Mestu umferðartafir í heiminum eru í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 3. maí 2016 09:01 Að meðaltali eyðir hver Bandaríkjamaður 50 klukkutímum á ári fastir í umferðarteppu. Það er meira en í nokkru öðru landi í heiminum. Misjafnt er á milli borga í Bandaríkjunum hve lengi vegfarendur þurfa að eyða tíma í þessar teppur. Í Los Angeles er það verst en þar í borg eyða bíleigendur 81 klukkutíma á ári í umferðarteppur. Næst á eftir koma Washington og San Francisco með 75 klukkutíma. Þar á eftir koma svo Houston (74), New York (73), Seattle (66), Boston (64), Chicago (60), Atlanta (59) og Honolulu á Hawaii (49). London verst af borgum Versta borg í heimi hvað varðar umferðarteppur er London en bíleigendur þar eyða 101 klukkutíma á ári fastir í þeim. Þar á eftir í næstu fimm sætum koma svo bandarískar borgir og meðalbiðtíminn er mun hærri þar í landi en í Englandi. Samtals eyddu bandaríksur þegnar 8 milljörðum klukkustunda bíðandi í umferðarteppum í fyrra. Það versta með ástandið í Bandaríkjunum er að það er bara að versna. Síaukin umferð á dögum ódýrs bensíns og mikillar sölu í bílum eykur bara á vandann og litlar framkvæmdir í vegakerfi landsins hjálpar ekki til. Talið er að 70 milljón fleiri íbúar muni berjast um plássið á bandarískum vegum eftir 30 ár. Þá er því spáð að 65% aukning verði í fjölda flutningabíla á bandarískum vegum á sama tíma. Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent
Að meðaltali eyðir hver Bandaríkjamaður 50 klukkutímum á ári fastir í umferðarteppu. Það er meira en í nokkru öðru landi í heiminum. Misjafnt er á milli borga í Bandaríkjunum hve lengi vegfarendur þurfa að eyða tíma í þessar teppur. Í Los Angeles er það verst en þar í borg eyða bíleigendur 81 klukkutíma á ári í umferðarteppur. Næst á eftir koma Washington og San Francisco með 75 klukkutíma. Þar á eftir koma svo Houston (74), New York (73), Seattle (66), Boston (64), Chicago (60), Atlanta (59) og Honolulu á Hawaii (49). London verst af borgum Versta borg í heimi hvað varðar umferðarteppur er London en bíleigendur þar eyða 101 klukkutíma á ári fastir í þeim. Þar á eftir í næstu fimm sætum koma svo bandarískar borgir og meðalbiðtíminn er mun hærri þar í landi en í Englandi. Samtals eyddu bandaríksur þegnar 8 milljörðum klukkustunda bíðandi í umferðarteppum í fyrra. Það versta með ástandið í Bandaríkjunum er að það er bara að versna. Síaukin umferð á dögum ódýrs bensíns og mikillar sölu í bílum eykur bara á vandann og litlar framkvæmdir í vegakerfi landsins hjálpar ekki til. Talið er að 70 milljón fleiri íbúar muni berjast um plássið á bandarískum vegum eftir 30 ár. Þá er því spáð að 65% aukning verði í fjölda flutningabíla á bandarískum vegum á sama tíma.
Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent