Vildu að þær hefðu tileinkað sér sjálfsást töluvert fyrr Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 20. júní 2016 14:00 Kristín Björk, Elísabet Hanna og Kristín Dóra tala fyrir sjálfsást og vilja að fólk hætti að hugsa um sjálft sig á neikvæðan hátt. Mynd/Eyþór Í sumar munu þær Kristín Dóra Ólafsdóttir, Kristín Björk Smáradóttir og Elísabet Hanna Maríudóttir breiða út sjálfsástarboðskap til ungs fólks og þeirra sem þurfa á því að halda á vegum Skapandi Sumarstarfa í Garðabæ. Verkefnið kalla þær Málglaðar en þær hafa tileinkað sér sjálfást sem þær segja að það sé eitthvað sem þær vildu hafa lært töluvert fyrr. „Við vorum orðnar þreyttar á neikvæðri umræðu um líkama fólks og almennt neikvætt viðhorf til einstaklingsins. Við vildum hvetja til sjálfsástar en við lærðum það þegar við fullorðnuðumst aðeins hvað það er gott að elska sjálfa sig og við vildum miðla þessari sjálfsást áfram.“ Kristín Dóra byrjaði að tileinka sér sjálfsást fyrir fáeinum árum. „Ég byrjaði að æfa mig í að elska sjálfa mig og ég held að vinkonur mínar hafi byrjað að taka eftir því þegar ég gerði það. Það getur verið svo ómeðvitað hvað maður hugsar neikvætt um sig sjálfan, líklega afþví maður segir það aldrei upphátt. Maður þarf að læra að þekkja tilfinningar sínar og hvernig maður kemur fram við sjálfan sig.“ Stelpurnar koma úr ólíkum áttum og eru með ólík áhugamál. Þær ætla að miðla skilaboðunum áfram á meðal annars myndrænan hátt, með ljóðum, sjálfsástarbás og hlaðvörpum. „Við ætlum að vera með hlaðvarp aðra hverja viku í sumar en þau verða með sérstök þemu. Núna erum við að vinna í að gera þátt um líkamann. Svo ætlum við að fjalla um karlmennsku og kvenleika og að lokum sjálfsást. “ Markhópurinn fyrir Málglaðar og sjálfsástarboðskapinn sem þær breiða út er aðallega yngra fólk en allir hafa þó gott af því að hugsa fallega um sjálfan sig. „Við vildum að við hefðum vitað þetta fyrr og þess vegna ætlum við að einblína meira á yngri kynslóðina. Svo verðum við líka að fjalla um mál og hópa sem standa okkur næst og gera það aðgengilegt fyrir alla.“ Sjálfást snýst um að hugsa fallega til sín og hætta að brjóta sig niður. Fólk á að hugsa til sín eins og það hugsar til besta vinar síns. „Mundir þú einhvern tímann segja við vin þinn það sem þú hugsar um sjálfan þig. Við munum biðja fólk um að spurja sig spurninga eins og til dæmis af hverju elskar þú þig. Fólk hefur gott af því að hugsa um þetta því svarið kemur ekki alltaf upp strax. Það verður líka gaman fyrir okkur að sjá hvað fólki finnst mikilvægast frá ólíkum hópum. Við erum ungar hvítar konur með svipaðan bakgrunn og við viljum heyra í fleira fólki.“ Hægt verður að fylgjast með Málglöðum á Facebook, Instagram og Tumblr þar sem þær munu birta greinar og hlaðvörpin í allt sumar. Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Lífið Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Í sumar munu þær Kristín Dóra Ólafsdóttir, Kristín Björk Smáradóttir og Elísabet Hanna Maríudóttir breiða út sjálfsástarboðskap til ungs fólks og þeirra sem þurfa á því að halda á vegum Skapandi Sumarstarfa í Garðabæ. Verkefnið kalla þær Málglaðar en þær hafa tileinkað sér sjálfást sem þær segja að það sé eitthvað sem þær vildu hafa lært töluvert fyrr. „Við vorum orðnar þreyttar á neikvæðri umræðu um líkama fólks og almennt neikvætt viðhorf til einstaklingsins. Við vildum hvetja til sjálfsástar en við lærðum það þegar við fullorðnuðumst aðeins hvað það er gott að elska sjálfa sig og við vildum miðla þessari sjálfsást áfram.“ Kristín Dóra byrjaði að tileinka sér sjálfsást fyrir fáeinum árum. „Ég byrjaði að æfa mig í að elska sjálfa mig og ég held að vinkonur mínar hafi byrjað að taka eftir því þegar ég gerði það. Það getur verið svo ómeðvitað hvað maður hugsar neikvætt um sig sjálfan, líklega afþví maður segir það aldrei upphátt. Maður þarf að læra að þekkja tilfinningar sínar og hvernig maður kemur fram við sjálfan sig.“ Stelpurnar koma úr ólíkum áttum og eru með ólík áhugamál. Þær ætla að miðla skilaboðunum áfram á meðal annars myndrænan hátt, með ljóðum, sjálfsástarbás og hlaðvörpum. „Við ætlum að vera með hlaðvarp aðra hverja viku í sumar en þau verða með sérstök þemu. Núna erum við að vinna í að gera þátt um líkamann. Svo ætlum við að fjalla um karlmennsku og kvenleika og að lokum sjálfsást. “ Markhópurinn fyrir Málglaðar og sjálfsástarboðskapinn sem þær breiða út er aðallega yngra fólk en allir hafa þó gott af því að hugsa fallega um sjálfan sig. „Við vildum að við hefðum vitað þetta fyrr og þess vegna ætlum við að einblína meira á yngri kynslóðina. Svo verðum við líka að fjalla um mál og hópa sem standa okkur næst og gera það aðgengilegt fyrir alla.“ Sjálfást snýst um að hugsa fallega til sín og hætta að brjóta sig niður. Fólk á að hugsa til sín eins og það hugsar til besta vinar síns. „Mundir þú einhvern tímann segja við vin þinn það sem þú hugsar um sjálfan þig. Við munum biðja fólk um að spurja sig spurninga eins og til dæmis af hverju elskar þú þig. Fólk hefur gott af því að hugsa um þetta því svarið kemur ekki alltaf upp strax. Það verður líka gaman fyrir okkur að sjá hvað fólki finnst mikilvægast frá ólíkum hópum. Við erum ungar hvítar konur með svipaðan bakgrunn og við viljum heyra í fleira fólki.“ Hægt verður að fylgjast með Málglöðum á Facebook, Instagram og Tumblr þar sem þær munu birta greinar og hlaðvörpin í allt sumar.
Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Lífið Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“