Svava þjálfar stórstjörnur í Bretlandi Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 26. maí 2016 09:30 Svava ásamt bresku sjónvarpsstjörnunni og leikkonunni Amöndu Holden. „Upphaflega fór ég til London í söngleikjanám, það var skemmtileg reynsla en ég ákvað samt sem áður eftir námið að snúa mér alfarið að einkaþjálfun, í kjölfarið fór ég í einkaþjálfaranám, tók jógakennaranám ásamt næringarfræði,“ segir Svava Sigbergsdóttir, spurð út í starf sitt sem einkaþjálfari. Svava hefur meðal annars unnið með Victoria's Secret, danska íþróttamerkinu Hummel ásamt því að þjálfa stórstjörnurnar Nicole Scherzinger og Amöndu Holden. „Það skiptir miklu máli að hafa góða þekkingu þegar kemur að því að hella sér út í þennan bransa.“Svava ásamt Nichole Scherzinger.Svava stofnaði The Viking Method árið 2013 og hefur heldur betur mikið vatn runnið til sjávar síðan, Svava er orðin mjög vinsæl meðal stórstjarna í Bretlandi og stefnir á útgáfu bókar þar sem hún kemur til með að aðstoða fólk við að koma sér í gott líkamlegt og andlegt form. „Sami umboðsmaður og kom Harry Potter bókunum í útgáfu hafði samband við mig í tengslum við nýju bókina mína sem ég kem til með að gefa út á næstunni. Ég er nú þegar búin að skrifa undir samning og er ótrúlega spennt,“ segir hún. Svava þróar nýjan æfingastíl sem fer eins og eldur í sinu um Bretland um þessar mundir. Svava leggur áherslu á að blanda saman boxi, hoppi og ýmsum fitness-æfingum til að auka þol, styrk og snerpu. Einnig leggur hún mikla áherslu á andlega hlutann. Mikil vinna liggur að baki stofnun The Viking Method, og þurfti Svava að hafa mikið fyrir því að koma sér á kortið. „Í upphafi var þetta virkilega mikil vinna. Ég hafði samband við blöðin hérna úti til að kynna mig en það var alls ekki auðvelt, því ég varð helst að vera að þjálfa frægan einstakling til þess að fá umfjöllun,“ segir hún.Svava Sigbergsdóttir einkaþjálfari í Bretlandi,Fyrir tveimur árum komst Svava í samband við umboðsmann söngdívunnar Nicole Scherzinger og er óhætt að segja að boltinn hafi farið að rúlla þá. „Ég komst í samband við Nicole Scherzinger, aðalsöngkonu The Pussycat Dolls og dómara í X-Factor í Bretlandi. Ég bauð henni að æfa hjá mér, hún varð mjög ánægð, ég er enn þá að þjálfa hana þegar hún er stödd í Bretlandi. Í kjölfarið fékk ég mikla umfjöllun í blöðunum sem var mjög gott,“ segir Svava og bætir við að Nicole sé alveg einstaklega skemmtileg og góð manneskja. Í dag þjálfar Svava fjöldann allan af fólki, meðal annars þjálfar hún bresku leikkonuna Amöndu Holden en hún hefur heldur betur gert garðinn frægan sem einn af aðaldómurum Britain's Got Talent. En hvernig týpa er Amanda? „Hún er bara alveg eins og hún er í sjónvarpinu, einstaklega einlæg og skemmtileg, hún bauð mér og dóttur minni að koma og horfa á Britain's Got Talent í kvöld í beinni útsendingu sem er ótrúlega skemmtilegt,“ segir Svava spennt fyrir kvöldinu. Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
„Upphaflega fór ég til London í söngleikjanám, það var skemmtileg reynsla en ég ákvað samt sem áður eftir námið að snúa mér alfarið að einkaþjálfun, í kjölfarið fór ég í einkaþjálfaranám, tók jógakennaranám ásamt næringarfræði,“ segir Svava Sigbergsdóttir, spurð út í starf sitt sem einkaþjálfari. Svava hefur meðal annars unnið með Victoria's Secret, danska íþróttamerkinu Hummel ásamt því að þjálfa stórstjörnurnar Nicole Scherzinger og Amöndu Holden. „Það skiptir miklu máli að hafa góða þekkingu þegar kemur að því að hella sér út í þennan bransa.“Svava ásamt Nichole Scherzinger.Svava stofnaði The Viking Method árið 2013 og hefur heldur betur mikið vatn runnið til sjávar síðan, Svava er orðin mjög vinsæl meðal stórstjarna í Bretlandi og stefnir á útgáfu bókar þar sem hún kemur til með að aðstoða fólk við að koma sér í gott líkamlegt og andlegt form. „Sami umboðsmaður og kom Harry Potter bókunum í útgáfu hafði samband við mig í tengslum við nýju bókina mína sem ég kem til með að gefa út á næstunni. Ég er nú þegar búin að skrifa undir samning og er ótrúlega spennt,“ segir hún. Svava þróar nýjan æfingastíl sem fer eins og eldur í sinu um Bretland um þessar mundir. Svava leggur áherslu á að blanda saman boxi, hoppi og ýmsum fitness-æfingum til að auka þol, styrk og snerpu. Einnig leggur hún mikla áherslu á andlega hlutann. Mikil vinna liggur að baki stofnun The Viking Method, og þurfti Svava að hafa mikið fyrir því að koma sér á kortið. „Í upphafi var þetta virkilega mikil vinna. Ég hafði samband við blöðin hérna úti til að kynna mig en það var alls ekki auðvelt, því ég varð helst að vera að þjálfa frægan einstakling til þess að fá umfjöllun,“ segir hún.Svava Sigbergsdóttir einkaþjálfari í Bretlandi,Fyrir tveimur árum komst Svava í samband við umboðsmann söngdívunnar Nicole Scherzinger og er óhætt að segja að boltinn hafi farið að rúlla þá. „Ég komst í samband við Nicole Scherzinger, aðalsöngkonu The Pussycat Dolls og dómara í X-Factor í Bretlandi. Ég bauð henni að æfa hjá mér, hún varð mjög ánægð, ég er enn þá að þjálfa hana þegar hún er stödd í Bretlandi. Í kjölfarið fékk ég mikla umfjöllun í blöðunum sem var mjög gott,“ segir Svava og bætir við að Nicole sé alveg einstaklega skemmtileg og góð manneskja. Í dag þjálfar Svava fjöldann allan af fólki, meðal annars þjálfar hún bresku leikkonuna Amöndu Holden en hún hefur heldur betur gert garðinn frægan sem einn af aðaldómurum Britain's Got Talent. En hvernig týpa er Amanda? „Hún er bara alveg eins og hún er í sjónvarpinu, einstaklega einlæg og skemmtileg, hún bauð mér og dóttur minni að koma og horfa á Britain's Got Talent í kvöld í beinni útsendingu sem er ótrúlega skemmtilegt,“ segir Svava spennt fyrir kvöldinu.
Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira