Verum hugrökk Magnús Orri Schram skrifar 12. maí 2016 07:00 Samfylkingin þarf að taka verulegum breytingum á næstu vikum til að geta gegnt hlutverki sínu sem valkostur jafnaðarfólks í kosningunum í haust. Flokkurinn er með átta til tíu prósenta fylgi sem er að mestu meðal elstu kjósendanna. Okkur gengur afar erfiðlega að ná til yngra fólks. Áherslur okkar um sanngjarnt skattkerfi, öflugt heilbrigðis- og menntakerfi, auðlindir í almannaþágu og samkeppnishæft atvinnulíf eiga í dag brýnt erindi en virðast ekki ná til kjósenda. Þessi staða gerir okkur erfitt fyrir að laða til okkar nýtt fólk með nýjar hugmyndir. Vegna alls þessa tel ég að kominn sé tími á grundvallarbreytingu.Þróun í takt við tímann Til að hreyfing jafnaðarfólks geti þróast í takt við tímann verðum við að vera tilbúin til að byrja upp á nýtt. Það vil ég að Samfylkingin geri. Við eigum að skapa nýjan sameiginlegan vettvang fyrir flokksfólk og fólk sem er sammála okkur í pólitík en er utan flokka eða í öðrum stjórnmálaflokkum. Fólk sem hefur frjálslyndi, félagshyggju, femínisma og jöfnuð að leiðarljósi. Fólk sem vill ekki vera hluti af fortíðinni en hefur brýnt erindi við samtímann. Hreyfing með nýja talsmenn með nýjar hugmyndir.Þörf á nýrri hreyfingu Verði ég formaður Samfylkingar þá hyggst ég leiða flokkinn í þessa átt. Samfylkingin á að vera tilbúin að taka alvöru skref í átt til fólks sem er sammála okkur um lykiláherslur í íslenskum stjórnmálum. Við eigum að stofna nýja hreyfingu sem stefnir saman fólki frá miðju til vinstri. Hreyfingu sem rúmar fjölbreyttar raddir og mörg sjónarmið. Ég vil að við stefnum að því að stofna nýja nútímalega stjórnmálahreyfingu. Sem formaður Samfylkingarinnar mun ég hefja samtal við aðra stjórnmálaflokka og fólk utan flokka, um mótun nýrrar hreyfingar með áherslu á auðlindir í almannaþágu, umhverfisvernd, nýja stjórnarskrá, jöfn tækifæri, öflugt velferðarkerfi og samkeppni í heilbrigðu atvinnulífi. Staðan í stjórnmálum krefst þess að við séum hugrökk, köstum burt klyfjum fortíðar og séum tilbúin til að stíga saman næsta skref í sögu jafnaðarfólks á Íslandi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Sjá meira
Samfylkingin þarf að taka verulegum breytingum á næstu vikum til að geta gegnt hlutverki sínu sem valkostur jafnaðarfólks í kosningunum í haust. Flokkurinn er með átta til tíu prósenta fylgi sem er að mestu meðal elstu kjósendanna. Okkur gengur afar erfiðlega að ná til yngra fólks. Áherslur okkar um sanngjarnt skattkerfi, öflugt heilbrigðis- og menntakerfi, auðlindir í almannaþágu og samkeppnishæft atvinnulíf eiga í dag brýnt erindi en virðast ekki ná til kjósenda. Þessi staða gerir okkur erfitt fyrir að laða til okkar nýtt fólk með nýjar hugmyndir. Vegna alls þessa tel ég að kominn sé tími á grundvallarbreytingu.Þróun í takt við tímann Til að hreyfing jafnaðarfólks geti þróast í takt við tímann verðum við að vera tilbúin til að byrja upp á nýtt. Það vil ég að Samfylkingin geri. Við eigum að skapa nýjan sameiginlegan vettvang fyrir flokksfólk og fólk sem er sammála okkur í pólitík en er utan flokka eða í öðrum stjórnmálaflokkum. Fólk sem hefur frjálslyndi, félagshyggju, femínisma og jöfnuð að leiðarljósi. Fólk sem vill ekki vera hluti af fortíðinni en hefur brýnt erindi við samtímann. Hreyfing með nýja talsmenn með nýjar hugmyndir.Þörf á nýrri hreyfingu Verði ég formaður Samfylkingar þá hyggst ég leiða flokkinn í þessa átt. Samfylkingin á að vera tilbúin að taka alvöru skref í átt til fólks sem er sammála okkur um lykiláherslur í íslenskum stjórnmálum. Við eigum að stofna nýja hreyfingu sem stefnir saman fólki frá miðju til vinstri. Hreyfingu sem rúmar fjölbreyttar raddir og mörg sjónarmið. Ég vil að við stefnum að því að stofna nýja nútímalega stjórnmálahreyfingu. Sem formaður Samfylkingarinnar mun ég hefja samtal við aðra stjórnmálaflokka og fólk utan flokka, um mótun nýrrar hreyfingar með áherslu á auðlindir í almannaþágu, umhverfisvernd, nýja stjórnarskrá, jöfn tækifæri, öflugt velferðarkerfi og samkeppni í heilbrigðu atvinnulífi. Staðan í stjórnmálum krefst þess að við séum hugrökk, köstum burt klyfjum fortíðar og séum tilbúin til að stíga saman næsta skref í sögu jafnaðarfólks á Íslandi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun