Norðurslóðir skipta Evrópu máli Federica Mogherini og Karmenu Vella skrifar 3. maí 2016 07:00 Ef loftslagsbreytingar eru sýnilegar einhvers staðar í veröldinni þá er það á norðurslóðum. Svæðið kringum norðurheimskautið hlýnar nú tvöfalt hraðar en aðrir heimshlutar. Vetrarísar á svæðinu hafa rýrnað um yfir milljón ferkílómetra – álíka svæði og Frakkland og Þýskaland til samans. Um leið verða áhrifin innan Evrópu æ greinilegri: þessi þurrari sumur, skemmri vetur og tíðu flóð og stormar sem við höfum kynnst síðustu misseri. Norðurslóðir varða okkur hins vegar ekki eingöngu vegna umhverfismála. Öryggi og farsæld okkar sjálfra er í húfi og samþætt Evrópustefna um málefni norðurslóða er löngu tímabær. Við þörfnumst stefnu sem hefur í hávegum félagslega og hagræna þróun alls svæðisins norðan heimskautsbaugs. Stefnu sem viðurkennir mikilvægi norðurslóða í öryggismálum, staðbundnum sem hnattrænum. Stefnu sem viðurkennir veigamikinn sess svæðisins í utanríkisstefnu okkar. Þessa dagana kynnum við samþætta Evrópustefnu í málefnum norðurslóða. Tími er til kominn að þrýsta á um áræðnari loftslagsaðgerðir hvað varðar norðurslóðir. Samkomulagið sem náðist í París í desember um sameiginlegan niðurskurð á losun gróðurhúsalofttegunda var í síðustu viku undirritað af yfir 170 aðilum, þar á meðal Evrópusambandinu. Þetta er stórkostlegur árangur, en við getum ekki látið þar við sitja. Innan Evrópu, sem og um allan heim, verðum við með raunverulegum aðgerðum að standa við loforðin sem gefin voru í París. Norðurslóðir sjálfar geta orðið heiminum leiðarljós í átt að sjálfbærri þróun. Þar búa fjórar milljónir manna og lifibrauð þeirra og lífshættir taka nú breytingum. Svæðið getur orðið uppspretta nýrra viðmiða um nýtingu hreinnar orku, þar á meðal vindorku á hafi, með haföldum og jarðvarma. Nyrsti hluti Evrópusambandsins hefur reynst frjór jarðvegur fyrir þróun tækninýjunga. Okkur ber að tryggja að þeim sé veittur greiður aðgangur að innri markaðnum. Náttúrutengd ferðamennska hefur haslað sér völl á Íslandi og í Lapplandi og haft jákvæð áhrif á staðbundinn efnahag svæðanna, sem býður upp á frekara þróunarstarf.Getum verið í leiðandi stöðu Danmörk, Svíþjóð og Finnland, norðurslóðalöndin þrjú sem eru innan Evrópusambandsins, eru í forréttindastöðu til að fylgja þessum tækifærum eftir. Saman getum við verið leiðandi afl í átt að sjálfbærri hagþróun, sem verndar hið viðkvæma umhverfi norðurslóða, stuðlar að hringrásarhagkerfi og virðir réttindi innfæddra. Byggðaþróunarsjóði ESB er ætlað að fjárfesta fyrir yfir 140 milljarða króna á þeim svæðum Svíþjóðar og Finnlands sem tilheyra norðurslóðum, fram til ársins 2020. Að minnsta kosti 5,6 milljarðar að auki munu renna til rannsókna á norðurslóðum árin 2016 og 2017, á meðan ýmsir uppbyggingar- og fjárfestingarsjóðir Evrópu munu styðja við áætlanir til að draga úr áhættu og aðlagast breyttum veruleika í loftslagsmálum. Alþjóðlegt samtal þarf til að ná samkomulagi um leiðina að aukinni sjálfbærni. Hingað til hafa norðurslóðir verið skýrt dæmi um uppbyggilegt, svæðisbundið og alþjóðlegt samstarf. Áskoranirnar sem við stöndum öll frammi fyrir verða flóknari með hverjum degi: sífellt verður brýnna að mæta öllum málsaðilum, móta sameiginlega afstöðu og finna samstarfslausnir. Þetta á við um umhverfisvernd og vísindarannsóknir, en einnig um öryggi siglingamála á norðurslóðum og öryggismál þar almennt. Svæðið liggur um skurðlínur þriggja heimsálfa. Það sem á sér stað norðan heimskautsbaugs hefur áhrif á Evrópu og heiminn allan. Tilvera okkar veltur á velferð norðurslóða og við getum ekki skorast undan ábyrgð. Stefnumótun okkar getur verið, og verður að vera, norðurslóðum til heilla, í þágu núlifandi kynslóða og þeirra sem á eftir koma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Ef loftslagsbreytingar eru sýnilegar einhvers staðar í veröldinni þá er það á norðurslóðum. Svæðið kringum norðurheimskautið hlýnar nú tvöfalt hraðar en aðrir heimshlutar. Vetrarísar á svæðinu hafa rýrnað um yfir milljón ferkílómetra – álíka svæði og Frakkland og Þýskaland til samans. Um leið verða áhrifin innan Evrópu æ greinilegri: þessi þurrari sumur, skemmri vetur og tíðu flóð og stormar sem við höfum kynnst síðustu misseri. Norðurslóðir varða okkur hins vegar ekki eingöngu vegna umhverfismála. Öryggi og farsæld okkar sjálfra er í húfi og samþætt Evrópustefna um málefni norðurslóða er löngu tímabær. Við þörfnumst stefnu sem hefur í hávegum félagslega og hagræna þróun alls svæðisins norðan heimskautsbaugs. Stefnu sem viðurkennir mikilvægi norðurslóða í öryggismálum, staðbundnum sem hnattrænum. Stefnu sem viðurkennir veigamikinn sess svæðisins í utanríkisstefnu okkar. Þessa dagana kynnum við samþætta Evrópustefnu í málefnum norðurslóða. Tími er til kominn að þrýsta á um áræðnari loftslagsaðgerðir hvað varðar norðurslóðir. Samkomulagið sem náðist í París í desember um sameiginlegan niðurskurð á losun gróðurhúsalofttegunda var í síðustu viku undirritað af yfir 170 aðilum, þar á meðal Evrópusambandinu. Þetta er stórkostlegur árangur, en við getum ekki látið þar við sitja. Innan Evrópu, sem og um allan heim, verðum við með raunverulegum aðgerðum að standa við loforðin sem gefin voru í París. Norðurslóðir sjálfar geta orðið heiminum leiðarljós í átt að sjálfbærri þróun. Þar búa fjórar milljónir manna og lifibrauð þeirra og lífshættir taka nú breytingum. Svæðið getur orðið uppspretta nýrra viðmiða um nýtingu hreinnar orku, þar á meðal vindorku á hafi, með haföldum og jarðvarma. Nyrsti hluti Evrópusambandsins hefur reynst frjór jarðvegur fyrir þróun tækninýjunga. Okkur ber að tryggja að þeim sé veittur greiður aðgangur að innri markaðnum. Náttúrutengd ferðamennska hefur haslað sér völl á Íslandi og í Lapplandi og haft jákvæð áhrif á staðbundinn efnahag svæðanna, sem býður upp á frekara þróunarstarf.Getum verið í leiðandi stöðu Danmörk, Svíþjóð og Finnland, norðurslóðalöndin þrjú sem eru innan Evrópusambandsins, eru í forréttindastöðu til að fylgja þessum tækifærum eftir. Saman getum við verið leiðandi afl í átt að sjálfbærri hagþróun, sem verndar hið viðkvæma umhverfi norðurslóða, stuðlar að hringrásarhagkerfi og virðir réttindi innfæddra. Byggðaþróunarsjóði ESB er ætlað að fjárfesta fyrir yfir 140 milljarða króna á þeim svæðum Svíþjóðar og Finnlands sem tilheyra norðurslóðum, fram til ársins 2020. Að minnsta kosti 5,6 milljarðar að auki munu renna til rannsókna á norðurslóðum árin 2016 og 2017, á meðan ýmsir uppbyggingar- og fjárfestingarsjóðir Evrópu munu styðja við áætlanir til að draga úr áhættu og aðlagast breyttum veruleika í loftslagsmálum. Alþjóðlegt samtal þarf til að ná samkomulagi um leiðina að aukinni sjálfbærni. Hingað til hafa norðurslóðir verið skýrt dæmi um uppbyggilegt, svæðisbundið og alþjóðlegt samstarf. Áskoranirnar sem við stöndum öll frammi fyrir verða flóknari með hverjum degi: sífellt verður brýnna að mæta öllum málsaðilum, móta sameiginlega afstöðu og finna samstarfslausnir. Þetta á við um umhverfisvernd og vísindarannsóknir, en einnig um öryggi siglingamála á norðurslóðum og öryggismál þar almennt. Svæðið liggur um skurðlínur þriggja heimsálfa. Það sem á sér stað norðan heimskautsbaugs hefur áhrif á Evrópu og heiminn allan. Tilvera okkar veltur á velferð norðurslóða og við getum ekki skorast undan ábyrgð. Stefnumótun okkar getur verið, og verður að vera, norðurslóðum til heilla, í þágu núlifandi kynslóða og þeirra sem á eftir koma.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun