Framkvæmdir við lúxushótel við Hörpu eru hafnar Heimir Már Pétursson skrifar 19. maí 2016 19:30 Reiknað er með að nýtt fimm stjörnu Marriott Edition hótel hefji starfsemi á Hörpureitnum haustið 2018. mynd/mannvit Nýtt fimm stjörnu hótel mun rísa upp úr grunninum við Hörpu eftir um tvö ár en framkvæmdir við bygginguna eru loks hafnar. Lögmaður fjárfestanna hvorki staðfestir né neitar að Bill Gates kunni að vera á meðal fjárfesta. Eftir margra ára hlé eru vinnuvélar loksins farnar að sjást í grunninum við Hörpu. En innan fárra missera rís þar fimm stjörnu hótel Marriot Edition með 250 herbergjum. Á síðasta ári var gengið frá samkomulagi við bandaríska hótelfjárfestinn Carpenter and Company um byggingu hótelsins. Fyrirtækið fer fyrir fjárfestingunni en fleiri munu koma þar að. Morgunblaðið segist í dag hafa heimildir fyrir því að Bill Gates stofnandi Microsoft sé einn af þeim. En Haraldur Flosi Tryggvason lögmaður fjárfestanna fæst hvorki til að staðfesta það né hrekja.Haraldur Flosi Tryggvason.vísir/gva„En það er verið að grafa eins og þú sérð hér fyrir aftan okkur og það verður hafist handa í haust við að reisa undirstöður að þessu merkilega mannvirki,“ segir Haraldur Flosi. Góðar horfur séu á að það takist að reisa bygginguna innan þess tíma sem menn settu sér. Carpenter and Company hafa gert samning við borgina til 50 ára en Marriot hótelið sem rís á lóðinni er eitt fárra undir nýju „Edition“ vörumerki lúxushótela keðjunnar.Þetta er náttúrlega stór framkvæmd á íslenskan mælikvarða? „Þetta er talsverð bygging já. En það eru nú framkvæmdir hér í kring sem eru alveg á sama mælikvarða,“ segir lögmaðurinn.Hvenær er áætlað að menn geti gengið hér inn í glæsta sali og skálað í kampavíni fyrir nýju hóteli? „Það er búið að semja við Marriott keðjuna um að hér verði Marriott Edition hótel árið 2018.“ Hótelbyggingin ein og sér mun kosta um 130 milljónir dollara eða um 16 milljarða íslenskra króna. Enn sem komið eru Carpenter and Company og Eggert Dagbjartsson einu hluthafar byggingarinnar. „En það munu eflaust koma aðrir hluthafar að þessu þegar fram líða stundir.“Og þeir nokkuð frægir sumir? „Það er bara vonandi,“ segir Haraldur Flosi Tryggvason og glottir. Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Stöðug eftirfylgni er grundvallaratriði Viðskipti innlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Björgvin Ingi til Deloitte Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Nýtt fimm stjörnu hótel mun rísa upp úr grunninum við Hörpu eftir um tvö ár en framkvæmdir við bygginguna eru loks hafnar. Lögmaður fjárfestanna hvorki staðfestir né neitar að Bill Gates kunni að vera á meðal fjárfesta. Eftir margra ára hlé eru vinnuvélar loksins farnar að sjást í grunninum við Hörpu. En innan fárra missera rís þar fimm stjörnu hótel Marriot Edition með 250 herbergjum. Á síðasta ári var gengið frá samkomulagi við bandaríska hótelfjárfestinn Carpenter and Company um byggingu hótelsins. Fyrirtækið fer fyrir fjárfestingunni en fleiri munu koma þar að. Morgunblaðið segist í dag hafa heimildir fyrir því að Bill Gates stofnandi Microsoft sé einn af þeim. En Haraldur Flosi Tryggvason lögmaður fjárfestanna fæst hvorki til að staðfesta það né hrekja.Haraldur Flosi Tryggvason.vísir/gva„En það er verið að grafa eins og þú sérð hér fyrir aftan okkur og það verður hafist handa í haust við að reisa undirstöður að þessu merkilega mannvirki,“ segir Haraldur Flosi. Góðar horfur séu á að það takist að reisa bygginguna innan þess tíma sem menn settu sér. Carpenter and Company hafa gert samning við borgina til 50 ára en Marriot hótelið sem rís á lóðinni er eitt fárra undir nýju „Edition“ vörumerki lúxushótela keðjunnar.Þetta er náttúrlega stór framkvæmd á íslenskan mælikvarða? „Þetta er talsverð bygging já. En það eru nú framkvæmdir hér í kring sem eru alveg á sama mælikvarða,“ segir lögmaðurinn.Hvenær er áætlað að menn geti gengið hér inn í glæsta sali og skálað í kampavíni fyrir nýju hóteli? „Það er búið að semja við Marriott keðjuna um að hér verði Marriott Edition hótel árið 2018.“ Hótelbyggingin ein og sér mun kosta um 130 milljónir dollara eða um 16 milljarða íslenskra króna. Enn sem komið eru Carpenter and Company og Eggert Dagbjartsson einu hluthafar byggingarinnar. „En það munu eflaust koma aðrir hluthafar að þessu þegar fram líða stundir.“Og þeir nokkuð frægir sumir? „Það er bara vonandi,“ segir Haraldur Flosi Tryggvason og glottir.
Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Stöðug eftirfylgni er grundvallaratriði Viðskipti innlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Björgvin Ingi til Deloitte Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira