Framkvæmdir við lúxushótel við Hörpu eru hafnar Heimir Már Pétursson skrifar 19. maí 2016 19:30 Reiknað er með að nýtt fimm stjörnu Marriott Edition hótel hefji starfsemi á Hörpureitnum haustið 2018. mynd/mannvit Nýtt fimm stjörnu hótel mun rísa upp úr grunninum við Hörpu eftir um tvö ár en framkvæmdir við bygginguna eru loks hafnar. Lögmaður fjárfestanna hvorki staðfestir né neitar að Bill Gates kunni að vera á meðal fjárfesta. Eftir margra ára hlé eru vinnuvélar loksins farnar að sjást í grunninum við Hörpu. En innan fárra missera rís þar fimm stjörnu hótel Marriot Edition með 250 herbergjum. Á síðasta ári var gengið frá samkomulagi við bandaríska hótelfjárfestinn Carpenter and Company um byggingu hótelsins. Fyrirtækið fer fyrir fjárfestingunni en fleiri munu koma þar að. Morgunblaðið segist í dag hafa heimildir fyrir því að Bill Gates stofnandi Microsoft sé einn af þeim. En Haraldur Flosi Tryggvason lögmaður fjárfestanna fæst hvorki til að staðfesta það né hrekja.Haraldur Flosi Tryggvason.vísir/gva„En það er verið að grafa eins og þú sérð hér fyrir aftan okkur og það verður hafist handa í haust við að reisa undirstöður að þessu merkilega mannvirki,“ segir Haraldur Flosi. Góðar horfur séu á að það takist að reisa bygginguna innan þess tíma sem menn settu sér. Carpenter and Company hafa gert samning við borgina til 50 ára en Marriot hótelið sem rís á lóðinni er eitt fárra undir nýju „Edition“ vörumerki lúxushótela keðjunnar.Þetta er náttúrlega stór framkvæmd á íslenskan mælikvarða? „Þetta er talsverð bygging já. En það eru nú framkvæmdir hér í kring sem eru alveg á sama mælikvarða,“ segir lögmaðurinn.Hvenær er áætlað að menn geti gengið hér inn í glæsta sali og skálað í kampavíni fyrir nýju hóteli? „Það er búið að semja við Marriott keðjuna um að hér verði Marriott Edition hótel árið 2018.“ Hótelbyggingin ein og sér mun kosta um 130 milljónir dollara eða um 16 milljarða íslenskra króna. Enn sem komið eru Carpenter and Company og Eggert Dagbjartsson einu hluthafar byggingarinnar. „En það munu eflaust koma aðrir hluthafar að þessu þegar fram líða stundir.“Og þeir nokkuð frægir sumir? „Það er bara vonandi,“ segir Haraldur Flosi Tryggvason og glottir. Mest lesið Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Nýtt fimm stjörnu hótel mun rísa upp úr grunninum við Hörpu eftir um tvö ár en framkvæmdir við bygginguna eru loks hafnar. Lögmaður fjárfestanna hvorki staðfestir né neitar að Bill Gates kunni að vera á meðal fjárfesta. Eftir margra ára hlé eru vinnuvélar loksins farnar að sjást í grunninum við Hörpu. En innan fárra missera rís þar fimm stjörnu hótel Marriot Edition með 250 herbergjum. Á síðasta ári var gengið frá samkomulagi við bandaríska hótelfjárfestinn Carpenter and Company um byggingu hótelsins. Fyrirtækið fer fyrir fjárfestingunni en fleiri munu koma þar að. Morgunblaðið segist í dag hafa heimildir fyrir því að Bill Gates stofnandi Microsoft sé einn af þeim. En Haraldur Flosi Tryggvason lögmaður fjárfestanna fæst hvorki til að staðfesta það né hrekja.Haraldur Flosi Tryggvason.vísir/gva„En það er verið að grafa eins og þú sérð hér fyrir aftan okkur og það verður hafist handa í haust við að reisa undirstöður að þessu merkilega mannvirki,“ segir Haraldur Flosi. Góðar horfur séu á að það takist að reisa bygginguna innan þess tíma sem menn settu sér. Carpenter and Company hafa gert samning við borgina til 50 ára en Marriot hótelið sem rís á lóðinni er eitt fárra undir nýju „Edition“ vörumerki lúxushótela keðjunnar.Þetta er náttúrlega stór framkvæmd á íslenskan mælikvarða? „Þetta er talsverð bygging já. En það eru nú framkvæmdir hér í kring sem eru alveg á sama mælikvarða,“ segir lögmaðurinn.Hvenær er áætlað að menn geti gengið hér inn í glæsta sali og skálað í kampavíni fyrir nýju hóteli? „Það er búið að semja við Marriott keðjuna um að hér verði Marriott Edition hótel árið 2018.“ Hótelbyggingin ein og sér mun kosta um 130 milljónir dollara eða um 16 milljarða íslenskra króna. Enn sem komið eru Carpenter and Company og Eggert Dagbjartsson einu hluthafar byggingarinnar. „En það munu eflaust koma aðrir hluthafar að þessu þegar fram líða stundir.“Og þeir nokkuð frægir sumir? „Það er bara vonandi,“ segir Haraldur Flosi Tryggvason og glottir.
Mest lesið Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira