Skattrannsóknarstjóri skoðar ný mál eftir Panama-umfjöllun ingvar haraldsson skrifar 4. maí 2016 11:06 Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segir skattaundanskot í byggingastarfsemi virðast vera alvarlegri og skipulagðari en áður. Fréttablaðið/vilhelm Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segir embættið vera með ný mál til skoðunar eftir umfjöllun fjölmiðla sem byggði á Panamaskjölunum svokölluðu, gagnaleka frá panamísku lögfræðiskrifstofunni Mossack Fonseca. Embættið var fyrir með þrjátíu mál til rannsóknar, byggð á gögnum sem embættið keypti í fyrra. Þar að auki séu ýmis verkefni sem embættið sé að takast á við. „Það eru svolitlar áhyggjur af þessum undanskotum sem eru í byggingastarfseminni. Þau virðast í einhverjum tilfellum vera grófari og skipulagðari en við höfum séð áður, og verulegar fjárhæðir oft, “ segir Bryndís. Þá sé embættið, sem hjá starfa rúmlega tuttugu manns, að fara yfir verkefnastöðuna fyrir sumarfrí og meta hvaða verkefni hægt sé að klára fyrir næstu áramót. Skattamál eiga hug hennar allan, en bæði hún og eiginmaður hennar, Júlíus Smári, starfa við skattamál. Júlíus er lögfræðingur hjá yfirskattanefnd. „Ég segi nú stundum að innan allra trúnaðarreglna er koddahjalið um skattamál, sem kannski engum öðrum en okkur finnst skemmtilegt,“ segir hún. Bryndís segir skattamálin vera spennandi og krefjandi verkefni. Bryndís hefur verið skattrannsóknarstjóri frá árinu 2007 og hefur nær alfarið starfað við skattamál frá því að hún útskrifaðist úr lagadeild Háskóla Íslands árið 1993. „Þetta eru mjög skemmtileg verkefni og ég er ekki viss um að aðrir en þeir sem eru í skattamálum haldi að maður sé þar að tala í alvöru,“ segir Bryndís. Henni leiðist engu að síður að fylla út eigin skattframtal. „Það er eitt það leiðinlegasta verkefni sem maður gerir, að gera skattfaramtalið, einhverra hluta vegna, þó að það sé allt miklu einfaldara en var,“ segir hún. Bryndís segist þó ekki hafa hugsað sér að starfa hjá embættinu um aldur og ævi. „Ekki vegna þess að þetta sé ekki skemmtilegt, heldur af því að bæði ég og embættið höfum gott af því að skoða og reyna aðra hluti.“ Hún segir þó ekkert fararsnið á sér núna. „Það er ekkert slíkt sem er á döfinni,“ segir hún að lokum. Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segir embættið vera með ný mál til skoðunar eftir umfjöllun fjölmiðla sem byggði á Panamaskjölunum svokölluðu, gagnaleka frá panamísku lögfræðiskrifstofunni Mossack Fonseca. Embættið var fyrir með þrjátíu mál til rannsóknar, byggð á gögnum sem embættið keypti í fyrra. Þar að auki séu ýmis verkefni sem embættið sé að takast á við. „Það eru svolitlar áhyggjur af þessum undanskotum sem eru í byggingastarfseminni. Þau virðast í einhverjum tilfellum vera grófari og skipulagðari en við höfum séð áður, og verulegar fjárhæðir oft, “ segir Bryndís. Þá sé embættið, sem hjá starfa rúmlega tuttugu manns, að fara yfir verkefnastöðuna fyrir sumarfrí og meta hvaða verkefni hægt sé að klára fyrir næstu áramót. Skattamál eiga hug hennar allan, en bæði hún og eiginmaður hennar, Júlíus Smári, starfa við skattamál. Júlíus er lögfræðingur hjá yfirskattanefnd. „Ég segi nú stundum að innan allra trúnaðarreglna er koddahjalið um skattamál, sem kannski engum öðrum en okkur finnst skemmtilegt,“ segir hún. Bryndís segir skattamálin vera spennandi og krefjandi verkefni. Bryndís hefur verið skattrannsóknarstjóri frá árinu 2007 og hefur nær alfarið starfað við skattamál frá því að hún útskrifaðist úr lagadeild Háskóla Íslands árið 1993. „Þetta eru mjög skemmtileg verkefni og ég er ekki viss um að aðrir en þeir sem eru í skattamálum haldi að maður sé þar að tala í alvöru,“ segir Bryndís. Henni leiðist engu að síður að fylla út eigin skattframtal. „Það er eitt það leiðinlegasta verkefni sem maður gerir, að gera skattfaramtalið, einhverra hluta vegna, þó að það sé allt miklu einfaldara en var,“ segir hún. Bryndís segist þó ekki hafa hugsað sér að starfa hjá embættinu um aldur og ævi. „Ekki vegna þess að þetta sé ekki skemmtilegt, heldur af því að bæði ég og embættið höfum gott af því að skoða og reyna aðra hluti.“ Hún segir þó ekkert fararsnið á sér núna. „Það er ekkert slíkt sem er á döfinni,“ segir hún að lokum.
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira