Níu Nissan Skyline urðu eldi að bráð Finnur Thorlacius skrifar 7. júní 2016 09:32 Ekki falleg aðkoma hér. Einn mest elskaði bíll meðal bílaáhugamanna er Nissan Skyline og því er eftirsjá eftir hverju eintaki af slíkum bíl sem tínir tölunni. Því var það ekki fagnaðarefni er 9 slíkir bílar brunnu í einu í Kaliforníu um daginn. Þeir voru allir geymdir í vöruhúsi sem brann og kemur hefur í ljós eftir brunann að í aðliggjandi húsi var heilmikið marijuna ræktun. Svo mikil var raforkunotkunin við ræktun þess að rafkerfi húsanna brann yfir og bæði húsin urðu eldi að bráð með öllu því sem þar var geymt. Auk þessara 9 Nissan Skyline bíla brunnu aðrir þrír japanskir sportbílar og 12 aðrir bílar. Nissan Skyline er forveri eins athygliverðasta sportbíls dagsins í dag, Nissan GT-R, bíls sem handsmíðaður er og getur att kappi við flesta ofurbíla heims, enda fer hann Nurburgring brautina á 7 mínútum og 19 sekúndum og tekur sprettinn í hundrað á 2,8 sekúndum. Reyndar fer Nismo Nissan GT-R útgáfan þann sprett á 2,1 sekúndu. Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent
Einn mest elskaði bíll meðal bílaáhugamanna er Nissan Skyline og því er eftirsjá eftir hverju eintaki af slíkum bíl sem tínir tölunni. Því var það ekki fagnaðarefni er 9 slíkir bílar brunnu í einu í Kaliforníu um daginn. Þeir voru allir geymdir í vöruhúsi sem brann og kemur hefur í ljós eftir brunann að í aðliggjandi húsi var heilmikið marijuna ræktun. Svo mikil var raforkunotkunin við ræktun þess að rafkerfi húsanna brann yfir og bæði húsin urðu eldi að bráð með öllu því sem þar var geymt. Auk þessara 9 Nissan Skyline bíla brunnu aðrir þrír japanskir sportbílar og 12 aðrir bílar. Nissan Skyline er forveri eins athygliverðasta sportbíls dagsins í dag, Nissan GT-R, bíls sem handsmíðaður er og getur att kappi við flesta ofurbíla heims, enda fer hann Nurburgring brautina á 7 mínútum og 19 sekúndum og tekur sprettinn í hundrað á 2,8 sekúndum. Reyndar fer Nismo Nissan GT-R útgáfan þann sprett á 2,1 sekúndu.
Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent