Landsvirkjun veitt hagstætt lán í þágu loftlagsbaráttu Kristján Már Unnarsson skrifar 9. júní 2016 20:56 Framkvæmdastjóri Evrópska fjárfestingabankans segir sautján milljarða króna lánveitingu til Landsvirkjunar vegna Þeistareykjavirkjunar þýðingarmikla fyrir bankann vegna markmiða hans um að vinna gegn loftlagsbreytingum. Þetta kom fram í viðtölum eftir undirritun lánssamnings í höfuðstöðvum Landsvirkjunar í dag, sem og í fréttatilkynningu samningsaðila. Bankinn er í eigu ríkja Evrópusambandsins en hefur heimild til að lána til sérstakra verkefna innan EFTA-ríkja, eins og á sviði orkumála. Þannig lánaði hann Landsvirkjun vegna Búðarhálsvirkjunar eftir bankahrun þegar aðrir bankar forðuðust að lána Íslendingum. Að þessu sinni var skjalfestur lánssamningur upp á 125 milljónir evra. Athygli vekur að lánið er án ríkisábyrgðar en þetta er í fyrsta sinn sem slíkt gerist með svo stórt lán hjá Landsvirkjun. Forstjóri Landsvirkjunar segir það ekki þýða verri vexti. „Nei. Við erum með mjög hagstæða vexti á þessu láni. Það er hins vegar afar heilbrigt merki fyrir efnahag Landsvirkjunar að við séum að ná hagstæðum langtímalánum án þess að ríkið komi þar að,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Lánveitingin hefur einnig þýðingu fyrir Evrópska fjárfestingabankann. „Því Landsvirkjun er í fararbroddi tæknilega hvað varðar jarðhitaorku og endurnýjanlega orku. Þetta er mjög mikilvægt fyrir orkustefnu bankans,“ segir Cristian Popa, framkvæmdastjóri Evrópska fjárfestingabankans. „Bankinn er í forystu hvað varðar aðgerðir í loftslagsmálum, sérstaklega núna eftir COP 21, eftir Parísarfundinn,“ bætir hann við. Bankinn hafi raunar ákveðnar skyldur til að vinna gegn loftlagsbreytingum. „Við störfum eftir því viðmiði að minnst 25% viðskipta okkar tengist loftslagsmálum, öll viðskipti okkar verða að vera loftslagsvæn,“ segir Cristian Popa.Cristian Popa, framkvæmdastjóri hjá Evrópska fjárfestingabankanum.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Þrátt fyrir lántökuna halda skuldir Landsvirkjunar áfram að lækka. „Það er mikilvægt að hafa það í huga að þrátt fyrir að við stöndum í þessum framkvæmdum, og tökum þessi lán, þá erum við að borga önnur lán niður hraðar. Þannig að skuldastaða Landsvirkjunar mun halda áfram að lækka, þrátt fyrir þessar framkvæmdir og þrátt fyrir þessa lántöku, vegna niðurgreiðslu lána,“ segir forstjóri Landsvirkjunar. Tengdar fréttir Mesta uppbygging í sögu Norðurlands Mesta atvinnuuppbygging í sögu Norðurlands var innsigluð í dag þegar tilkynnt var að fyrirvörum í samningum um kísilver á Bakka hefði verið aflétt. 8. júní 2015 19:17 Stærri virkjun ekki risið norðanlands frá Blöndu Hátt í tvöhundruð manns verða í vinnu á Þeistareykjum í sumar en samningar um smíði stöðvarhúss voru undirritaðir í dag. 13. apríl 2015 20:52 Nýr verktaki með lægstu boð í Þeistareykjavirkjun Verktakafyrirtæki í eigu Norðmanna, með íslenskum stjórnendum, virðist ætla að taka íslenska markaðinn með trompi. 2. mars 2015 20:45 Gríðarleg innspýting fyrir Norðausturland Iðnaðaruppbygging á Bakka treystir stoðir samfélagsins, segir bæjarstjóri Norðurþings. 9. júní 2015 12:45 Arðgreiðslur Landsvirkjunar stefna í 10-20 milljarða á ári Fyrirtækið reisir bæði Þeistareykjavirkjun og stækkar Búrfellsvirkjun án þess að auka skuldir. 22. febrúar 2016 20:45 Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Framkvæmdastjóri Evrópska fjárfestingabankans segir sautján milljarða króna lánveitingu til Landsvirkjunar vegna Þeistareykjavirkjunar þýðingarmikla fyrir bankann vegna markmiða hans um að vinna gegn loftlagsbreytingum. Þetta kom fram í viðtölum eftir undirritun lánssamnings í höfuðstöðvum Landsvirkjunar í dag, sem og í fréttatilkynningu samningsaðila. Bankinn er í eigu ríkja Evrópusambandsins en hefur heimild til að lána til sérstakra verkefna innan EFTA-ríkja, eins og á sviði orkumála. Þannig lánaði hann Landsvirkjun vegna Búðarhálsvirkjunar eftir bankahrun þegar aðrir bankar forðuðust að lána Íslendingum. Að þessu sinni var skjalfestur lánssamningur upp á 125 milljónir evra. Athygli vekur að lánið er án ríkisábyrgðar en þetta er í fyrsta sinn sem slíkt gerist með svo stórt lán hjá Landsvirkjun. Forstjóri Landsvirkjunar segir það ekki þýða verri vexti. „Nei. Við erum með mjög hagstæða vexti á þessu láni. Það er hins vegar afar heilbrigt merki fyrir efnahag Landsvirkjunar að við séum að ná hagstæðum langtímalánum án þess að ríkið komi þar að,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Lánveitingin hefur einnig þýðingu fyrir Evrópska fjárfestingabankann. „Því Landsvirkjun er í fararbroddi tæknilega hvað varðar jarðhitaorku og endurnýjanlega orku. Þetta er mjög mikilvægt fyrir orkustefnu bankans,“ segir Cristian Popa, framkvæmdastjóri Evrópska fjárfestingabankans. „Bankinn er í forystu hvað varðar aðgerðir í loftslagsmálum, sérstaklega núna eftir COP 21, eftir Parísarfundinn,“ bætir hann við. Bankinn hafi raunar ákveðnar skyldur til að vinna gegn loftlagsbreytingum. „Við störfum eftir því viðmiði að minnst 25% viðskipta okkar tengist loftslagsmálum, öll viðskipti okkar verða að vera loftslagsvæn,“ segir Cristian Popa.Cristian Popa, framkvæmdastjóri hjá Evrópska fjárfestingabankanum.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Þrátt fyrir lántökuna halda skuldir Landsvirkjunar áfram að lækka. „Það er mikilvægt að hafa það í huga að þrátt fyrir að við stöndum í þessum framkvæmdum, og tökum þessi lán, þá erum við að borga önnur lán niður hraðar. Þannig að skuldastaða Landsvirkjunar mun halda áfram að lækka, þrátt fyrir þessar framkvæmdir og þrátt fyrir þessa lántöku, vegna niðurgreiðslu lána,“ segir forstjóri Landsvirkjunar.
Tengdar fréttir Mesta uppbygging í sögu Norðurlands Mesta atvinnuuppbygging í sögu Norðurlands var innsigluð í dag þegar tilkynnt var að fyrirvörum í samningum um kísilver á Bakka hefði verið aflétt. 8. júní 2015 19:17 Stærri virkjun ekki risið norðanlands frá Blöndu Hátt í tvöhundruð manns verða í vinnu á Þeistareykjum í sumar en samningar um smíði stöðvarhúss voru undirritaðir í dag. 13. apríl 2015 20:52 Nýr verktaki með lægstu boð í Þeistareykjavirkjun Verktakafyrirtæki í eigu Norðmanna, með íslenskum stjórnendum, virðist ætla að taka íslenska markaðinn með trompi. 2. mars 2015 20:45 Gríðarleg innspýting fyrir Norðausturland Iðnaðaruppbygging á Bakka treystir stoðir samfélagsins, segir bæjarstjóri Norðurþings. 9. júní 2015 12:45 Arðgreiðslur Landsvirkjunar stefna í 10-20 milljarða á ári Fyrirtækið reisir bæði Þeistareykjavirkjun og stækkar Búrfellsvirkjun án þess að auka skuldir. 22. febrúar 2016 20:45 Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Mesta uppbygging í sögu Norðurlands Mesta atvinnuuppbygging í sögu Norðurlands var innsigluð í dag þegar tilkynnt var að fyrirvörum í samningum um kísilver á Bakka hefði verið aflétt. 8. júní 2015 19:17
Stærri virkjun ekki risið norðanlands frá Blöndu Hátt í tvöhundruð manns verða í vinnu á Þeistareykjum í sumar en samningar um smíði stöðvarhúss voru undirritaðir í dag. 13. apríl 2015 20:52
Nýr verktaki með lægstu boð í Þeistareykjavirkjun Verktakafyrirtæki í eigu Norðmanna, með íslenskum stjórnendum, virðist ætla að taka íslenska markaðinn með trompi. 2. mars 2015 20:45
Gríðarleg innspýting fyrir Norðausturland Iðnaðaruppbygging á Bakka treystir stoðir samfélagsins, segir bæjarstjóri Norðurþings. 9. júní 2015 12:45
Arðgreiðslur Landsvirkjunar stefna í 10-20 milljarða á ári Fyrirtækið reisir bæði Þeistareykjavirkjun og stækkar Búrfellsvirkjun án þess að auka skuldir. 22. febrúar 2016 20:45