Grænt ríki Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 4. maí 2016 07:00 Magn úrgangs á hvern íbúa í Reykjavík hefur dregist saman um 22 prósent á tíu árum. Flokkun hefur aukist verulega síðustu mánuði, bæði flokkun pappírs og plasts frá blönduðu sorpi. Á sama tíma berast fréttir af því að þátttaka í grænum verkefnum hjá ráðuneytum og stofnunum ríkisins sé slæleg. Aðeins þrjátíu ríkisstofnanir hafa tekið þátt í stórum hvataverkefnum í umhverfismálum af alls 160 stofnunum og aðeins þrjú af átta ráðuneytum. Frá þessu var greint í Fréttablaðinu í gær þar sem fram kom að þrátt fyrir ítrekaða hvatningu halda aðeins 26 stofnanir svokallað Grænt bókhald. Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, segir verkefnin nú þegar hafa skilað miklum sparnaði fyrir ríkið og umhverfið. Pappírsnotkun stofnana sem skiluðu Grænu bókhaldi fyrir árið 2014 minnkaði um 29 prósent. Hún segir að ef allar stofnanir myndu minnka pappírsnotkun sína eins mikið og þær sem skiluðu Grænu bókhaldi, myndu sparast rúmlega sjötíu milljónir. Rafmagnsnotkun hefur minnkað um 13 prósent milli ára sem sparaði aðrar 57 milljónir á milli ára. Þá er auk þess mun dýrara fyrir stofnanir að senda frá sér óflokkaðan úrgang en þann flokkaða. Í nóvember skrifuðu yfir hundrað fyrirtæki og stofnanir í Reykjavík undir yfirlýsingu um aðgerðir í loftslagsmálum. Þau skuldbundu sig til að setja sér markmið og fylgja þeim eftir með aðgerðum sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og minnka myndun úrgangs. Þá gaf Reykjavíkurborg það út á loftslagsráðstefnunni í París fyrir áramót að hún stefni að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 35 prósent fyrir árið 2020 og um 73 prósent árið 2050. Hlýnun jarðar er talin eitt stærsta vandamál sem mannkynið stendur frammi fyrir. Íslenska ríkið hefur, ásamt sveitarfélögum, skuldbundið sig til að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins frá árinu 2013 kom fram að beita ætti hvetjandi aðgerðum til að ýta undir græna starfsemi í efnahagslífinu. „Nýta ber vistvæna orkugjafa enn frekar við samgöngur. Hvatt verði til þess að dregið verði úr notkun jarðefnaeldsneytis. Brýnt er að dregið verði úr nettólosun gróðurhúsalofttegunda, bæði með því að draga úr beinni losun af mannavöldum og með því að stórauka landgræðslu, skógrækt og aðra eflingu gróðurlenda,“ segir í yfirlýsingunni. Það skýtur því skökku við að ráðuneyti og sveitarfélög séu svo aftarlega á merinni þegar kemur að grænum aðgerðum. Þó framangreind markmið ríkisstjórnarinnar séu langt í frá þau einu í stefnuyfirlýsingunni sem lítið hefur verið gert til að ná, þá vekur það furðu að þau tækifæri sem þó eru til staðar, með hvataverkefnum Umhverfisstofnunar, séu ekki nýtt. Starfsemi og mannlíf í þéttbýli skýrir um 80 prósent orkunotkunar og koltvísýringslosunar í heiminum. Á þessum málum verður ekki tekið nema með þátttöku stærsta atvinnurekanda landsins sem er ríkið.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 4. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Magn úrgangs á hvern íbúa í Reykjavík hefur dregist saman um 22 prósent á tíu árum. Flokkun hefur aukist verulega síðustu mánuði, bæði flokkun pappírs og plasts frá blönduðu sorpi. Á sama tíma berast fréttir af því að þátttaka í grænum verkefnum hjá ráðuneytum og stofnunum ríkisins sé slæleg. Aðeins þrjátíu ríkisstofnanir hafa tekið þátt í stórum hvataverkefnum í umhverfismálum af alls 160 stofnunum og aðeins þrjú af átta ráðuneytum. Frá þessu var greint í Fréttablaðinu í gær þar sem fram kom að þrátt fyrir ítrekaða hvatningu halda aðeins 26 stofnanir svokallað Grænt bókhald. Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, segir verkefnin nú þegar hafa skilað miklum sparnaði fyrir ríkið og umhverfið. Pappírsnotkun stofnana sem skiluðu Grænu bókhaldi fyrir árið 2014 minnkaði um 29 prósent. Hún segir að ef allar stofnanir myndu minnka pappírsnotkun sína eins mikið og þær sem skiluðu Grænu bókhaldi, myndu sparast rúmlega sjötíu milljónir. Rafmagnsnotkun hefur minnkað um 13 prósent milli ára sem sparaði aðrar 57 milljónir á milli ára. Þá er auk þess mun dýrara fyrir stofnanir að senda frá sér óflokkaðan úrgang en þann flokkaða. Í nóvember skrifuðu yfir hundrað fyrirtæki og stofnanir í Reykjavík undir yfirlýsingu um aðgerðir í loftslagsmálum. Þau skuldbundu sig til að setja sér markmið og fylgja þeim eftir með aðgerðum sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og minnka myndun úrgangs. Þá gaf Reykjavíkurborg það út á loftslagsráðstefnunni í París fyrir áramót að hún stefni að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 35 prósent fyrir árið 2020 og um 73 prósent árið 2050. Hlýnun jarðar er talin eitt stærsta vandamál sem mannkynið stendur frammi fyrir. Íslenska ríkið hefur, ásamt sveitarfélögum, skuldbundið sig til að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins frá árinu 2013 kom fram að beita ætti hvetjandi aðgerðum til að ýta undir græna starfsemi í efnahagslífinu. „Nýta ber vistvæna orkugjafa enn frekar við samgöngur. Hvatt verði til þess að dregið verði úr notkun jarðefnaeldsneytis. Brýnt er að dregið verði úr nettólosun gróðurhúsalofttegunda, bæði með því að draga úr beinni losun af mannavöldum og með því að stórauka landgræðslu, skógrækt og aðra eflingu gróðurlenda,“ segir í yfirlýsingunni. Það skýtur því skökku við að ráðuneyti og sveitarfélög séu svo aftarlega á merinni þegar kemur að grænum aðgerðum. Þó framangreind markmið ríkisstjórnarinnar séu langt í frá þau einu í stefnuyfirlýsingunni sem lítið hefur verið gert til að ná, þá vekur það furðu að þau tækifæri sem þó eru til staðar, með hvataverkefnum Umhverfisstofnunar, séu ekki nýtt. Starfsemi og mannlíf í þéttbýli skýrir um 80 prósent orkunotkunar og koltvísýringslosunar í heiminum. Á þessum málum verður ekki tekið nema með þátttöku stærsta atvinnurekanda landsins sem er ríkið.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 4. maí.
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar