Ná ekki endum saman! Björgvin Guðmundsson skrifar 1. júní 2016 07:00 Ellilífeyrisþegi kom að máli við mig og sagðist eiga erfitt með að láta enda ná saman.Hann hefur tæpar 100 þúsund krónur úr lífeyrissjóði á mánuði en vegna skerðingar á lífeyri almannatrygginga og skattlagningar fær hann ekki nema 219 þúsund á mánuði samanlagt frá TR og lífeyrissjóðnum eftir skatt. Hann er einhleypur. Eldri borgarinn á gamlan bíl. Hann getur lítið hreyft bílinn; á ekki fyrir bensíni. Hann þarf að láta ganga fyrir að kaupa nauðsynleg lyf og fara til læknis, þegar þörf krefur. Stundum verður hann að neita sér um læknisaðstoð eða sleppa því að leysa út lyfin. Þetta er dæmigert ástand fyrir hóp aldraðra og öryrkja, sem hefur lítinn eða engan lífeyrissjóð. Þetta er að sjálfsögðu mannréttindabrot og gengur gegn 76. grein stjórnarskrárinnar. Félag eldri borgara hefur sagt frá þessu ástandi um nokkurra ára skeið. En það hreyfir ekki við ráðamönnum. Þeir aðhafast ekkert. Þeir virðast kæra sig kollótta um það þó ekki sé unnt að framfleyta sér af þeim lága lífeyri, sem almannatryggingar skammta öldruðum og öryrkjum. Ráðherrarnir guma bara af góðri stöðu þjóðarbúsins og góðum hag ríkissjóðs! Einstaka sinnum láta þeir vinsamleg orð falla um að þeir muni athuga málin. En lengra komast þeir ekki. Það þarf að gera tvennt til þess að breyta þessu ástandi: 1) Það þarf að afnema tekjutengingar eins og fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson , lofaði 2013, fyrir kosningar að gera, ef hann kæmist til valda. 2) Það þarf að stórhækka lífeyri þeirra, sem aðeins hafa tekjur frá almannatryggingum. Samkvæmt tillögum um breytingar á almannatryggingum, sem liggja fyrir, hækkar lífeyrir ekki um eina krónu hjá framangreindum hópi. Samt liggur það fyrir að upphæð lífeyris dugar ekki til framfærslu. Þá er það furðulegt, að samkvæmt nýju tillögunum fellur grunnlífeyrir niður hjá nokkrum þúsundum eldri borgara. Eldri borgurum tókst að knýja það fram að grunnlífeyrir yrði endurreistur en það stendur ekki lengi, aðeins til áramóta. Lífeyrisgreiðslur eiga aftur að skerða grunnlífeyri. Hvað er til ráða? Ráðherrar hlusta ekki á eldri borgara og öryrkja, a.m.k. taka þeir ekkert tillit til óska þeirra um kjarabætur. Nú eru kosningar í nánd. Ef til vill hlusta ráðamenn betur af þeim sökum. Næstu mánuðir munu skera úr um það hvort ráðamenn veiti öldruðum og öryrkjum nægar kjarabætur eða hvort grípa verði til nýrra ráða til þess að knýja fram þær kjarabætur sem dugi.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Ellilífeyrisþegi kom að máli við mig og sagðist eiga erfitt með að láta enda ná saman.Hann hefur tæpar 100 þúsund krónur úr lífeyrissjóði á mánuði en vegna skerðingar á lífeyri almannatrygginga og skattlagningar fær hann ekki nema 219 þúsund á mánuði samanlagt frá TR og lífeyrissjóðnum eftir skatt. Hann er einhleypur. Eldri borgarinn á gamlan bíl. Hann getur lítið hreyft bílinn; á ekki fyrir bensíni. Hann þarf að láta ganga fyrir að kaupa nauðsynleg lyf og fara til læknis, þegar þörf krefur. Stundum verður hann að neita sér um læknisaðstoð eða sleppa því að leysa út lyfin. Þetta er dæmigert ástand fyrir hóp aldraðra og öryrkja, sem hefur lítinn eða engan lífeyrissjóð. Þetta er að sjálfsögðu mannréttindabrot og gengur gegn 76. grein stjórnarskrárinnar. Félag eldri borgara hefur sagt frá þessu ástandi um nokkurra ára skeið. En það hreyfir ekki við ráðamönnum. Þeir aðhafast ekkert. Þeir virðast kæra sig kollótta um það þó ekki sé unnt að framfleyta sér af þeim lága lífeyri, sem almannatryggingar skammta öldruðum og öryrkjum. Ráðherrarnir guma bara af góðri stöðu þjóðarbúsins og góðum hag ríkissjóðs! Einstaka sinnum láta þeir vinsamleg orð falla um að þeir muni athuga málin. En lengra komast þeir ekki. Það þarf að gera tvennt til þess að breyta þessu ástandi: 1) Það þarf að afnema tekjutengingar eins og fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson , lofaði 2013, fyrir kosningar að gera, ef hann kæmist til valda. 2) Það þarf að stórhækka lífeyri þeirra, sem aðeins hafa tekjur frá almannatryggingum. Samkvæmt tillögum um breytingar á almannatryggingum, sem liggja fyrir, hækkar lífeyrir ekki um eina krónu hjá framangreindum hópi. Samt liggur það fyrir að upphæð lífeyris dugar ekki til framfærslu. Þá er það furðulegt, að samkvæmt nýju tillögunum fellur grunnlífeyrir niður hjá nokkrum þúsundum eldri borgara. Eldri borgurum tókst að knýja það fram að grunnlífeyrir yrði endurreistur en það stendur ekki lengi, aðeins til áramóta. Lífeyrisgreiðslur eiga aftur að skerða grunnlífeyri. Hvað er til ráða? Ráðherrar hlusta ekki á eldri borgara og öryrkja, a.m.k. taka þeir ekkert tillit til óska þeirra um kjarabætur. Nú eru kosningar í nánd. Ef til vill hlusta ráðamenn betur af þeim sökum. Næstu mánuðir munu skera úr um það hvort ráðamenn veiti öldruðum og öryrkjum nægar kjarabætur eða hvort grípa verði til nýrra ráða til þess að knýja fram þær kjarabætur sem dugi.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar