Taka bara mið af neikvæðum áhrifum virkjanaframkvæmda Kristján Már Unnarsson skrifar 27. maí 2016 21:56 Ekki er metið í rammaáætlun hvort íslensk raforka gæti dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu þar sem verkefnisstjórn hennar telur það ekki á sínu verksviði. Þá telur nefndin sig skorta tæki til að meta samfélags- og efnahagsleg áhrif virkjana. Gagnrýni á rammaáætlun hefur þetta vorið mest heyrst úr raforkugeiranum. Á fundi hagsmunasamtaka þeirra, Samorku, sem lauk í Reykjavík í dag, mátti sá sem stýrir rammaáætlunarferlinu, Stefán Gíslason, sitja undir ákúrum fyrir að taka bara mið af neikvæðum umhverfisáhrifum virkjana en ekki jákvæðum áhrifum á samfélög og þjóðarhag. „Þannig að það hefur ekki verið tekið tillit til samfélagslegra áhrifa og ekki efnahagslegra áhrifa og það höfum við gagnrýnt mjög,“ segir Helgi Jóhannesson, formaður Samorku og forstjóri Norðurorku. Helgi Jóhannesson, formaður Samorku og forstjóri Norðurorku.Stöð2/Sigurjón Ólason.„Það er að vissu leyti hægt að taka undir það. En við hins vegar búum við það að við höfum ekki þau tæki sem kannski þyrfti til að geta notað þessa þætti til að gera upp á milli virkjanakosta,“ segir Stefán Gíslason, formaður verkefnisstjórnar rammaáætlunar. Stefán segir að viðkomandi faghópar séu að þróa aðferðafræði til að meta þessa þætti. „Það kann að vera að það hylli undir það að þessi samfélagslega vídd bætist við. Það mun ekki gerast á þessu tímabili. Því er að ljúka.“ Varðandi efnahagsleg áhrif segir Stefán málið flóknara. „Þar er okkur sá vandi á höndum að í eðli sínu þá er þjóðhagsleg þýðing hverrar gígavattstundar alltaf sú sama, hvaðan sem hún kemur, meðan ekki er vitað til hvers á að nota hana. Þannig að þetta er ekki eins auðvelt og að segja það.“ Þá hefur verkefnisstjórnin verið gagnrýnd fyrir að meta ekki hvaða áhrif nýjar virkjanir á Íslandi gætu haft til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu. Þessa þætti segir formaðurinn vera utan verksviðs rammaáætlunar. „Það er ekki hlutverk verkefnisstjórnar að bregðast við, - við skulum segja aukinni eftirspurn eftir grænni orku. Við erum bara að flokka þær hugmyndir sem eru komnar fram og reyna að leggja mat á það hvort það sé verjandi út frá öðrum hagsmunum. Það er að segja út frá, annars vegar; náttúruverðmætum, menningarminjum, - og síðan annarri nýtingu; ferðamennsku, útivist, veiðum og beit, - hvort það sé réttlætanlegt gagnvart þessum verðmætum að nýta tiltekin svæði til orkuvinnslu,“ segir formaður verkefnisstjórnar rammaáætlunar. Tengdar fréttir Umhverfisráðherra ánægð með faglega vinnu verkefnisstjórnar Sigrún Magnúsdóttir segist leggja áherslu á að ákvarðanir um virkjanakosti byggi á tillögum verkefnisstjórnar um rammaáætlun. 1. apríl 2016 13:16 Draumurinn um hálendisþjóðgarð falli nokkuð nálægt nýjustu drögum að rammaáætlun Rammaáætlun er ekki afgreidd frá Alþingi sem lög heldur sem þingsályktun og því kemur ekki til kasta forseta Íslands þegar kemur að afgreiðslu rammaáætlunar en eitt af því sem Andri Snær Magnason, forsetaframbjóðandi, vill setja á oddinn nái hann kjöri er þjóðgarður á hálendinu. 13. apríl 2016 13:50 Þrjár stórár í vernd en Þjórsá virkjuð Allir virkjunarkostirnir í neðri hluta Þjórsár verða í nýtingarflokki að óbreyttum tillögum verkefnastjórnar Rammaáætlunar. Stórárnar Skjálfandafljót, Héraðsvötn og Skaftá verða verndaðar. Fyrstu viðbrögð verndunar- og virkjuna 1. apríl 2016 07:00 Sakar stjórn rammaáætlunar um ósæmandi málsmeðferð Orkustofnun segir verkefnisstjórn rammaáætlunar sópa virkjanakostum undir teppi og halda þeim þannig leyndum gagnvart Alþingi. 20. apríl 2016 19:45 Segir ekki farið að lögum við gerð rammaáætlunar Forstjóri Landsvirkjunar gagnrýnir verkefnisstjórn rammaáætlunar fyrir að hafa eingöngu horft til neikvæðra áhrifa virkjana. 1. apríl 2016 19:00 Segir verkefnastjórn vaða í villu Iðnaðarráðherra gefur lítið fyrir vinnu verkefnisstjórnar rammaáætlunar. Segir niðurstöður hennar dæmi um skilningsleysi á samspili orku- og loftslagsmála. Vonar að niðurstöðum um virkjanakosti verði hnekkt. 6. apríl 2016 07:00 Skrokkalda og neðri hluti Þjórsár í nýtingarflokk Drög að tillögum verkefnisstjórnar um rammaáætlun voru kynnt í dag og fara sjö svæði í orkunýtingarflokk samkvæmt þeim. 31. mars 2016 15:49 Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
Ekki er metið í rammaáætlun hvort íslensk raforka gæti dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu þar sem verkefnisstjórn hennar telur það ekki á sínu verksviði. Þá telur nefndin sig skorta tæki til að meta samfélags- og efnahagsleg áhrif virkjana. Gagnrýni á rammaáætlun hefur þetta vorið mest heyrst úr raforkugeiranum. Á fundi hagsmunasamtaka þeirra, Samorku, sem lauk í Reykjavík í dag, mátti sá sem stýrir rammaáætlunarferlinu, Stefán Gíslason, sitja undir ákúrum fyrir að taka bara mið af neikvæðum umhverfisáhrifum virkjana en ekki jákvæðum áhrifum á samfélög og þjóðarhag. „Þannig að það hefur ekki verið tekið tillit til samfélagslegra áhrifa og ekki efnahagslegra áhrifa og það höfum við gagnrýnt mjög,“ segir Helgi Jóhannesson, formaður Samorku og forstjóri Norðurorku. Helgi Jóhannesson, formaður Samorku og forstjóri Norðurorku.Stöð2/Sigurjón Ólason.„Það er að vissu leyti hægt að taka undir það. En við hins vegar búum við það að við höfum ekki þau tæki sem kannski þyrfti til að geta notað þessa þætti til að gera upp á milli virkjanakosta,“ segir Stefán Gíslason, formaður verkefnisstjórnar rammaáætlunar. Stefán segir að viðkomandi faghópar séu að þróa aðferðafræði til að meta þessa þætti. „Það kann að vera að það hylli undir það að þessi samfélagslega vídd bætist við. Það mun ekki gerast á þessu tímabili. Því er að ljúka.“ Varðandi efnahagsleg áhrif segir Stefán málið flóknara. „Þar er okkur sá vandi á höndum að í eðli sínu þá er þjóðhagsleg þýðing hverrar gígavattstundar alltaf sú sama, hvaðan sem hún kemur, meðan ekki er vitað til hvers á að nota hana. Þannig að þetta er ekki eins auðvelt og að segja það.“ Þá hefur verkefnisstjórnin verið gagnrýnd fyrir að meta ekki hvaða áhrif nýjar virkjanir á Íslandi gætu haft til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu. Þessa þætti segir formaðurinn vera utan verksviðs rammaáætlunar. „Það er ekki hlutverk verkefnisstjórnar að bregðast við, - við skulum segja aukinni eftirspurn eftir grænni orku. Við erum bara að flokka þær hugmyndir sem eru komnar fram og reyna að leggja mat á það hvort það sé verjandi út frá öðrum hagsmunum. Það er að segja út frá, annars vegar; náttúruverðmætum, menningarminjum, - og síðan annarri nýtingu; ferðamennsku, útivist, veiðum og beit, - hvort það sé réttlætanlegt gagnvart þessum verðmætum að nýta tiltekin svæði til orkuvinnslu,“ segir formaður verkefnisstjórnar rammaáætlunar.
Tengdar fréttir Umhverfisráðherra ánægð með faglega vinnu verkefnisstjórnar Sigrún Magnúsdóttir segist leggja áherslu á að ákvarðanir um virkjanakosti byggi á tillögum verkefnisstjórnar um rammaáætlun. 1. apríl 2016 13:16 Draumurinn um hálendisþjóðgarð falli nokkuð nálægt nýjustu drögum að rammaáætlun Rammaáætlun er ekki afgreidd frá Alþingi sem lög heldur sem þingsályktun og því kemur ekki til kasta forseta Íslands þegar kemur að afgreiðslu rammaáætlunar en eitt af því sem Andri Snær Magnason, forsetaframbjóðandi, vill setja á oddinn nái hann kjöri er þjóðgarður á hálendinu. 13. apríl 2016 13:50 Þrjár stórár í vernd en Þjórsá virkjuð Allir virkjunarkostirnir í neðri hluta Þjórsár verða í nýtingarflokki að óbreyttum tillögum verkefnastjórnar Rammaáætlunar. Stórárnar Skjálfandafljót, Héraðsvötn og Skaftá verða verndaðar. Fyrstu viðbrögð verndunar- og virkjuna 1. apríl 2016 07:00 Sakar stjórn rammaáætlunar um ósæmandi málsmeðferð Orkustofnun segir verkefnisstjórn rammaáætlunar sópa virkjanakostum undir teppi og halda þeim þannig leyndum gagnvart Alþingi. 20. apríl 2016 19:45 Segir ekki farið að lögum við gerð rammaáætlunar Forstjóri Landsvirkjunar gagnrýnir verkefnisstjórn rammaáætlunar fyrir að hafa eingöngu horft til neikvæðra áhrifa virkjana. 1. apríl 2016 19:00 Segir verkefnastjórn vaða í villu Iðnaðarráðherra gefur lítið fyrir vinnu verkefnisstjórnar rammaáætlunar. Segir niðurstöður hennar dæmi um skilningsleysi á samspili orku- og loftslagsmála. Vonar að niðurstöðum um virkjanakosti verði hnekkt. 6. apríl 2016 07:00 Skrokkalda og neðri hluti Þjórsár í nýtingarflokk Drög að tillögum verkefnisstjórnar um rammaáætlun voru kynnt í dag og fara sjö svæði í orkunýtingarflokk samkvæmt þeim. 31. mars 2016 15:49 Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
Umhverfisráðherra ánægð með faglega vinnu verkefnisstjórnar Sigrún Magnúsdóttir segist leggja áherslu á að ákvarðanir um virkjanakosti byggi á tillögum verkefnisstjórnar um rammaáætlun. 1. apríl 2016 13:16
Draumurinn um hálendisþjóðgarð falli nokkuð nálægt nýjustu drögum að rammaáætlun Rammaáætlun er ekki afgreidd frá Alþingi sem lög heldur sem þingsályktun og því kemur ekki til kasta forseta Íslands þegar kemur að afgreiðslu rammaáætlunar en eitt af því sem Andri Snær Magnason, forsetaframbjóðandi, vill setja á oddinn nái hann kjöri er þjóðgarður á hálendinu. 13. apríl 2016 13:50
Þrjár stórár í vernd en Þjórsá virkjuð Allir virkjunarkostirnir í neðri hluta Þjórsár verða í nýtingarflokki að óbreyttum tillögum verkefnastjórnar Rammaáætlunar. Stórárnar Skjálfandafljót, Héraðsvötn og Skaftá verða verndaðar. Fyrstu viðbrögð verndunar- og virkjuna 1. apríl 2016 07:00
Sakar stjórn rammaáætlunar um ósæmandi málsmeðferð Orkustofnun segir verkefnisstjórn rammaáætlunar sópa virkjanakostum undir teppi og halda þeim þannig leyndum gagnvart Alþingi. 20. apríl 2016 19:45
Segir ekki farið að lögum við gerð rammaáætlunar Forstjóri Landsvirkjunar gagnrýnir verkefnisstjórn rammaáætlunar fyrir að hafa eingöngu horft til neikvæðra áhrifa virkjana. 1. apríl 2016 19:00
Segir verkefnastjórn vaða í villu Iðnaðarráðherra gefur lítið fyrir vinnu verkefnisstjórnar rammaáætlunar. Segir niðurstöður hennar dæmi um skilningsleysi á samspili orku- og loftslagsmála. Vonar að niðurstöðum um virkjanakosti verði hnekkt. 6. apríl 2016 07:00
Skrokkalda og neðri hluti Þjórsár í nýtingarflokk Drög að tillögum verkefnisstjórnar um rammaáætlun voru kynnt í dag og fara sjö svæði í orkunýtingarflokk samkvæmt þeim. 31. mars 2016 15:49