Út skaltu ekki Dagur Skírnir Óðinsson og Þórður Jóhannsson skrifar 2. maí 2016 07:00 Fyrir tæpu hálfu ári skrifuðum við grein þar sem að við veltum því upp hvort það væri stefna íslenskra stjórnvalda að fækka námsmönnum erlendis. Viðbrögðin stóðu á sér, engin svör bárust og þögnin var ærandi þangað til tilkynnt var um nýjar úthlutunarreglur Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) fyrir námsárið 2016-2017. Þar með var svarið komið, skerðing framfærslulána um allt að 20 prósent. Með öðrum orðum þá á markvisst að fækka námsmönnum erlendis. Það á ekki einu sinni að gefa núverandi námsmönnum erlendis tækifæri til að klára nám sitt áður en til hnífsins kemur. Nemandi í London sem var í sambandi við SÍNE sér fram á að þurfa að hætta í námi til þess að koma heim og vinna fyrir þeim peningum sem hún hefur fengið lánaða nú þegar. (Ferðalánin voru skorin niður fyrir tveimur árum) Annar nemi í London sér fram á að þurfa að taka lán á mikið hærri vöxtum hjá nýja einkarekna lánasjóðnum, Framtíðinni, eigi hann að geta klárað gráðuna sína. Læknanemi í Slóvakíu sér fram á að þurfa að nota skert framfærslulán upp í skólagjöldin, þar sem þak er á því hversu mikið LÍN lánar fyrir skólagjöldum.Gegn jafnrétti til náms Um er að ræða einungis þrjú dæmi úr fjölmörgum raunasögum námsmanna erlendis sem hafa borist okkur síðustu vikur og mánuði. Þessi skerðing er ekkert annað en verulegur forsendubrestur fyrir námsmenn erlendis. Nýjar úthlutunarreglur eru í andstöðu við hugmyndir um jafnrétti til náms því í grunninn draga þær úr möguleikum þeirra efnaminni til að sækja sér menntun erlendis. Það má að vissu leyti nota hugtakið Catch-22, fengið úr samnefndri bók eftir Joseph Heller, til þess að lýsa veruleikanum sem blasir við ungu fólki, og þá sér í lagi námsmönnum, í íslensku samfélagi í dag. Á lélegri íslensku lýsir hugtakið aðstæðum sem einstaklingur getur ekki flúið vegna þversagnarkenndra reglna. Í dæmaskyni mætti nefna eftirfarandi: Þú færð ekki vinnu því þú hefur ekki reynslu og þú færð ekki reynslu nema að þú hafir vinnu. Annað flóknari dæmi væri: Á meðan önnur hver frétt lýsir góðri afkomu bankanna og/eða ofsagróða sjávarútvegsfélaganna og Panama-skjölin fletta ofan af hverjum siðferðislega vafasama einstaklingi á fætur öðrum, sem geymir fúlgur fjár í stafrænum hvelfingum á Tortóla, þurfa íslenskir námsmenn erlendis (og reyndar bara námsmenn almennt, ekki má gleyma heilbrigðiskerfinu og öryrkjum og fátækum og?…?nei, nú erum við komin lagt út fyrir efnið. En samt ekki, því við búum í samfélagi og þetta helst allt saman í hendur) að sætta sig við alvarlegar skerðingar á námslánum sínum. Það virðist vera stefna stjórnvalda að halda námsmönnum á þeim þekkingarspena sem þau sjálf útvega. Þekking erlendis frá er greinilega fallin í verði, búin að missa gildi sitt að mati stjórnvalda. Það má þó þakka þeim fyrir að vera loksins búin að koma hreint fram varðandi stefnu sína í málefnum námsmanna erlendis og menntamálum almennt. Út skaltu ekki! (nema þú eigir ríka foreldra (sem skilja eðli og mikilvægi þekkingar)).Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 2. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir tæpu hálfu ári skrifuðum við grein þar sem að við veltum því upp hvort það væri stefna íslenskra stjórnvalda að fækka námsmönnum erlendis. Viðbrögðin stóðu á sér, engin svör bárust og þögnin var ærandi þangað til tilkynnt var um nýjar úthlutunarreglur Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) fyrir námsárið 2016-2017. Þar með var svarið komið, skerðing framfærslulána um allt að 20 prósent. Með öðrum orðum þá á markvisst að fækka námsmönnum erlendis. Það á ekki einu sinni að gefa núverandi námsmönnum erlendis tækifæri til að klára nám sitt áður en til hnífsins kemur. Nemandi í London sem var í sambandi við SÍNE sér fram á að þurfa að hætta í námi til þess að koma heim og vinna fyrir þeim peningum sem hún hefur fengið lánaða nú þegar. (Ferðalánin voru skorin niður fyrir tveimur árum) Annar nemi í London sér fram á að þurfa að taka lán á mikið hærri vöxtum hjá nýja einkarekna lánasjóðnum, Framtíðinni, eigi hann að geta klárað gráðuna sína. Læknanemi í Slóvakíu sér fram á að þurfa að nota skert framfærslulán upp í skólagjöldin, þar sem þak er á því hversu mikið LÍN lánar fyrir skólagjöldum.Gegn jafnrétti til náms Um er að ræða einungis þrjú dæmi úr fjölmörgum raunasögum námsmanna erlendis sem hafa borist okkur síðustu vikur og mánuði. Þessi skerðing er ekkert annað en verulegur forsendubrestur fyrir námsmenn erlendis. Nýjar úthlutunarreglur eru í andstöðu við hugmyndir um jafnrétti til náms því í grunninn draga þær úr möguleikum þeirra efnaminni til að sækja sér menntun erlendis. Það má að vissu leyti nota hugtakið Catch-22, fengið úr samnefndri bók eftir Joseph Heller, til þess að lýsa veruleikanum sem blasir við ungu fólki, og þá sér í lagi námsmönnum, í íslensku samfélagi í dag. Á lélegri íslensku lýsir hugtakið aðstæðum sem einstaklingur getur ekki flúið vegna þversagnarkenndra reglna. Í dæmaskyni mætti nefna eftirfarandi: Þú færð ekki vinnu því þú hefur ekki reynslu og þú færð ekki reynslu nema að þú hafir vinnu. Annað flóknari dæmi væri: Á meðan önnur hver frétt lýsir góðri afkomu bankanna og/eða ofsagróða sjávarútvegsfélaganna og Panama-skjölin fletta ofan af hverjum siðferðislega vafasama einstaklingi á fætur öðrum, sem geymir fúlgur fjár í stafrænum hvelfingum á Tortóla, þurfa íslenskir námsmenn erlendis (og reyndar bara námsmenn almennt, ekki má gleyma heilbrigðiskerfinu og öryrkjum og fátækum og?…?nei, nú erum við komin lagt út fyrir efnið. En samt ekki, því við búum í samfélagi og þetta helst allt saman í hendur) að sætta sig við alvarlegar skerðingar á námslánum sínum. Það virðist vera stefna stjórnvalda að halda námsmönnum á þeim þekkingarspena sem þau sjálf útvega. Þekking erlendis frá er greinilega fallin í verði, búin að missa gildi sitt að mati stjórnvalda. Það má þó þakka þeim fyrir að vera loksins búin að koma hreint fram varðandi stefnu sína í málefnum námsmanna erlendis og menntamálum almennt. Út skaltu ekki! (nema þú eigir ríka foreldra (sem skilja eðli og mikilvægi þekkingar)).Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 2. maí.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun