Borgarráð í viðræðum við RVK Studios um byggingu kvikmyndavers Sæunn Gísladóttir skrifar 19. nóvember 2015 14:56 Baltasar Kormákur og stjórnendur RVK Studios óskuðu í sumar eftir viðræðum um kaup á hluta af gömlu Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi og úthlutun lóðar við húsið með það fyrir augum að byggja upp aðstöðu fyrir kvikmyndastarfsemi. Vísir/getty Borgarráð samþykkti í dag tillögu borgarstjóra um að ganga til viðræðna við RVK Studios um alhliða kvikmyndaver sem verður hluti af framtíðarmynd Gufuness og ein af forsendum í skipulagssamkeppni sem efnt verður til. Ákvörðunin tekur jafnframt mið af tillögum stýrihóps um nýtingu svæðisins og viðbrögðum við auglýsingu Reykjavíkurborgar frá í sumar, segir í tilkynningu. Baltasar Kormákur og stjórnendur RVK Studios óskuðu í sumar eftir viðræðum um kaup á hluta af gömlu Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi og úthlutun lóðar við húsið með það fyrir augum að byggja upp aðstöðu fyrir kvikmyndastarfsemi. „Kvikmyndaver í Reykjavík mun stuðla að fjölgun verkefna og efla reynslu íslenskra kvikmyndagerðarmanna. Með fleiri verkefnum eflist stöðugleiki í iðnaðinum, auk þess að til verður áhugaverður kostur fyrir hæfileikafólk sem hingað til hefur að mestu fundið verkefni við hæfi erlendis. Kvikmyndaver í Reykjavík mun þannig styrkja stoðir íslenskrar kvikmyndagerðar og framleiðslu sjónvarpsefnis og auka samkeppni á alþjóðlegum markaði,“ segir í erindinu. „Við erum með þessu að vinna að því að öll þessi stóru kvikmyndaverkefni sem Baltasar Kormákur tengist, sem gæti verið önnur verkefni til viðbótar komi alfarið heim og verði bæði tekin upp hér á landi og fullunninn hér á landi. Þetta gæti verið vinnustaður fyrir 200 manns,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar, í samtali við Vísi. „Við fengum erindið frá RVK Studios í sumar og auglýstum eftir hugmyndum frá alls konar aðilum að því hvað mætti gera í gufunesinu og höfum verið að fjalla um þetta og höfum fengið mat tveggja fasteignasala og erum að hefja viðræður á þeim grunni,“ segir Dagur. Borgarráð samþykkti að fela skrifstofu eigna og atvinnuþróunar að ganga til viðræðna við RVK Studios á grundvelli fyrirliggjandi mats á verðmæti eignanna. Samhliða verða teknar upp viðræður við Íslenska gámafélagið um flutning þess af svæðinu og er það í samræmi við ákvæði í leigusamningi. Leitað verður að lausn sem hentar báðum aðilum og er til skoðunar að Esjumelar á Kjalarnesi verði athafnasvæði Íslenska gámafélagsins þegar leigutími þess rennur út í lok árs 2018. Mest lesið Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Sjá meira
Borgarráð samþykkti í dag tillögu borgarstjóra um að ganga til viðræðna við RVK Studios um alhliða kvikmyndaver sem verður hluti af framtíðarmynd Gufuness og ein af forsendum í skipulagssamkeppni sem efnt verður til. Ákvörðunin tekur jafnframt mið af tillögum stýrihóps um nýtingu svæðisins og viðbrögðum við auglýsingu Reykjavíkurborgar frá í sumar, segir í tilkynningu. Baltasar Kormákur og stjórnendur RVK Studios óskuðu í sumar eftir viðræðum um kaup á hluta af gömlu Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi og úthlutun lóðar við húsið með það fyrir augum að byggja upp aðstöðu fyrir kvikmyndastarfsemi. „Kvikmyndaver í Reykjavík mun stuðla að fjölgun verkefna og efla reynslu íslenskra kvikmyndagerðarmanna. Með fleiri verkefnum eflist stöðugleiki í iðnaðinum, auk þess að til verður áhugaverður kostur fyrir hæfileikafólk sem hingað til hefur að mestu fundið verkefni við hæfi erlendis. Kvikmyndaver í Reykjavík mun þannig styrkja stoðir íslenskrar kvikmyndagerðar og framleiðslu sjónvarpsefnis og auka samkeppni á alþjóðlegum markaði,“ segir í erindinu. „Við erum með þessu að vinna að því að öll þessi stóru kvikmyndaverkefni sem Baltasar Kormákur tengist, sem gæti verið önnur verkefni til viðbótar komi alfarið heim og verði bæði tekin upp hér á landi og fullunninn hér á landi. Þetta gæti verið vinnustaður fyrir 200 manns,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar, í samtali við Vísi. „Við fengum erindið frá RVK Studios í sumar og auglýstum eftir hugmyndum frá alls konar aðilum að því hvað mætti gera í gufunesinu og höfum verið að fjalla um þetta og höfum fengið mat tveggja fasteignasala og erum að hefja viðræður á þeim grunni,“ segir Dagur. Borgarráð samþykkti að fela skrifstofu eigna og atvinnuþróunar að ganga til viðræðna við RVK Studios á grundvelli fyrirliggjandi mats á verðmæti eignanna. Samhliða verða teknar upp viðræður við Íslenska gámafélagið um flutning þess af svæðinu og er það í samræmi við ákvæði í leigusamningi. Leitað verður að lausn sem hentar báðum aðilum og er til skoðunar að Esjumelar á Kjalarnesi verði athafnasvæði Íslenska gámafélagsins þegar leigutími þess rennur út í lok árs 2018.
Mest lesið Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Sjá meira