Viðskipti innlent

Facebook sver af sér ásakanir um ritskoðun

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mark Zuckerberg stofnandi Facebook er 31 árs gamall en einn áhrifamesti maður veraldar enda Facebook með 1,6 milljarð notenda.
Mark Zuckerberg stofnandi Facebook er 31 árs gamall en einn áhrifamesti maður veraldar enda Facebook með 1,6 milljarð notenda. Vísir/Getty
Facebook neitar ásökunum þess efnis að starfsmenn fyrirtækisins hafi áhrif á það hvaða fréttir komast í dreifingu á samfélagsmiðlinum, í svonefndum Trending Topics dálki á síðunni. Þeir segjast ekki láta eigin skoðanir hafa áhrif á það hvað birtist þar heldur sé dálkurinn breytilegur eftir hverjum notanda fyrir sig.

Í umfjöllun tæknisíðunnar Gizmodo sem birt var í gær, og má sjá hér að neðan, kom fram að starfsmenn Facebook bæri ábyrgð á því hvað birtist lesendum og hvað ekki, allt eftir því hvaða skoðun þeir hefðu sjálfir á hlutunum. Yfirmaður leitarvélar Facebook, Tom Stocky, þvertók fyrir það og sagði ekkert fullyrðingum Gizmodo til stuðnings.

Ásakanirnar koma fram nokkrum vikum eftir að stofnandi Facebook, Mark Zuckerberg, lýsti yfir andúð sinni á stefnu forsetaframbjóðandans Donald Trump.

„Ég heyri áhyggjuraddir sem vilja byggja veggi og skapa sundrung á milli fólks,“ sagði Zuckerberg á ráðstefnu á vegum Facebook á dögunum. Fyrirtækið minnir á að skoðanir Zuckerberg eru ekki skoðanir samfélagsmiðilsins.

BBC fjallar um málið.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×