en allir hafa þó gott af því að hugsa fallega um sjálfan sig. „Við vildum að við hefðum vitað þetta fyrr og þess vegna ætlum við að einblína meira á yngri kynslóðina. Svo verðum við líka að fjalla um mál og hópa sem standa okkur næst og gera það aðgengilegt fyrir alla.“ Sjálfást snýst um að hugsa fallega til sín og hætta að brjóta sig niður. Fólk á að hugsa til sín eins og það hugsar til besta vinar síns. „Mundir þú einhvern tímann segja við vin þinn það sem þú hugsar um sjálfan þig. Við munum biðja fólk um að spurja sig spurninga eins og til dæmis af hverju elskar þú þig. Fólk hefur gott af því að hugsa um þetta því svarið kemur ekki alltaf upp strax. Það verður líka gaman fyrir okkur að sjá hvað fólki finnst mikilvægast frá ólíkum hópum. Við erum ungar hvítar konur með svipaðan bakgrunn og við viljum heyra í fleira fólki.“ Hægt verður að fylgjast með Málglöðum á Facebook, Instagram og Tumblr þar sem þær munu birta greinar og hlaðvörpin í allt sumar.
Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Sjá meira