Má bjóða þér eiturefni með jarðaberjabragði? Lára G. Sigurðardóttir skrifar 26. maí 2016 13:00 Finnst okkur í lagi að dreifa neysluvöru sem víðast, ef hún inniheldur minna magn af eiturefnum en sú sem styttir líf um helming neytenda? Það er enginn að tala um að banna rafrettur fyrir reykingamenn en það er full ástæða til að lög og reglugerðir verndi börnin okkar gagnvart rafrettum, líkt og verið er að innleiða í nágrannaþjóðum okkar (1,2). Skoðum nokkrar varasamar fullyrðingar sem heyrst hafa um rafrettur. 1. „Rafrettur eru skaðlausar“ Enn er ekki hægt að fullyrða um skaðsemi rafretta því langtímaáhrif á heilsu eru ekki þekkt (3). Það mun taka áratugi til viðbótar þar til hægt verður að álykta afdráttarlaust um skaðsemi rafretta. Þó er það svo að flestir sérfræðingar eru sammála um að þær séu skaðminni en sígarettur. 2. „Rafrettan mun leysa sígarettuna af hólmi“ Góðum árangri í tóbaksforvörnum var náð áður en farið var að selja rafrettur hérlendis. Auk þess hefur verið sýnt fram á að meira en 90% þeirra sem reyna að hætta sígarettureykingum með því að skipta yfir í rafrettur byrja aftur að reykja (4). Það er svipaður árangur og með nikótínplástrum. 3. „Bragðefnin í rafrettum eru saklaus“ Rannsóknir sýna að rafrettuvökvi inniheldur í flestum tilfellum skaðleg efni og þar með talin krabbameinsvaldandi efni, sem geta valdið skemmdum á erfðaefni fruma (5,6,7,8). 4. „Unglingar byrja ekki að nota rafrettur“ Tíðni rafrettureykinga hefur aukist meðal unglinga auk þess sem sýnt hefur verið fram á að þeir unglingar sem nota rafrettur eru líklegri til að leiðast út í sígarettureykingar (9,10,11,12). Tóbaksfyrirtækin eru nú að yfirtaka rafrettuiðnaðinn (13) og beina agni sínu að börnum og unglingum sem eru því miður oft auðveld bráð nikótínfíknar (14). Fjárhæðir sem settar eru í auglýsingar hafa hátt í tuttugufaldast á þremur árum (15) og tóbaksrisinn hefur hvorki gefið út yfirlýsingu um að markmiðið sé að útrýma tóbaksreykingum né nikótínfíkn (16). 5. „Rafrettuvökvinn er ekki slysagildra“ Ungum börnum stafar bráð hætta af nikótínvökvum sem gjarnan eru seldir í sælgætisbúningi. Eitrunarútköll af völdum nikótíns í rafrettuvökva fimmtíufölduðust í USA á fjórum árum (17). Lífshættulegum eitrunum meðal barna hefur verið lýst og tíu mánaða gamalt barn var hætt komið eftir að hafa drukkið nikótínvökva (18). Ef barn drekkur nikótínvökva getur það valdið öndunarstoppi og dauða. 6. „Nikótín er saklaust“ Nikótín er sterkt ávanabindandi eiturefni og er flokkað sem slíkt hjá umhverfisstofnun (19). Góð samantekt um skaðsemi nikótíns er að finna í riti bandaríska landlæknisembættisins (20). Tökum dæmi: Ef móðir neytir nikótíns í einhverju formi á meðgöngu getur heili barnsins orðið fyrir varanlegri þroskaskerðingu ásamt því að nikótínið eykur líkur á fyrirburafæðingu og andvana fæðingum. Einnig eru vísbendingar um að unglingar sem neyta nikótíns geta orðið fyrir skaðlegum áhrifum á heila (21,22). 7. „Þeir sem anda að sér óbeinum rafrettureyk eru í engri hættu“ Skaðsemi óbeinna sígarettureykinga var staðfest mörgum áratugum eftir að vitað var um skaðsemi beinna reykinga. Rannsóknir sýna að skaðleg efni í rafrettureyk greinast í umhverfi þeirra sem reykja rafrettur (23,24). Fleiri rannsóknir eru nauðsynlegar áður en hægt verður að álykta um áhrif óbeinna rafrettureykinga. Þó svo að það sé betra fyrir sígarettureykingamann að skipta yfir í rafrettur jafngildir það ekki að það sé í lagi fyrir börnin okkar að byrja að fikta við þær. Viljum við bjóða áfram upp á eiturefni með jarðaberjabragði í sælgætisverslunum, einungis til að þóknast reykingarmönnum, eða ætlum við að vernda börnin okkar fyrir þessari „nútíma tískuvöru“? Getur verið réttmæt ástæða fyrir því að 17 læknar og sérfræðingar í tóbaksforvörnum hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu (25) um að vera á varðbergi gagnvart rafrettum? https://ec.europa.eu/health/tobacco/products/index_en.htmhttps://www.gov.uk/guidance/e-cigarettes-regulations-for-consumer-productshttps://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0091743514003739https://www.thelancet.com/journals/lancet/article/PIIS0140-6736(13)61842-5/abstracthttps://www.fda.gov/ForConsumers/ConsumerUpdates/ucm173401.htmhttps://tobaccocontrol.bmj.com/content/early/2013/03/05/tobaccocontrol-2012-050859.abstracthttps://www.oraloncology.com/article/S1368-8375%2815%2900362-0/abstracthttps://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/22989551https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/26811353 https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S1054139X15000622https://jama.jamanetwork.com/article.aspx?articleid=2428954https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S1054139X14003103https://www.tobaccotactics.org/index.php/E-cigaretteshttps://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/26781305https://www.cdc.gov/vitalsigns/ecigarette-ads/https://www.bmj.com/content/349/bmj.g5512https://www.jem-journal.com/article/S0736-4679(14)01461-9/abstracthttps://www.nejm.org/doi/full/10.1056/NEJMc1403843http://www.ust.is/library/Skrar/Atvinnulif/Reglugerdir/Efni-og-efnavara/CLP-annex_vi_tafla_3-1.pdfhttps://www.surgeongeneral.gov/library/reports/50-years-of-progress/sgr50-chap-5.pdfhttps://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0749379715000355https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC4359356/https://journals.plos.org/plosone/article?id=10.1371/journal.pone.0057987https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S1438463913001533/g/2016160109398 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lára G. Sigurðardóttir Rafrettur Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Sjá meira
Finnst okkur í lagi að dreifa neysluvöru sem víðast, ef hún inniheldur minna magn af eiturefnum en sú sem styttir líf um helming neytenda? Það er enginn að tala um að banna rafrettur fyrir reykingamenn en það er full ástæða til að lög og reglugerðir verndi börnin okkar gagnvart rafrettum, líkt og verið er að innleiða í nágrannaþjóðum okkar (1,2). Skoðum nokkrar varasamar fullyrðingar sem heyrst hafa um rafrettur. 1. „Rafrettur eru skaðlausar“ Enn er ekki hægt að fullyrða um skaðsemi rafretta því langtímaáhrif á heilsu eru ekki þekkt (3). Það mun taka áratugi til viðbótar þar til hægt verður að álykta afdráttarlaust um skaðsemi rafretta. Þó er það svo að flestir sérfræðingar eru sammála um að þær séu skaðminni en sígarettur. 2. „Rafrettan mun leysa sígarettuna af hólmi“ Góðum árangri í tóbaksforvörnum var náð áður en farið var að selja rafrettur hérlendis. Auk þess hefur verið sýnt fram á að meira en 90% þeirra sem reyna að hætta sígarettureykingum með því að skipta yfir í rafrettur byrja aftur að reykja (4). Það er svipaður árangur og með nikótínplástrum. 3. „Bragðefnin í rafrettum eru saklaus“ Rannsóknir sýna að rafrettuvökvi inniheldur í flestum tilfellum skaðleg efni og þar með talin krabbameinsvaldandi efni, sem geta valdið skemmdum á erfðaefni fruma (5,6,7,8). 4. „Unglingar byrja ekki að nota rafrettur“ Tíðni rafrettureykinga hefur aukist meðal unglinga auk þess sem sýnt hefur verið fram á að þeir unglingar sem nota rafrettur eru líklegri til að leiðast út í sígarettureykingar (9,10,11,12). Tóbaksfyrirtækin eru nú að yfirtaka rafrettuiðnaðinn (13) og beina agni sínu að börnum og unglingum sem eru því miður oft auðveld bráð nikótínfíknar (14). Fjárhæðir sem settar eru í auglýsingar hafa hátt í tuttugufaldast á þremur árum (15) og tóbaksrisinn hefur hvorki gefið út yfirlýsingu um að markmiðið sé að útrýma tóbaksreykingum né nikótínfíkn (16). 5. „Rafrettuvökvinn er ekki slysagildra“ Ungum börnum stafar bráð hætta af nikótínvökvum sem gjarnan eru seldir í sælgætisbúningi. Eitrunarútköll af völdum nikótíns í rafrettuvökva fimmtíufölduðust í USA á fjórum árum (17). Lífshættulegum eitrunum meðal barna hefur verið lýst og tíu mánaða gamalt barn var hætt komið eftir að hafa drukkið nikótínvökva (18). Ef barn drekkur nikótínvökva getur það valdið öndunarstoppi og dauða. 6. „Nikótín er saklaust“ Nikótín er sterkt ávanabindandi eiturefni og er flokkað sem slíkt hjá umhverfisstofnun (19). Góð samantekt um skaðsemi nikótíns er að finna í riti bandaríska landlæknisembættisins (20). Tökum dæmi: Ef móðir neytir nikótíns í einhverju formi á meðgöngu getur heili barnsins orðið fyrir varanlegri þroskaskerðingu ásamt því að nikótínið eykur líkur á fyrirburafæðingu og andvana fæðingum. Einnig eru vísbendingar um að unglingar sem neyta nikótíns geta orðið fyrir skaðlegum áhrifum á heila (21,22). 7. „Þeir sem anda að sér óbeinum rafrettureyk eru í engri hættu“ Skaðsemi óbeinna sígarettureykinga var staðfest mörgum áratugum eftir að vitað var um skaðsemi beinna reykinga. Rannsóknir sýna að skaðleg efni í rafrettureyk greinast í umhverfi þeirra sem reykja rafrettur (23,24). Fleiri rannsóknir eru nauðsynlegar áður en hægt verður að álykta um áhrif óbeinna rafrettureykinga. Þó svo að það sé betra fyrir sígarettureykingamann að skipta yfir í rafrettur jafngildir það ekki að það sé í lagi fyrir börnin okkar að byrja að fikta við þær. Viljum við bjóða áfram upp á eiturefni með jarðaberjabragði í sælgætisverslunum, einungis til að þóknast reykingarmönnum, eða ætlum við að vernda börnin okkar fyrir þessari „nútíma tískuvöru“? Getur verið réttmæt ástæða fyrir því að 17 læknar og sérfræðingar í tóbaksforvörnum hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu (25) um að vera á varðbergi gagnvart rafrettum? https://ec.europa.eu/health/tobacco/products/index_en.htmhttps://www.gov.uk/guidance/e-cigarettes-regulations-for-consumer-productshttps://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0091743514003739https://www.thelancet.com/journals/lancet/article/PIIS0140-6736(13)61842-5/abstracthttps://www.fda.gov/ForConsumers/ConsumerUpdates/ucm173401.htmhttps://tobaccocontrol.bmj.com/content/early/2013/03/05/tobaccocontrol-2012-050859.abstracthttps://www.oraloncology.com/article/S1368-8375%2815%2900362-0/abstracthttps://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/22989551https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/26811353 https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S1054139X15000622https://jama.jamanetwork.com/article.aspx?articleid=2428954https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S1054139X14003103https://www.tobaccotactics.org/index.php/E-cigaretteshttps://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/26781305https://www.cdc.gov/vitalsigns/ecigarette-ads/https://www.bmj.com/content/349/bmj.g5512https://www.jem-journal.com/article/S0736-4679(14)01461-9/abstracthttps://www.nejm.org/doi/full/10.1056/NEJMc1403843http://www.ust.is/library/Skrar/Atvinnulif/Reglugerdir/Efni-og-efnavara/CLP-annex_vi_tafla_3-1.pdfhttps://www.surgeongeneral.gov/library/reports/50-years-of-progress/sgr50-chap-5.pdfhttps://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0749379715000355https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC4359356/https://journals.plos.org/plosone/article?id=10.1371/journal.pone.0057987https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S1438463913001533/g/2016160109398
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun