Toyota Corolla 50 ára Finnur Thorlacius skrifar 4. maí 2016 09:24 Toyota Corolla er nú seld af elleftu kynslóð. Mest selda bílgerð heims frá upphafi, Toyota Corolla er orðin 50 ára. Það var árið 1966 sem fyrstu Corolla bílarnir fóru í sölu í heimalandinu Japan. Tveimur árum síðar hófst sala Corolla í Bandaríkjunum og strax árið 1974 var Corolla orðin mest selda bílgerð heims enda bíllinn þá seldur í 116 löndum. Í dag hafa riflega 43 milljón Toyota Corolla bílar verið framleiddir. Árið 2013 náði Corollan að verða mest selda bílgerð heims frá upphafi og hefur síðan þá bætt það met með því sem um nemur einni milljón bíla á hverju ári.Corolla framleidd í 13 löndum Árið 1983 var 10 milljónasta Corollan framleidd og árið 1986 var framleiðsla á bílnum hafin í Bandaríkjunum. Þar í landi seldust 363.332 eintök af Corolla í fyrra og jókst sala bílsins um 10% á milli ára. Heildarsalan í Evrópu í fyrra nam 69.194 bílum. Toyota Corolla er nú framleidd í þessum löndum auk Japans og Bandaríkjanna; Brasilía, Kanada, Kína, Indlandi, Pakistan- S-Afríka, Taiwan, Tæland, Vietnam, Tyrkland og Venesúela. Á tímabili Var Corolla einnig framleidd í Bretlandi og Ástralíu, en því hefur verið hætt og seldir þar nú innfluttir Corolla bílar. Toyota Corolla er nú seld af elleftu kynslóð sem kom fram árið 2012 og vinsældir bílsins eru síst að minnka. Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent
Mest selda bílgerð heims frá upphafi, Toyota Corolla er orðin 50 ára. Það var árið 1966 sem fyrstu Corolla bílarnir fóru í sölu í heimalandinu Japan. Tveimur árum síðar hófst sala Corolla í Bandaríkjunum og strax árið 1974 var Corolla orðin mest selda bílgerð heims enda bíllinn þá seldur í 116 löndum. Í dag hafa riflega 43 milljón Toyota Corolla bílar verið framleiddir. Árið 2013 náði Corollan að verða mest selda bílgerð heims frá upphafi og hefur síðan þá bætt það met með því sem um nemur einni milljón bíla á hverju ári.Corolla framleidd í 13 löndum Árið 1983 var 10 milljónasta Corollan framleidd og árið 1986 var framleiðsla á bílnum hafin í Bandaríkjunum. Þar í landi seldust 363.332 eintök af Corolla í fyrra og jókst sala bílsins um 10% á milli ára. Heildarsalan í Evrópu í fyrra nam 69.194 bílum. Toyota Corolla er nú framleidd í þessum löndum auk Japans og Bandaríkjanna; Brasilía, Kanada, Kína, Indlandi, Pakistan- S-Afríka, Taiwan, Tæland, Vietnam, Tyrkland og Venesúela. Á tímabili Var Corolla einnig framleidd í Bretlandi og Ástralíu, en því hefur verið hætt og seldir þar nú innfluttir Corolla bílar. Toyota Corolla er nú seld af elleftu kynslóð sem kom fram árið 2012 og vinsældir bílsins eru síst að minnka.
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent