Segir ekki farið að lögum við gerð rammaáætlunar Kristján Már Unnarsson skrifar 1. apríl 2016 19:00 Forstjóri Landsvirkjunar gagnrýnir verkefnisstjórn rammaáætlunar fyrir að hafa ekkert horft til jákvæðra efnahags- og samfélagslegra áhrifa virkjana, þótt lög kveði skýrt á um slíkt. Eingöngu hafi verið horft til neikvæðra áhrifa. Umhverfisráðherra segir að sér hugnist vel tillögurnar. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, minnir á að lögin um rammaáætlun kveði á um að lagt skuli mat á efnahagsleg, umhverfisleg og samfélagsleg áhrif. „Það er í rauninni eingöngu horft á neikvæð áhrif framkvæmdanna þrátt fyrir að lögin kveði skýrt á um það að það eigi líka að horfa til samfélagslegra áhrifa og efnahagslegra áhrifa,“ segir Hörður. Tillögudrögin gera þó ráð fyrir að neðri hluti Þjórsár verði virkjaður. Athygli vekur jafnframt að lagt er til að þrjú stór vatnasvið verði vernduð; Héraðsvötn, Skjálfandafljót og Skaftá. Hörður nefnir Norðurland sérstaklega þar sem vandamál hafi verið að mæta almennri eftirspurn eftir raforku. Þar sé verið að taka mjög stórar ákvarðanir um nánast enga uppbyggingu raforkuframleiðslu, á sama tíma og samfélögin þar geri ríka kröfu um að geta vaxið og dafnað, meðal annars á grundvelli raforku. „Að taka þær án þess að greina þessi samfélagslegu og efnahagslegu áhrif, eins og lög kveða skýrt á um, kemur okkur mjög á óvart.“ Hörður segir þetta ekki snúast um stóriðju. „Ég er að tala um smáiðnað, ég er að tala um orkuskipti, ég er að tala um að geta rafvætt skemmtiferðaskip og annað, - og raun og veru bara að geta uppfyllt þau markmið sem við höfum sett okkur í loftlagsmálum. Það verður að greina það, - og það hefur ekki farið fram, - sem er miður.“ Hann nefnir sem dæmi að þegar Norðmenn hafi farið í gegnum sambærilegt ferli hafi mjög ríkt verið horft til beggja þátta, neikvæðra umhverfisáhrifa og jákvæðra samfélagsáhrifa. Það jafnvægi séu menn að reyna að finna en það gerist ekki með því að sleppa því að skoða annan þáttinn. Næstu fjóra mánuði gefst öllum færi á að gera athugasemdir en síðan leggur verkefnisstjórn lokatillögu fyrir umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigrúnu Magnúsdóttur. Spurð hvort hún muni leggja til breytingar svarar hún að það sé alveg trúlegt. Rétt eins og þegar verið sé að búa til góða flík sníði maður af henni agnúa, ef þeir komi í ljós. „En það er mín óskastaða að geta fengið þannig tillögu í hendur 1. september að ég geri ekki á henni breytingu.“ -En eins og hún lítur út núna, finnst þér líklegt að þú gerir miklar breytingar á henni? „Ég vil nú ekki tjá mig um það á þessari stundu. En mér hugnast hún það vel, getum við sagt, að ég gæti alveg borið hana fram,“ svarar ráðherra. Tengdar fréttir Umhverfisráðherra ánægð með faglega vinnu verkefnisstjórnar Sigrún Magnúsdóttir segist leggja áherslu á að ákvarðanir um virkjanakosti byggi á tillögum verkefnisstjórnar um rammaáætlun. 1. apríl 2016 13:16 Þrjár stórár í vernd en Þjórsá virkjuð Allir virkjunarkostirnir í neðri hluta Þjórsár verða í nýtingarflokki að óbreyttum tillögum verkefnastjórnar Rammaáætlunar. Stórárnar Skjálfandafljót, Héraðsvötn og Skaftá verða verndaðar. Fyrstu viðbrögð verndunar- og virkjuna 1. apríl 2016 07:00 Skrokkalda og neðri hluti Þjórsár í nýtingarflokk Drög að tillögum verkefnisstjórnar um rammaáætlun voru kynnt í dag og fara sjö svæði í orkunýtingarflokk samkvæmt þeim. 31. mars 2016 15:49 Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Sjá meira
Forstjóri Landsvirkjunar gagnrýnir verkefnisstjórn rammaáætlunar fyrir að hafa ekkert horft til jákvæðra efnahags- og samfélagslegra áhrifa virkjana, þótt lög kveði skýrt á um slíkt. Eingöngu hafi verið horft til neikvæðra áhrifa. Umhverfisráðherra segir að sér hugnist vel tillögurnar. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, minnir á að lögin um rammaáætlun kveði á um að lagt skuli mat á efnahagsleg, umhverfisleg og samfélagsleg áhrif. „Það er í rauninni eingöngu horft á neikvæð áhrif framkvæmdanna þrátt fyrir að lögin kveði skýrt á um það að það eigi líka að horfa til samfélagslegra áhrifa og efnahagslegra áhrifa,“ segir Hörður. Tillögudrögin gera þó ráð fyrir að neðri hluti Þjórsár verði virkjaður. Athygli vekur jafnframt að lagt er til að þrjú stór vatnasvið verði vernduð; Héraðsvötn, Skjálfandafljót og Skaftá. Hörður nefnir Norðurland sérstaklega þar sem vandamál hafi verið að mæta almennri eftirspurn eftir raforku. Þar sé verið að taka mjög stórar ákvarðanir um nánast enga uppbyggingu raforkuframleiðslu, á sama tíma og samfélögin þar geri ríka kröfu um að geta vaxið og dafnað, meðal annars á grundvelli raforku. „Að taka þær án þess að greina þessi samfélagslegu og efnahagslegu áhrif, eins og lög kveða skýrt á um, kemur okkur mjög á óvart.“ Hörður segir þetta ekki snúast um stóriðju. „Ég er að tala um smáiðnað, ég er að tala um orkuskipti, ég er að tala um að geta rafvætt skemmtiferðaskip og annað, - og raun og veru bara að geta uppfyllt þau markmið sem við höfum sett okkur í loftlagsmálum. Það verður að greina það, - og það hefur ekki farið fram, - sem er miður.“ Hann nefnir sem dæmi að þegar Norðmenn hafi farið í gegnum sambærilegt ferli hafi mjög ríkt verið horft til beggja þátta, neikvæðra umhverfisáhrifa og jákvæðra samfélagsáhrifa. Það jafnvægi séu menn að reyna að finna en það gerist ekki með því að sleppa því að skoða annan þáttinn. Næstu fjóra mánuði gefst öllum færi á að gera athugasemdir en síðan leggur verkefnisstjórn lokatillögu fyrir umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigrúnu Magnúsdóttur. Spurð hvort hún muni leggja til breytingar svarar hún að það sé alveg trúlegt. Rétt eins og þegar verið sé að búa til góða flík sníði maður af henni agnúa, ef þeir komi í ljós. „En það er mín óskastaða að geta fengið þannig tillögu í hendur 1. september að ég geri ekki á henni breytingu.“ -En eins og hún lítur út núna, finnst þér líklegt að þú gerir miklar breytingar á henni? „Ég vil nú ekki tjá mig um það á þessari stundu. En mér hugnast hún það vel, getum við sagt, að ég gæti alveg borið hana fram,“ svarar ráðherra.
Tengdar fréttir Umhverfisráðherra ánægð með faglega vinnu verkefnisstjórnar Sigrún Magnúsdóttir segist leggja áherslu á að ákvarðanir um virkjanakosti byggi á tillögum verkefnisstjórnar um rammaáætlun. 1. apríl 2016 13:16 Þrjár stórár í vernd en Þjórsá virkjuð Allir virkjunarkostirnir í neðri hluta Þjórsár verða í nýtingarflokki að óbreyttum tillögum verkefnastjórnar Rammaáætlunar. Stórárnar Skjálfandafljót, Héraðsvötn og Skaftá verða verndaðar. Fyrstu viðbrögð verndunar- og virkjuna 1. apríl 2016 07:00 Skrokkalda og neðri hluti Þjórsár í nýtingarflokk Drög að tillögum verkefnisstjórnar um rammaáætlun voru kynnt í dag og fara sjö svæði í orkunýtingarflokk samkvæmt þeim. 31. mars 2016 15:49 Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Sjá meira
Umhverfisráðherra ánægð með faglega vinnu verkefnisstjórnar Sigrún Magnúsdóttir segist leggja áherslu á að ákvarðanir um virkjanakosti byggi á tillögum verkefnisstjórnar um rammaáætlun. 1. apríl 2016 13:16
Þrjár stórár í vernd en Þjórsá virkjuð Allir virkjunarkostirnir í neðri hluta Þjórsár verða í nýtingarflokki að óbreyttum tillögum verkefnastjórnar Rammaáætlunar. Stórárnar Skjálfandafljót, Héraðsvötn og Skaftá verða verndaðar. Fyrstu viðbrögð verndunar- og virkjuna 1. apríl 2016 07:00
Skrokkalda og neðri hluti Þjórsár í nýtingarflokk Drög að tillögum verkefnisstjórnar um rammaáætlun voru kynnt í dag og fara sjö svæði í orkunýtingarflokk samkvæmt þeim. 31. mars 2016 15:49