Efast um að nýtt tól Seðlabankans gegn vaxtamunaviðskiptum virki ingvar haraldsson skrifar 8. júní 2016 09:45 Jón Daníelsson telur að skynsamlegra hefði verið að lækka stýrivexti til að koma í veg fyrir vaxtamunaviðskipti. vísir „Ég held að þessar reglur muni ekki virka,“ segir Jón Daníelsson, prófessor í hagfræði hjá London School of Economics, um reglugerð Seðlabankans sem byggir á nýjum lögum frá Alþingi sem ætlað er að takmarka of mikið innflæði fjármagns til landsins, svokölluð vaxtamunarviðskipti, þar sem fjárfestar nýta sér hærri vexti hér á landi miðað við erlendis. Reglugerðin kveður á að fjörutíu prósent af nýju gjaldeyrisinnstreymi verði bundin í eitt ár á núll prósent vöxtum. Heimild er í lögunum til að binda 75 prósent fjár í allt að fimm ár á núll prósent vöxtum. Erlendir aðilar keyptu ríkisskuldabréf fyrir um 80 milljarða síðasta árið þar sem margir þeirra reyna að hagnast á vaxtamuninum við útlönd. Jón segir fjölmörg lönd hafa reynt að koma böndum á fjármagnsinnflæði með svipuðum aðferðum. „Ef þetta hefur virkað annars staðar þá er það bara í einangruðum þriðja heims ríkjum en ekki í landi eins og Íslandi. Ég sé ekki að þetta geti virkað í landi sem er algjörlega í fyrsta heiminum í Norður-Evrópu með ríkustu löndum í heiminum þar sem við erum hluti af mjög virkum peninga- og efnahagsmarkaði milli landanna í kringum okkur,“ segir Jón. Jón segir að við lestur reglnanna hafi honum dottið í hug nokkrar leiðir sem hægt væri að nota til að komast fram hjá reglunum. „Eins og reglugerðin er skrifuð þá er ekki mikið mál að fara fram hjá henni,“ segir hann. Hægt væri að nýta sér afleiðusamninga eða svokallaða mismunarsamninga (e. contract for difference) þar sem tveir aðilar skiptast á vaxtatekjum af eignum hér á landi og erlendis. „Þú skiptir á peningaflæði án þess að skipta á eignarhaldinu.“ Slíkt sé mjög erfitt að hindra nema að vera með mjög íþyngjandi eftirlit með gjaldeyrismörkuðum. „Eina leiðin til að láta þetta bíta er að Seðlabankinn sé með mjög virkt eftirlit með flæði gjaldeyris inn og út úr landinu. Seðlabankastjóri verður nokkurs konar gjaldeyrislögreglustjóri Íslands. Það mun auka kostnað töluvert mikið og miklu betri leið væri einfaldlega að hafa vextina miklu lægri. Að Seðlabankinn sé í því hlutverki mun draga úr trúverðugleika bankans og möguleikum hans til að sinna sínu eðlilega starfi.“ Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
„Ég held að þessar reglur muni ekki virka,“ segir Jón Daníelsson, prófessor í hagfræði hjá London School of Economics, um reglugerð Seðlabankans sem byggir á nýjum lögum frá Alþingi sem ætlað er að takmarka of mikið innflæði fjármagns til landsins, svokölluð vaxtamunarviðskipti, þar sem fjárfestar nýta sér hærri vexti hér á landi miðað við erlendis. Reglugerðin kveður á að fjörutíu prósent af nýju gjaldeyrisinnstreymi verði bundin í eitt ár á núll prósent vöxtum. Heimild er í lögunum til að binda 75 prósent fjár í allt að fimm ár á núll prósent vöxtum. Erlendir aðilar keyptu ríkisskuldabréf fyrir um 80 milljarða síðasta árið þar sem margir þeirra reyna að hagnast á vaxtamuninum við útlönd. Jón segir fjölmörg lönd hafa reynt að koma böndum á fjármagnsinnflæði með svipuðum aðferðum. „Ef þetta hefur virkað annars staðar þá er það bara í einangruðum þriðja heims ríkjum en ekki í landi eins og Íslandi. Ég sé ekki að þetta geti virkað í landi sem er algjörlega í fyrsta heiminum í Norður-Evrópu með ríkustu löndum í heiminum þar sem við erum hluti af mjög virkum peninga- og efnahagsmarkaði milli landanna í kringum okkur,“ segir Jón. Jón segir að við lestur reglnanna hafi honum dottið í hug nokkrar leiðir sem hægt væri að nota til að komast fram hjá reglunum. „Eins og reglugerðin er skrifuð þá er ekki mikið mál að fara fram hjá henni,“ segir hann. Hægt væri að nýta sér afleiðusamninga eða svokallaða mismunarsamninga (e. contract for difference) þar sem tveir aðilar skiptast á vaxtatekjum af eignum hér á landi og erlendis. „Þú skiptir á peningaflæði án þess að skipta á eignarhaldinu.“ Slíkt sé mjög erfitt að hindra nema að vera með mjög íþyngjandi eftirlit með gjaldeyrismörkuðum. „Eina leiðin til að láta þetta bíta er að Seðlabankinn sé með mjög virkt eftirlit með flæði gjaldeyris inn og út úr landinu. Seðlabankastjóri verður nokkurs konar gjaldeyrislögreglustjóri Íslands. Það mun auka kostnað töluvert mikið og miklu betri leið væri einfaldlega að hafa vextina miklu lægri. Að Seðlabankinn sé í því hlutverki mun draga úr trúverðugleika bankans og möguleikum hans til að sinna sínu eðlilega starfi.“
Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent