BMW 750d með heimsins öflugustu 6 strokka dísilvél Finnur Thorlacius skrifar 7. júní 2016 10:45 BMW 750d er með magnaða dísilvél. Í júlí á þessu ári setur BMW á markað BMW 750d xDrive sem verður með heimsins öflugustu sex strokka dísilvél sem sendir 400 hestöfl til allra hjólanna. Þessi vél er aðeins með 3,0 lítra sprengirými og engin dæmi um svo öfluga dísilvél með ekki stærra sprengirými. Þessi stóri bíll sem er flaggskip BMW er með þessari vél aðeins 4,6 sekúndur uppí 100 km hraða og hámarkshraðinn er rafrænt takmarkaður við 250 km/klst. Hægt verður að fá bílinn af lengri gerð og ber hann þá nafnið 750Ld xDrive. Þó svo að þessa öfluga vél taki verulega fram afli forvera síns lækkar eyðslan um 11% og er aðeins 5,7 lítar á hverja 100 kílómetra og koltvísýringsmengunin aðeins 149 g/km. Vélin er með fjórar forþjöppur og þær eru til staðar á öllu snúningssviði vélarinnar þar sem þær vinna á ólíkan hátt, sumar við lágan snúning en aðrar við háan. Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent
Í júlí á þessu ári setur BMW á markað BMW 750d xDrive sem verður með heimsins öflugustu sex strokka dísilvél sem sendir 400 hestöfl til allra hjólanna. Þessi vél er aðeins með 3,0 lítra sprengirými og engin dæmi um svo öfluga dísilvél með ekki stærra sprengirými. Þessi stóri bíll sem er flaggskip BMW er með þessari vél aðeins 4,6 sekúndur uppí 100 km hraða og hámarkshraðinn er rafrænt takmarkaður við 250 km/klst. Hægt verður að fá bílinn af lengri gerð og ber hann þá nafnið 750Ld xDrive. Þó svo að þessa öfluga vél taki verulega fram afli forvera síns lækkar eyðslan um 11% og er aðeins 5,7 lítar á hverja 100 kílómetra og koltvísýringsmengunin aðeins 149 g/km. Vélin er með fjórar forþjöppur og þær eru til staðar á öllu snúningssviði vélarinnar þar sem þær vinna á ólíkan hátt, sumar við lágan snúning en aðrar við háan.
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent