Um framtíðarsýn og breytingar Þórhildur Jetzek skrifar 20. maí 2016 09:51 Ég sat spennt í svækjuhita inni í litlu herbergi í CBS síðastliðinn föstudagsmorgun, og beið eftir að heyra einn af fremstu fræðimönnum heims í leiðtoga- og stjórnunarfræðum tala, Sim B. Sitkin frá Duke University. Heitið á fyrirlestrinum var Trust, Control and Leadership - traust, stýring og forysta. Þetta efni fellur alls ekki undir mitt rannsóknarsvið, mér leist bara eitthvað svo vel á lýsinguna á fyrirlestrinum, því hann fjallaði um eitt hugðarefni mitt: Hvernig við tökumst á við flókin vandamál sem kalla á samvinnu milli ólíkra hópa.Traust eða vantraust Hann byrjaði að tala, og ég var svo innilega sammála að ég gat ekki hætt að kinka kolli. Ég var orðin eins og the hoptimist, fígúran þarna sem skoppar upp og niður. Og af hverju var ég svona uppnumin? Nú af því að það sem hann sagði passaði svo vel við Ísland í dag. Hann sagði þetta: „Lítið traust er ekki sama og vantraust (e. distrust). Vantraust er nefnilega ekki afmarkað heldur almennt ástand sem myndast þegar farið er yfir ákveðinn sársaukaþröskuld í samskiptum milli hópa. Þegar vantraust hefur á annað borð myndast, er mjög erfitt að rjúfa þann vítahring sem því fylgir. Allt sem er sagt af „hinum“ er túlkað á versta veg og fjarlægðin milli andstæðra hópa eykst. Og það sem verra er, enginn þorir að gera mistök, því þau verða harðlega gagnrýnd og viðkomandi rifinn niður.“ Að mínu mati, þá fórum við Íslendingar yfir þennan sársaukaþröskuld árið 2008. Og það er ekki hægt að segja að ástandið hafi batnað síðan. Það er hins vegar alveg ljóst að við leysum ekki vandamál samtímans með sama hugarfari og leiddi okkur hingað. Við þurfum að aðlaga samfélagið að nútímanum sem býður upp á allt önnur tækifæri og ógnanir en heimurinn fyrir daga tæknibyltingarinnar. Við þurfum að passa upp á og varðveita þau gildi sem við erum flest sammála um eins og heiðarleika, réttlæti og jafnrétti. Við þurfum takast á við ýmsar samfélagslegar áskoranir sem ná margar hverjar út fyrir landsteinana. En það er erfitt að tækla flókin verkefni þegar vantraust er ríkjandi og allir eru hræddir, því þau bjóða ekki upp á neinar auðveldar og vinsælar lausnir.Stýring eða forysta En hvernig er þá hægt að komast út úr slíku ástandi? Í því eins og mörgu öðru verðum við að treysta á hæfa leiðtoga, sem geta skapað það traust og þá einingu sem þarf að ríkja. Skv. þessum merka fræðimanni sem ég var að hlusta á, þarf leiðtoginn að vera einlægur og helga sig viðfangsefninu. Hann þarf að leggja sig fram um að virða fólkið sitt og reyna að skilja það. Hann þarf að skapa einingu og tilgang. Hann þarf að hafa hugsjón, og skýra sýn á hvernig framtíðin ætti að líta út. Hann ætti að greiða vegferð þeirra sem eru að vinna og skapa hvata, fremur en að þrengja að. Hann ætti að sýna ábyrgð og passa upp á að það sé jafnvægi á milli ólíkra þátta. Að mínu mat skortir landið okkar sárlega slíkan leiðtoga. Og þess vegna var hausinn á mér við það að detta af þennan föstudagsmorgun. Ég hef þó von um að við getum fundið okkur góðan leiðtoga. Reyndar hef ég þá trú að Halla Tómasdóttir geti verið einmitt slíkur leiðtogi, í hlutverki forseta Íslands. Halla er fyrst og fremst kona athafna fremur en orða. Af persónulegum kynnum þá upplifi ég hana sem einlæga konu sem vill raunverulega láta gott af sér leiða og hefur alla burði til að framkvæma. Ég veit líka af eigin reynslu að hún leggur sig fram um að hlusta á hvað fólk hefur að segja, fremur en að telja sig vita betur en aðrir hvað þarf til. Hún vill að við einblínum á að skapa betra samfélag, samfélag sáttar og sameiningar, þar sem borin er virðing fyrir náttúrunni og fólkinu sem hér býr. Hún vill einnig aðlaga samfélagið að breyttum tímum með því að virkja konur og efla skapandi greinar, menntun og frumkvæði. Þetta gerir hún ekki ein, en fremur með því að greiða götu þeirra sem eru einmitt á slíkri vegferð. Ég trúi því að allir frambjóðendur til embættis forseta Ísland vilji af sínum besta vilja og trú leggja sitt af mörkum til að skapa hér samfélag sem er gott. Sumir hugsa fram og aðrir aftur í því samhengi, en heimurinn er á hraðferð og breytingar eru óumflýjanlegar. Af öllu því góða fólki sem býður sig fram í embættið treysti ég Höllu best til að geta hjálpað okkur við að innleiða jákvæðar breytingar hér á landi. Hún hefur skýra framtíðarsýn og leggur fram hugmyndir um hvernig við komumst þangað. Halla fær því mitt atkvæði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Sjá meira
Ég sat spennt í svækjuhita inni í litlu herbergi í CBS síðastliðinn föstudagsmorgun, og beið eftir að heyra einn af fremstu fræðimönnum heims í leiðtoga- og stjórnunarfræðum tala, Sim B. Sitkin frá Duke University. Heitið á fyrirlestrinum var Trust, Control and Leadership - traust, stýring og forysta. Þetta efni fellur alls ekki undir mitt rannsóknarsvið, mér leist bara eitthvað svo vel á lýsinguna á fyrirlestrinum, því hann fjallaði um eitt hugðarefni mitt: Hvernig við tökumst á við flókin vandamál sem kalla á samvinnu milli ólíkra hópa.Traust eða vantraust Hann byrjaði að tala, og ég var svo innilega sammála að ég gat ekki hætt að kinka kolli. Ég var orðin eins og the hoptimist, fígúran þarna sem skoppar upp og niður. Og af hverju var ég svona uppnumin? Nú af því að það sem hann sagði passaði svo vel við Ísland í dag. Hann sagði þetta: „Lítið traust er ekki sama og vantraust (e. distrust). Vantraust er nefnilega ekki afmarkað heldur almennt ástand sem myndast þegar farið er yfir ákveðinn sársaukaþröskuld í samskiptum milli hópa. Þegar vantraust hefur á annað borð myndast, er mjög erfitt að rjúfa þann vítahring sem því fylgir. Allt sem er sagt af „hinum“ er túlkað á versta veg og fjarlægðin milli andstæðra hópa eykst. Og það sem verra er, enginn þorir að gera mistök, því þau verða harðlega gagnrýnd og viðkomandi rifinn niður.“ Að mínu mati, þá fórum við Íslendingar yfir þennan sársaukaþröskuld árið 2008. Og það er ekki hægt að segja að ástandið hafi batnað síðan. Það er hins vegar alveg ljóst að við leysum ekki vandamál samtímans með sama hugarfari og leiddi okkur hingað. Við þurfum að aðlaga samfélagið að nútímanum sem býður upp á allt önnur tækifæri og ógnanir en heimurinn fyrir daga tæknibyltingarinnar. Við þurfum að passa upp á og varðveita þau gildi sem við erum flest sammála um eins og heiðarleika, réttlæti og jafnrétti. Við þurfum takast á við ýmsar samfélagslegar áskoranir sem ná margar hverjar út fyrir landsteinana. En það er erfitt að tækla flókin verkefni þegar vantraust er ríkjandi og allir eru hræddir, því þau bjóða ekki upp á neinar auðveldar og vinsælar lausnir.Stýring eða forysta En hvernig er þá hægt að komast út úr slíku ástandi? Í því eins og mörgu öðru verðum við að treysta á hæfa leiðtoga, sem geta skapað það traust og þá einingu sem þarf að ríkja. Skv. þessum merka fræðimanni sem ég var að hlusta á, þarf leiðtoginn að vera einlægur og helga sig viðfangsefninu. Hann þarf að leggja sig fram um að virða fólkið sitt og reyna að skilja það. Hann þarf að skapa einingu og tilgang. Hann þarf að hafa hugsjón, og skýra sýn á hvernig framtíðin ætti að líta út. Hann ætti að greiða vegferð þeirra sem eru að vinna og skapa hvata, fremur en að þrengja að. Hann ætti að sýna ábyrgð og passa upp á að það sé jafnvægi á milli ólíkra þátta. Að mínu mat skortir landið okkar sárlega slíkan leiðtoga. Og þess vegna var hausinn á mér við það að detta af þennan föstudagsmorgun. Ég hef þó von um að við getum fundið okkur góðan leiðtoga. Reyndar hef ég þá trú að Halla Tómasdóttir geti verið einmitt slíkur leiðtogi, í hlutverki forseta Íslands. Halla er fyrst og fremst kona athafna fremur en orða. Af persónulegum kynnum þá upplifi ég hana sem einlæga konu sem vill raunverulega láta gott af sér leiða og hefur alla burði til að framkvæma. Ég veit líka af eigin reynslu að hún leggur sig fram um að hlusta á hvað fólk hefur að segja, fremur en að telja sig vita betur en aðrir hvað þarf til. Hún vill að við einblínum á að skapa betra samfélag, samfélag sáttar og sameiningar, þar sem borin er virðing fyrir náttúrunni og fólkinu sem hér býr. Hún vill einnig aðlaga samfélagið að breyttum tímum með því að virkja konur og efla skapandi greinar, menntun og frumkvæði. Þetta gerir hún ekki ein, en fremur með því að greiða götu þeirra sem eru einmitt á slíkri vegferð. Ég trúi því að allir frambjóðendur til embættis forseta Ísland vilji af sínum besta vilja og trú leggja sitt af mörkum til að skapa hér samfélag sem er gott. Sumir hugsa fram og aðrir aftur í því samhengi, en heimurinn er á hraðferð og breytingar eru óumflýjanlegar. Af öllu því góða fólki sem býður sig fram í embættið treysti ég Höllu best til að geta hjálpað okkur við að innleiða jákvæðar breytingar hér á landi. Hún hefur skýra framtíðarsýn og leggur fram hugmyndir um hvernig við komumst þangað. Halla fær því mitt atkvæði.
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun