Hafðu áhrif Jóhanna Einarsdóttir skrifar 4. maí 2016 07:00 Gæði skólastarfs og menntun barna er undirstaða velferðar hverrar þjóðar. Framúrskarandi skólastarf byggir á mörgum samverkandi þáttum þar sem kennarar, stjórnmálamenn og foreldrar eru mikilvægir áhrifavaldar. Kennarastarfið hefur breyst gífurlega á undanförnum áratugum. Kennarar fyrri kynslóða gátu gert ráð fyrir að sú þekking, hæfni og færni sem þeir miðluðu gætu nemendur nýtt sér þegar út í lífið kæmi. Kennarar dagsins í dag standa í öðrum sporum. Þeir þurfa að undirbúa nemendur sína fyrir víðtækari félags- og efnahagslegar breytingar en nokkru sinni fyrr, fyrir störf sem ekki þekkjast nú, til að nota tækni sem ekki hefur verið fundin upp og til að takast á við vandamál sem nú eru nánast óþekkt. Í nýrri skýrslu OECD um kennaramenntun er fjallað um þróun kennarastarfsins. Þar er vakin athygli á því að kennaranám þurfi að taka mið af þróun samfélags þar sem líf og aðstæður barna taka örum breytingum. Kennarar dagsins í dag þurfa að takast á við fjölbreytt viðfangsefni í starfi sínu og vinna með margbreytilega nemendahópa. Til að undirbúa nemendur sína fyrir líf og störf í samfélagi framtíðarinnar þurfa þeir að gera meira en að miðla þekkingu í ákveðnum greinum. Þeir þurfa að leggja rækt við sköpunarkraft nemenda og hvetja þá til að hugsa á gagnrýninn hátt. Þeir þurfa að styðja við nemendur til að vinna saman við að leysa vanda og taka sameiginlegar ákvarðanir. Þeir þurfa að vera vakandi fyrir nýrri tækni og stuðla að hæfni nemenda til að nýta sér möguleika tækninýjunga en um leið hvetja þá til gagnrýnnar afstöðu gagnvart þeim. Í skýrslu OECD er því haldið fram að menntakerfi geti aldrei orðið betri en kennararnir sem í þvi starfa. Leitað er svara við því hvaða þættir það eru sem einkenna góða kennara og farið er yfir rannsóknir á því efni. Þekking á námsgreininni sem kenna skal er einn þeirra þátta sem nefndir eru sem mikilvægir. Menntunarfræðileg þekking er annar þáttur, en þar er m.a. átt við þekkingu á kennsluaðferðum og leiðum til að skipuleggja og meta nám og kennslu. Jafnframt þurfa þeir að hafa kunnáttu og metnað til að hvetja nemendur til dáða og mæta þörfum, áhuga og þroska hvers og eins. Auk þessa eru nefnd önnur sérkenni sem einkenna góða kennara, eins og eldmóður, ástríða fyrir viðfangsefninu og virðing fyrir nemendum. Átakinu „Hafðu áhrif“, sem Menntavísindasvið Háskóla Íslands stendur fyrir, er ætlað að vekja athygli þjóðarinnar á kennarastarfinu; hversu áhugavert og skemmtilegt það er og hversu mikil áhrif kennarar hafa á einstaklinga og samfélagið. Jafnframt að vekja athygli á góðum kennurum og þeim þáttum sem fólk telur einkenna góða kennara. Þjóðþekktir einstaklingar hafa lagt átakinu lið og í stuttum myndböndum segja þeir frá þeim kennurum sem hafa haft áhrif á líf þeirra og störf. Með þessu átaki viljum við kalla fram það jákvæða við kennarastarfið og gefa almenningi kost á að vekja athygli á eftirminnilegum kennurum. Á heimasíðu átaksins „Hafðu áhrif“ ((https://www.hafduahrif.is/) gefst fólki kostur á að tilnefna góða kennara og færa rök fyrir tilnefningunni. Í framhaldinu mun Menntavísindasvið HÍ veita nokkrum framúrskarandi kennurum viðurkenningu. Ég hvet landsmenn til að taka þátt í þessu átaki með okkur, kalla fram eiginleika sem prýða góða kennara og heiðra þá sem hafa haft jákvæð áhrif á líf þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Gæði skólastarfs og menntun barna er undirstaða velferðar hverrar þjóðar. Framúrskarandi skólastarf byggir á mörgum samverkandi þáttum þar sem kennarar, stjórnmálamenn og foreldrar eru mikilvægir áhrifavaldar. Kennarastarfið hefur breyst gífurlega á undanförnum áratugum. Kennarar fyrri kynslóða gátu gert ráð fyrir að sú þekking, hæfni og færni sem þeir miðluðu gætu nemendur nýtt sér þegar út í lífið kæmi. Kennarar dagsins í dag standa í öðrum sporum. Þeir þurfa að undirbúa nemendur sína fyrir víðtækari félags- og efnahagslegar breytingar en nokkru sinni fyrr, fyrir störf sem ekki þekkjast nú, til að nota tækni sem ekki hefur verið fundin upp og til að takast á við vandamál sem nú eru nánast óþekkt. Í nýrri skýrslu OECD um kennaramenntun er fjallað um þróun kennarastarfsins. Þar er vakin athygli á því að kennaranám þurfi að taka mið af þróun samfélags þar sem líf og aðstæður barna taka örum breytingum. Kennarar dagsins í dag þurfa að takast á við fjölbreytt viðfangsefni í starfi sínu og vinna með margbreytilega nemendahópa. Til að undirbúa nemendur sína fyrir líf og störf í samfélagi framtíðarinnar þurfa þeir að gera meira en að miðla þekkingu í ákveðnum greinum. Þeir þurfa að leggja rækt við sköpunarkraft nemenda og hvetja þá til að hugsa á gagnrýninn hátt. Þeir þurfa að styðja við nemendur til að vinna saman við að leysa vanda og taka sameiginlegar ákvarðanir. Þeir þurfa að vera vakandi fyrir nýrri tækni og stuðla að hæfni nemenda til að nýta sér möguleika tækninýjunga en um leið hvetja þá til gagnrýnnar afstöðu gagnvart þeim. Í skýrslu OECD er því haldið fram að menntakerfi geti aldrei orðið betri en kennararnir sem í þvi starfa. Leitað er svara við því hvaða þættir það eru sem einkenna góða kennara og farið er yfir rannsóknir á því efni. Þekking á námsgreininni sem kenna skal er einn þeirra þátta sem nefndir eru sem mikilvægir. Menntunarfræðileg þekking er annar þáttur, en þar er m.a. átt við þekkingu á kennsluaðferðum og leiðum til að skipuleggja og meta nám og kennslu. Jafnframt þurfa þeir að hafa kunnáttu og metnað til að hvetja nemendur til dáða og mæta þörfum, áhuga og þroska hvers og eins. Auk þessa eru nefnd önnur sérkenni sem einkenna góða kennara, eins og eldmóður, ástríða fyrir viðfangsefninu og virðing fyrir nemendum. Átakinu „Hafðu áhrif“, sem Menntavísindasvið Háskóla Íslands stendur fyrir, er ætlað að vekja athygli þjóðarinnar á kennarastarfinu; hversu áhugavert og skemmtilegt það er og hversu mikil áhrif kennarar hafa á einstaklinga og samfélagið. Jafnframt að vekja athygli á góðum kennurum og þeim þáttum sem fólk telur einkenna góða kennara. Þjóðþekktir einstaklingar hafa lagt átakinu lið og í stuttum myndböndum segja þeir frá þeim kennurum sem hafa haft áhrif á líf þeirra og störf. Með þessu átaki viljum við kalla fram það jákvæða við kennarastarfið og gefa almenningi kost á að vekja athygli á eftirminnilegum kennurum. Á heimasíðu átaksins „Hafðu áhrif“ ((https://www.hafduahrif.is/) gefst fólki kostur á að tilnefna góða kennara og færa rök fyrir tilnefningunni. Í framhaldinu mun Menntavísindasvið HÍ veita nokkrum framúrskarandi kennurum viðurkenningu. Ég hvet landsmenn til að taka þátt í þessu átaki með okkur, kalla fram eiginleika sem prýða góða kennara og heiðra þá sem hafa haft jákvæð áhrif á líf þeirra.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun