Baltasar kaupir byggingar á Gufunesi undir kvikmyndaver Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. maí 2016 10:48 Markmið RVK-studios er að byggja upp svokallað svokallað menningar- og/eða kvikmyndaþorp á Gufunesi. Vísir/GVA/Anton Brink Borgarráð samþykkti í gær kaupsamning við RVK-studios, framleiðslufyrirtæki Baltasar Kormáks, sem mun kaupa fjórar fasteignir sem áður tilheyrðu Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi. Fyrirtækið hyggst reisa kvikmyndaver á Gufunesi og greiðir rúma 301 milljón fyrir fasteignirnar. RÚV greinir frá.Fasteignirnar fjórar eru samtals 8.391 fermetri að stærð og þar á meðal er meðal annars birgðageymsla og hráefnisgeymsla. RVK-studios greiðir einnig um tvær milljónir á ári vegna vilyrðis fyrir 19.200 fermetra svæði austan við byggingarnar.Sjá einnig: Svarti sandurinn kveikti áhuga Hollywood á ÍslandiMarkmið RVK-studios er að byggja upp svokallað svokallað menningar- og/eða kvikmyndaþorp en framleiðslufyrirtækið óskaði eftir því síðastliðið sumar að ganga til viðræða við Reykjavíkurborg um kaup á hluta af gömlu Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi og úthlutun lóðar við húsið með það fyrir augum að byggja upp aðstöðu fyrir kvikmyndastarfsemi. Stefnt er að því að gera eiturefnarannsókn á jarðveginum á svæðinu. Bendi niðurstöður rannsóknarinnar til þess að jarðvegurinn teljist mengaður mun Reykjavíkurborg bera kostnaðinn af því að hreinsa hann en reynist jarðvegurinn of mengaður getur RVK-studios rift samningnum.Sjá einnig: Borgarráð í viðræðum við RVK Studios um byggingu kvikmyndaversÍ samtali við Vísi fyrr á árinu ræddi Baltasar m.a. um fyrirhugað kvikmyndaver þar sem hann sagði að kvikmyndaverið væri skref í átt að því að fleiri kvikmyndaverkefni yrðu unnin á Íslandi. „Ég hef verið að ræða við borgaryfirvöld. Það er annað skref í því að við getum tekið meira upp hér á landi. Eins og með Víkingamyndina, sem menn eru kannski orðnir leiðir á að heyra mig tala um, en það stendur til að gera hana og Universal er með hana og hefur áhuga á að koma henni í gang sem fyrst,“ sagði Baltasar Kormákur. Kaupsamningurinn var samþykktur einróma í borgarráði Reykjavíkurborgar í gær og er kaupverðið, líkt og áður sagði, um 301 milljón. Verður það greitt í tveimur greiðslum, sú fyrri við afhendingu eignanna í byrjun ágúst en sú seinni fyrir 1. febrúar á næsta ári. Tengdar fréttir Fréttaskýring: Svarti sandurinn kveikti áhuga Hollywood á Íslandi Íslendingar ánægðir með íslenska náttúru í erlendum myndum en bransinn vill meira. 11. mars 2016 14:45 Borgarráð í viðræðum við RVK Studios um byggingu kvikmyndavers Um 200 störf gætu skapast í kringum kvikmyndaverið að sögn Dags B. Eggertssonar. 19. nóvember 2015 14:56 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Borgarráð samþykkti í gær kaupsamning við RVK-studios, framleiðslufyrirtæki Baltasar Kormáks, sem mun kaupa fjórar fasteignir sem áður tilheyrðu Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi. Fyrirtækið hyggst reisa kvikmyndaver á Gufunesi og greiðir rúma 301 milljón fyrir fasteignirnar. RÚV greinir frá.Fasteignirnar fjórar eru samtals 8.391 fermetri að stærð og þar á meðal er meðal annars birgðageymsla og hráefnisgeymsla. RVK-studios greiðir einnig um tvær milljónir á ári vegna vilyrðis fyrir 19.200 fermetra svæði austan við byggingarnar.Sjá einnig: Svarti sandurinn kveikti áhuga Hollywood á ÍslandiMarkmið RVK-studios er að byggja upp svokallað svokallað menningar- og/eða kvikmyndaþorp en framleiðslufyrirtækið óskaði eftir því síðastliðið sumar að ganga til viðræða við Reykjavíkurborg um kaup á hluta af gömlu Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi og úthlutun lóðar við húsið með það fyrir augum að byggja upp aðstöðu fyrir kvikmyndastarfsemi. Stefnt er að því að gera eiturefnarannsókn á jarðveginum á svæðinu. Bendi niðurstöður rannsóknarinnar til þess að jarðvegurinn teljist mengaður mun Reykjavíkurborg bera kostnaðinn af því að hreinsa hann en reynist jarðvegurinn of mengaður getur RVK-studios rift samningnum.Sjá einnig: Borgarráð í viðræðum við RVK Studios um byggingu kvikmyndaversÍ samtali við Vísi fyrr á árinu ræddi Baltasar m.a. um fyrirhugað kvikmyndaver þar sem hann sagði að kvikmyndaverið væri skref í átt að því að fleiri kvikmyndaverkefni yrðu unnin á Íslandi. „Ég hef verið að ræða við borgaryfirvöld. Það er annað skref í því að við getum tekið meira upp hér á landi. Eins og með Víkingamyndina, sem menn eru kannski orðnir leiðir á að heyra mig tala um, en það stendur til að gera hana og Universal er með hana og hefur áhuga á að koma henni í gang sem fyrst,“ sagði Baltasar Kormákur. Kaupsamningurinn var samþykktur einróma í borgarráði Reykjavíkurborgar í gær og er kaupverðið, líkt og áður sagði, um 301 milljón. Verður það greitt í tveimur greiðslum, sú fyrri við afhendingu eignanna í byrjun ágúst en sú seinni fyrir 1. febrúar á næsta ári.
Tengdar fréttir Fréttaskýring: Svarti sandurinn kveikti áhuga Hollywood á Íslandi Íslendingar ánægðir með íslenska náttúru í erlendum myndum en bransinn vill meira. 11. mars 2016 14:45 Borgarráð í viðræðum við RVK Studios um byggingu kvikmyndavers Um 200 störf gætu skapast í kringum kvikmyndaverið að sögn Dags B. Eggertssonar. 19. nóvember 2015 14:56 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Fréttaskýring: Svarti sandurinn kveikti áhuga Hollywood á Íslandi Íslendingar ánægðir með íslenska náttúru í erlendum myndum en bransinn vill meira. 11. mars 2016 14:45
Borgarráð í viðræðum við RVK Studios um byggingu kvikmyndavers Um 200 störf gætu skapast í kringum kvikmyndaverið að sögn Dags B. Eggertssonar. 19. nóvember 2015 14:56