Við getum - ég get Kristín Sigurðardóttir skrifar 3. maí 2016 07:00 Alþjóðasamtökin gegn krabbameini (UICC) skora nú á þjóðir heims að taka þátt í að vekja athygli á baráttunni gegn krabbameini undir slagorðunum We Can – I Can eða VIÐ GETUM – ÉG GET. Fagdeild krabbameinshjúkrunarfræðinga á Íslandi fagnar í ár 20 ára starfsafmæli sínu og stendur fyrir röð greina í samvinnu við Krabbameinsfélag Íslands undir heitinu VIÐ GETUM – ÉG GET. Fyrsta greinin birtist í Fréttablaðinu 4. febrúar og fjallaði um forvarnir og einkenni krabbameina. Í þessari annarri grein er fjallað um sjúklingamiðaða þjónustu. Að greinast með krabbamein hefur áhrif á líf þess sem veikist og fjölskyldu hans. Allir finna fyrir einhverri vanlíðan í þessum aðstæðum. Við greiningu krabbameins fer oft flókið ferli í gang, meðferðin er gjarnan margþætt og þjónustan oft veitt af mörgum fagaðilum á mismunandi stöðum í heilbrigðiskerfinu. Hætta er á brotakenndri þjónustu og einstaklingurinn og fjölskylda hans hafa mikla þörf fyrir faglega leiðsögn og stuðning á þessu tímabili. Víða í heiminum hefur verið hafin vinna við að innleiða sjúklingamiðaða þjónustu (patient centered care) til þess að bæta gæði þjónustunnar í gegnum allt veikindaferli krabbameinssjúklinga strax frá greiningu sjúkdómsins. Áhersla er lögð á óskir og þarfir sjúklingsins og að öll samskipti og fræðsla séu einstaklingsmiðuð. Einnig er lögð áhersla á að meta og meðhöndla einkenni og líðan með markvissum hætti og að stuðla að samfellu og samhæfingu í þjónustunni. Í rannsóknum á sjúklingamiðaðri þjónustu hafa komið fram vísbendingar um að hún geti aukið ánægju með þjónustu, bætt lífsgæði, bætt sálræna líðan, minnkað óvissu og fækkað vandamálum sem tengjast sjúkdómnum og meðferðum við honum. Mismunandi þjónustuform, sem hafa það markmið að veita sjúklingamiðaða þjónustu, hafa verið þróuð og er algengt að hjúkrunarfræðingar séu lykilaðilar í þjónustunni. Leiðsögn veitt af hjúkrunarfræðingi (nurse navigation) og umsjónarhjúkrun (nurse case management) eru dæmi um sjúklingamiðaða hjúkrunarþjónustu og hefur það fyrrnefnda verið að ryðja sér til rúms víðsvegar í heiminum og þá sér í lagi fyrir krabbameinssjúklinga og fjölskyldur þeirra. Leiðsögn veitt af hjúkrunarfræðingi er einstaklingsmiðuð þjónusta fyrir sjúklinga og fjölskyldur þeirra sem miðar að því að veita heildræna þjónustu, allt frá greiningu til sjúkdómsloka. Á Íslandi er víðast veitt einstaklingsmiðuð þjónusta en í fæstum tilfellum er um formlegt sjúklingamiðað þjónustuform að ræða þar sem leiðsögn er veitt af hjúkrunarfræðingi frá greiningu.ÉG GET – verið virkur þátttakandi Í sjúklingamiðaðri þjónustu er lögð rík áhersla á sjálfseflingu og að sjúklingurinn sé virkur þátttakandi í sínu krabbameinsferli. Hlutverk fagaðila er meðal annars að hvetja sjúklinginn og fjölskyldu hans til sjálfseflingar og að sníða fræðslu og upplýsingar að óskum þeirra og þörfum til að þeir geti tekið upplýstar ákvarðanir. Markmiðið með sjálfseflingu er meðal annars að sjúklingurinn og fjölskylda hans eigi auðveldara með að aðlagast breyttum aðstæðum og búi yfir færni til að bregðast fljótt við vandamálum sem geta komið upp og leiti sér aðstoðar tímanlega. Þannig getur sjálfsefling stuðlað að bættri líðan og betri lífsgæðum. Samtök evrópskra krabbameinsfélaga hafa hvatt aðildarfélög sín til að gera áætlanir varðandi þjónustu við krabbameinssjúklinga. Öll Norðurlöndin nema Ísland hafa birt slíkar krabbameinsáætlanir. Til þess að styðja við sjúklingamiðaða þjónustu þá er m.a. í sænsku krabbameinsáætluninni mælt með að allir sem greinast með krabbamein fái úthlutaðan hjúkrunarfræðing sem lykilaðila (kontaktsjuksköterska) strax við greiningu og í Danmörku var þetta tekið skrefinu lengra og sett í lög að sjúklingar fái slíkan lykilaðila. Á Íslandi hefur verið unnið að gerð krabbameinsáætlunar á vegum velferðarráðuneytisins. Niðurstaða þeirrar vinnu hefur enn ekki verið birt en það er von fagdeildar krabbameinshjúkrunarfræðinga að þessi áætlun fjalli um sjúklingamiðaða þjónustu í takt við aðrar þjóðir. Heimildir: Association of European Cancer Leagues www.epaac.eu/national-cancer-plans Canadian Partnership Against Cancer (2012) https://www.cancerview.ca/idc/groups/public/documents/webcontent/guide_implement_nav.pdf Institute of Medicine https://www.nap.edu/catalog/18359/delivering-high-quality-cancer-care-charting-a-new-course-for Oncology Nursing Society (2014) https://www.ons.org/store/books/oncology-nurse-navigation-delivering-patient-centered-care-across-continuum Statens offentliga utredningar https://www.epaac.eu/from_heidi_wiki/Sweden_National_Cancer_Strategy_Swedish.pdf Velferðarráðuneytið í Danmörku (lög) https://www.retsinformation.dk/Forms/R0710.aspx?id=131918 Velferðarráðuneytið á Íslandi https://www.velferdarraduneyti.is/frettir-vel/nr/34627 Wagner o.fl. (2014) https://jco.ascopubs.org/content/early/2013/11/25/JCO.2013.51.7359.full.pdf+html World Cancer Day https://www.worldcancerday.org/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðasamtökin gegn krabbameini (UICC) skora nú á þjóðir heims að taka þátt í að vekja athygli á baráttunni gegn krabbameini undir slagorðunum We Can – I Can eða VIÐ GETUM – ÉG GET. Fagdeild krabbameinshjúkrunarfræðinga á Íslandi fagnar í ár 20 ára starfsafmæli sínu og stendur fyrir röð greina í samvinnu við Krabbameinsfélag Íslands undir heitinu VIÐ GETUM – ÉG GET. Fyrsta greinin birtist í Fréttablaðinu 4. febrúar og fjallaði um forvarnir og einkenni krabbameina. Í þessari annarri grein er fjallað um sjúklingamiðaða þjónustu. Að greinast með krabbamein hefur áhrif á líf þess sem veikist og fjölskyldu hans. Allir finna fyrir einhverri vanlíðan í þessum aðstæðum. Við greiningu krabbameins fer oft flókið ferli í gang, meðferðin er gjarnan margþætt og þjónustan oft veitt af mörgum fagaðilum á mismunandi stöðum í heilbrigðiskerfinu. Hætta er á brotakenndri þjónustu og einstaklingurinn og fjölskylda hans hafa mikla þörf fyrir faglega leiðsögn og stuðning á þessu tímabili. Víða í heiminum hefur verið hafin vinna við að innleiða sjúklingamiðaða þjónustu (patient centered care) til þess að bæta gæði þjónustunnar í gegnum allt veikindaferli krabbameinssjúklinga strax frá greiningu sjúkdómsins. Áhersla er lögð á óskir og þarfir sjúklingsins og að öll samskipti og fræðsla séu einstaklingsmiðuð. Einnig er lögð áhersla á að meta og meðhöndla einkenni og líðan með markvissum hætti og að stuðla að samfellu og samhæfingu í þjónustunni. Í rannsóknum á sjúklingamiðaðri þjónustu hafa komið fram vísbendingar um að hún geti aukið ánægju með þjónustu, bætt lífsgæði, bætt sálræna líðan, minnkað óvissu og fækkað vandamálum sem tengjast sjúkdómnum og meðferðum við honum. Mismunandi þjónustuform, sem hafa það markmið að veita sjúklingamiðaða þjónustu, hafa verið þróuð og er algengt að hjúkrunarfræðingar séu lykilaðilar í þjónustunni. Leiðsögn veitt af hjúkrunarfræðingi (nurse navigation) og umsjónarhjúkrun (nurse case management) eru dæmi um sjúklingamiðaða hjúkrunarþjónustu og hefur það fyrrnefnda verið að ryðja sér til rúms víðsvegar í heiminum og þá sér í lagi fyrir krabbameinssjúklinga og fjölskyldur þeirra. Leiðsögn veitt af hjúkrunarfræðingi er einstaklingsmiðuð þjónusta fyrir sjúklinga og fjölskyldur þeirra sem miðar að því að veita heildræna þjónustu, allt frá greiningu til sjúkdómsloka. Á Íslandi er víðast veitt einstaklingsmiðuð þjónusta en í fæstum tilfellum er um formlegt sjúklingamiðað þjónustuform að ræða þar sem leiðsögn er veitt af hjúkrunarfræðingi frá greiningu.ÉG GET – verið virkur þátttakandi Í sjúklingamiðaðri þjónustu er lögð rík áhersla á sjálfseflingu og að sjúklingurinn sé virkur þátttakandi í sínu krabbameinsferli. Hlutverk fagaðila er meðal annars að hvetja sjúklinginn og fjölskyldu hans til sjálfseflingar og að sníða fræðslu og upplýsingar að óskum þeirra og þörfum til að þeir geti tekið upplýstar ákvarðanir. Markmiðið með sjálfseflingu er meðal annars að sjúklingurinn og fjölskylda hans eigi auðveldara með að aðlagast breyttum aðstæðum og búi yfir færni til að bregðast fljótt við vandamálum sem geta komið upp og leiti sér aðstoðar tímanlega. Þannig getur sjálfsefling stuðlað að bættri líðan og betri lífsgæðum. Samtök evrópskra krabbameinsfélaga hafa hvatt aðildarfélög sín til að gera áætlanir varðandi þjónustu við krabbameinssjúklinga. Öll Norðurlöndin nema Ísland hafa birt slíkar krabbameinsáætlanir. Til þess að styðja við sjúklingamiðaða þjónustu þá er m.a. í sænsku krabbameinsáætluninni mælt með að allir sem greinast með krabbamein fái úthlutaðan hjúkrunarfræðing sem lykilaðila (kontaktsjuksköterska) strax við greiningu og í Danmörku var þetta tekið skrefinu lengra og sett í lög að sjúklingar fái slíkan lykilaðila. Á Íslandi hefur verið unnið að gerð krabbameinsáætlunar á vegum velferðarráðuneytisins. Niðurstaða þeirrar vinnu hefur enn ekki verið birt en það er von fagdeildar krabbameinshjúkrunarfræðinga að þessi áætlun fjalli um sjúklingamiðaða þjónustu í takt við aðrar þjóðir. Heimildir: Association of European Cancer Leagues www.epaac.eu/national-cancer-plans Canadian Partnership Against Cancer (2012) https://www.cancerview.ca/idc/groups/public/documents/webcontent/guide_implement_nav.pdf Institute of Medicine https://www.nap.edu/catalog/18359/delivering-high-quality-cancer-care-charting-a-new-course-for Oncology Nursing Society (2014) https://www.ons.org/store/books/oncology-nurse-navigation-delivering-patient-centered-care-across-continuum Statens offentliga utredningar https://www.epaac.eu/from_heidi_wiki/Sweden_National_Cancer_Strategy_Swedish.pdf Velferðarráðuneytið í Danmörku (lög) https://www.retsinformation.dk/Forms/R0710.aspx?id=131918 Velferðarráðuneytið á Íslandi https://www.velferdarraduneyti.is/frettir-vel/nr/34627 Wagner o.fl. (2014) https://jco.ascopubs.org/content/early/2013/11/25/JCO.2013.51.7359.full.pdf+html World Cancer Day https://www.worldcancerday.org/
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun