Svava þjálfar stórstjörnur í Bretlandi Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 26. maí 2016 09:30 Svava ásamt bresku sjónvarpsstjörnunni og leikkonunni Amöndu Holden. „Upphaflega fór ég til London í söngleikjanám, það var skemmtileg reynsla en ég ákvað samt sem áður eftir námið að snúa mér alfarið að einkaþjálfun, í kjölfarið fór ég í einkaþjálfaranám, tók jógakennaranám ásamt næringarfræði,“ segir Svava Sigbergsdóttir, spurð út í starf sitt sem einkaþjálfari. Svava hefur meðal annars unnið með Victoria's Secret, danska íþróttamerkinu Hummel ásamt því að þjálfa stórstjörnurnar Nicole Scherzinger og Amöndu Holden. „Það skiptir miklu máli að hafa góða þekkingu þegar kemur að því að hella sér út í þennan bransa.“Svava ásamt Nichole Scherzinger.Svava stofnaði The Viking Method árið 2013 og hefur heldur betur mikið vatn runnið til sjávar síðan, Svava er orðin mjög vinsæl meðal stórstjarna í Bretlandi og stefnir á útgáfu bókar þar sem hún kemur til með að aðstoða fólk við að koma sér í gott líkamlegt og andlegt form. „Sami umboðsmaður og kom Harry Potter bókunum í útgáfu hafði samband við mig í tengslum við nýju bókina mína sem ég kem til með að gefa út á næstunni. Ég er nú þegar búin að skrifa undir samning og er ótrúlega spennt,“ segir hún. Svava þróar nýjan æfingastíl sem fer eins og eldur í sinu um Bretland um þessar mundir. Svava leggur áherslu á að blanda saman boxi, hoppi og ýmsum fitness-æfingum til að auka þol, styrk og snerpu. Einnig leggur hún mikla áherslu á andlega hlutann. Mikil vinna liggur að baki stofnun The Viking Method, og þurfti Svava að hafa mikið fyrir því að koma sér á kortið. „Í upphafi var þetta virkilega mikil vinna. Ég hafði samband við blöðin hérna úti til að kynna mig en það var alls ekki auðvelt, því ég varð helst að vera að þjálfa frægan einstakling til þess að fá umfjöllun,“ segir hún.Svava Sigbergsdóttir einkaþjálfari í Bretlandi,Fyrir tveimur árum komst Svava í samband við umboðsmann söngdívunnar Nicole Scherzinger og er óhætt að segja að boltinn hafi farið að rúlla þá. „Ég komst í samband við Nicole Scherzinger, aðalsöngkonu The Pussycat Dolls og dómara í X-Factor í Bretlandi. Ég bauð henni að æfa hjá mér, hún varð mjög ánægð, ég er enn þá að þjálfa hana þegar hún er stödd í Bretlandi. Í kjölfarið fékk ég mikla umfjöllun í blöðunum sem var mjög gott,“ segir Svava og bætir við að Nicole sé alveg einstaklega skemmtileg og góð manneskja. Í dag þjálfar Svava fjöldann allan af fólki, meðal annars þjálfar hún bresku leikkonuna Amöndu Holden en hún hefur heldur betur gert garðinn frægan sem einn af aðaldómurum Britain's Got Talent. En hvernig týpa er Amanda? „Hún er bara alveg eins og hún er í sjónvarpinu, einstaklega einlæg og skemmtileg, hún bauð mér og dóttur minni að koma og horfa á Britain's Got Talent í kvöld í beinni útsendingu sem er ótrúlega skemmtilegt,“ segir Svava spennt fyrir kvöldinu. Mest lesið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Lífið Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Sjá meira
„Upphaflega fór ég til London í söngleikjanám, það var skemmtileg reynsla en ég ákvað samt sem áður eftir námið að snúa mér alfarið að einkaþjálfun, í kjölfarið fór ég í einkaþjálfaranám, tók jógakennaranám ásamt næringarfræði,“ segir Svava Sigbergsdóttir, spurð út í starf sitt sem einkaþjálfari. Svava hefur meðal annars unnið með Victoria's Secret, danska íþróttamerkinu Hummel ásamt því að þjálfa stórstjörnurnar Nicole Scherzinger og Amöndu Holden. „Það skiptir miklu máli að hafa góða þekkingu þegar kemur að því að hella sér út í þennan bransa.“Svava ásamt Nichole Scherzinger.Svava stofnaði The Viking Method árið 2013 og hefur heldur betur mikið vatn runnið til sjávar síðan, Svava er orðin mjög vinsæl meðal stórstjarna í Bretlandi og stefnir á útgáfu bókar þar sem hún kemur til með að aðstoða fólk við að koma sér í gott líkamlegt og andlegt form. „Sami umboðsmaður og kom Harry Potter bókunum í útgáfu hafði samband við mig í tengslum við nýju bókina mína sem ég kem til með að gefa út á næstunni. Ég er nú þegar búin að skrifa undir samning og er ótrúlega spennt,“ segir hún. Svava þróar nýjan æfingastíl sem fer eins og eldur í sinu um Bretland um þessar mundir. Svava leggur áherslu á að blanda saman boxi, hoppi og ýmsum fitness-æfingum til að auka þol, styrk og snerpu. Einnig leggur hún mikla áherslu á andlega hlutann. Mikil vinna liggur að baki stofnun The Viking Method, og þurfti Svava að hafa mikið fyrir því að koma sér á kortið. „Í upphafi var þetta virkilega mikil vinna. Ég hafði samband við blöðin hérna úti til að kynna mig en það var alls ekki auðvelt, því ég varð helst að vera að þjálfa frægan einstakling til þess að fá umfjöllun,“ segir hún.Svava Sigbergsdóttir einkaþjálfari í Bretlandi,Fyrir tveimur árum komst Svava í samband við umboðsmann söngdívunnar Nicole Scherzinger og er óhætt að segja að boltinn hafi farið að rúlla þá. „Ég komst í samband við Nicole Scherzinger, aðalsöngkonu The Pussycat Dolls og dómara í X-Factor í Bretlandi. Ég bauð henni að æfa hjá mér, hún varð mjög ánægð, ég er enn þá að þjálfa hana þegar hún er stödd í Bretlandi. Í kjölfarið fékk ég mikla umfjöllun í blöðunum sem var mjög gott,“ segir Svava og bætir við að Nicole sé alveg einstaklega skemmtileg og góð manneskja. Í dag þjálfar Svava fjöldann allan af fólki, meðal annars þjálfar hún bresku leikkonuna Amöndu Holden en hún hefur heldur betur gert garðinn frægan sem einn af aðaldómurum Britain's Got Talent. En hvernig týpa er Amanda? „Hún er bara alveg eins og hún er í sjónvarpinu, einstaklega einlæg og skemmtileg, hún bauð mér og dóttur minni að koma og horfa á Britain's Got Talent í kvöld í beinni útsendingu sem er ótrúlega skemmtilegt,“ segir Svava spennt fyrir kvöldinu.
Mest lesið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Lífið Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Sjá meira