Lamborghini upp jökul af því hann getur það Finnur Thorlacius skrifar 17. maí 2016 09:45 Svíinn Jon Olsson er þekktur fyrir mörg undarleg uppátæki sín á öflugum bílum og þar sem hann er nú fyrrum keppnismaður á skíðum er tilvalið að sameina tvö áhugamál hans, öfluga bíla og ferðir í skíðabrekkurnar. Hann tók uppá því að taka Lamborghini Murcielago LP 640 bíl uppá Fonna jökulinn í Noregi. Þar lætur hann öll hestöfl V12 vélarinnar í þessum ofurbíl hafa fyrir því upp og niður jökulinn og fer meðal annars svigbraut á jöklinum í dásamlegu sólarveðri. Bíllinn er afturhjóladrifinn og eru afturhjólin á negldum dekkjum með stórum nöglum og kæmist hann líklega annars ekki mikið áfram í snjónum. Ekki þarf að kvarta yfir afli bílsins enda kemst hann á lygilega ferð á þéttum snjónum á jöklinum í talsvert mikilli hæð eins og sést í myndskeiðinu hér að ofan. Sjón er sögu ríkari. Þetta er svosem ekki í fyrsta skipti sem öflugum sportbíl er ekið upp jökul eða snæviþakin fjöll því skemmst er að minnast þess að Benedikt Eyjólfsson ók fyrir nokkrum árum upp Skjaldbreið á Porsche 911 og komst alla leið á toppinn í hörðu færi. Bílar video Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent
Svíinn Jon Olsson er þekktur fyrir mörg undarleg uppátæki sín á öflugum bílum og þar sem hann er nú fyrrum keppnismaður á skíðum er tilvalið að sameina tvö áhugamál hans, öfluga bíla og ferðir í skíðabrekkurnar. Hann tók uppá því að taka Lamborghini Murcielago LP 640 bíl uppá Fonna jökulinn í Noregi. Þar lætur hann öll hestöfl V12 vélarinnar í þessum ofurbíl hafa fyrir því upp og niður jökulinn og fer meðal annars svigbraut á jöklinum í dásamlegu sólarveðri. Bíllinn er afturhjóladrifinn og eru afturhjólin á negldum dekkjum með stórum nöglum og kæmist hann líklega annars ekki mikið áfram í snjónum. Ekki þarf að kvarta yfir afli bílsins enda kemst hann á lygilega ferð á þéttum snjónum á jöklinum í talsvert mikilli hæð eins og sést í myndskeiðinu hér að ofan. Sjón er sögu ríkari. Þetta er svosem ekki í fyrsta skipti sem öflugum sportbíl er ekið upp jökul eða snæviþakin fjöll því skemmst er að minnast þess að Benedikt Eyjólfsson ók fyrir nokkrum árum upp Skjaldbreið á Porsche 911 og komst alla leið á toppinn í hörðu færi.
Bílar video Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent