Landspítalinn verður tæplega starfhæfur Vilhelm Jónsson skrifar 5. maí 2016 07:00 Óafturkræf mistök munu eiga sér stað gangi eftir að þvinga nýbyggingu háskólasjúkrahúss með skúrbyggingapúsli og bútasaumi á næstu áratugum, sem mun eðlilega aldrei ljúka. Innan ekki svo langs tíma þarf að leggja stærri og fleiri svæði undir, þar sem vélar þurfa að brjóta þúsundir rúmmetra af klöpp ásamt sprengingum til margra ára og öðru steinsteypubroti nánast ofan í spítalanum. Verkferlinu mun smám saman seinka og verða breytingum háð með tilheyrandi hávaða, ráðaleysi og skömm þar sem enginn mun axla ábyrgð. Þegar stóraukið múr- og klappabrot árum saman ásamt stórfelldu jarðraski á sér stað mun ryk skila sér inn á spítalann ekki síst í óhagstæðum vindáttum og fer þá að reyna á þolrif læknastéttarinnar. Núverandi staðarval á klastri við nýtt sjúkrahús mun stórauka byggingarkostnað samanborið við aðra og hyggilegri staðsetningu ásamt því að lengja byggingartíma verulega. Örtröð í kringum sjúkrahúsið verður mikil og erfið fyrir starfsfólk,sjúklinga og aðstandendur. Bygging af þessari stærðargráðu krefst mikils athafnapláss á byggingastað og afgirtu vinnusvæði þar sem stórtækar vinnuvélar þurfa óheft aðgengi og reyna mikið á nærliggjandi byggð. Tímafrekar og kostnaðarsamar jarðvegsframkvæmdir þurfa að eiga sér stað með flutningum og breytingum á jarðstrengjum, hita- og vatnslögnum ásamt frárennslis- og stofnæðum, sem þarf að stórauka. Ekki tekur betra við þegar hita- og kaldavatnslagnir eiga eftir að fara ítrekað í sundur bæði óviljandi sem meðvitað ásamt háspennu- og símastrengjum, ljósleiðurum og fleiri uppákomum. Jarðvegsframkvæmdir og aðliggjandi aðgengi stofnbrauta, sem þarf að púsla saman á núverandi stað, munu velta á tugum milljarða meiri kostnaði en ef önnur og betri staðsetning yrði valin þegar raunverulegt uppgjör kemur í ljós. Reyna mun á þolrif bílstjóra þegar bílastæðum fækkar verulega á svæðum sem liggja að Landspítalanum sem gestir og starfsfólk mun þurfa að deila með byggingastarfsmönnum. Jafnvel þó svo það hafi vantað bílastæði árum saman við Landspítalann þá hika forsvarsmenn nýbyggingar ekki að gera lítið úr viðkomandi vanda, þó svo hann aukist enn frekar þegar þúsundir fermetra verða lagðir undir nýframkvæmdir. Það verða ekki bara sjúklingar sem munu kvarta yfir ómældum hávaða og öðrum annmörkum. Læknastéttin á eftir að rísa upp á afturlappirnar í einni og annarri mynd smám saman ekki síst þegar skurðstofur og önnur rými liggja undir steypuryki og öðru raski. Viðkvæm tæki gætu hætt að virka sem skyldi þar sem klapparbrot leiðir langar leiðir. Ekki tekur betur við þegar aðstandendur ástvina fara að láta heyra í sér og og vilja að framkvæmdum verði seinkað og þær stöðvaðar. Það verður hálf nöturlegt fyrir sjúklinga og starfsfólk þegar óheppilegar og erfiðar uppákomur eiga sér stað hjá sjúklingum að ekki sé hægt að opna glugga til að lofta út óæskilegan þef fyrir múrbroti og rykmyndun. Ef að líkum lætur á eftir að hrikta síðar verulega í samfélaginu gangi núverandi uppbygging eftir. Þá mun heilbrigðisráðherra verða manna fyrstur til að sverja af sér ábyrgð ásamt fleirum. Helstu talsmenn nýbygginga á óbreyttum stað eru þeir sem maka krókinn eða er fyrirmunað að láta af oflæti sínu og viðurkenna mistök. Tæplega getur talist eðlilegt að hlutdrægar arkitekta- og verkfræðistofur sem láta stjórnast af eiginhagsmunum og eiga mikið undir séu nánast leiðandi um hvert framhald byggingar spítalans verður. Borgarstjórn er þar ekki undanskilin enda vill hún fá sín aðstöðugjöld og aðrar tekjur af nýbyggingum og lætur sér, ásamt fleirum, litlu skipta kostnað ríkissjóðs. Þó svo fimm milljarðar liggi undir í undirbúningsframkvæmdum má ætla að það sé brotabrot af auknum byggingarkostnaði sem hlýst af núverandi staðarvali. Forstjóri Landspítalans lætur stjórnast af þekkingarleysi ásamt fleirum enda hefur ný staðsetning ekkert með byggingarhraða að gera, ekki síst þegar tekið er tillit til núverandi staðsetningar sem er illframkvæmanleg. Sviðsett leikrit og dramatík hjá forstjóra spítalans er honum aðeins til minnkunar, eðlilegast væri að hann einblíndi á það sem honum er ætlað að vasast í og hefur kunnáttu til. Það er illa komið fyrir læknum og hjúkrunarfólki ef það þorir og/eða getur ekki tjáð skoðanir sýnar sem ganga þvert á vilja æðstu stjórnenda Landspítalans. Nýtt sjúkrahús verður aðeins byggt hratt og fljótt upp með fyrirhyggju og útsjónarsemi sem er ekki að klambra saman byggingum með handahófskenndum hætti á dýrasta og erfiðasta byggingarlandi sem er hægt að finna á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Landspítalinn er stærsti vinnustaður landsins og fæst kjörið tækifæri til að létta á umferðaþunga Miklu- og Hringbrautar með því að byggja upp á öðrum stað, t.d. við Vífilsstaði sem er eitt fallegasta og hentugasta sjúkrahússtæðis. Engan sérfræðing þarf til að átta sig á að flestar staðsetningar eru betri en núverandi byggingarland. Tímafrekar aðgerðir og umfram jarðvegsvinna, klapparbrot ásamt glórulausu púsli, kostar á tugi milljarða. Þjóðin er orðin vel upplýst og eðlilegast er að hún hafi eitthvað um það að segja hvort eigi að höggva á þennan hnút sem er auðleysanlegur með lýðræðislegum hætti. Skoðanakannanir hafa ítrekað sýnt að meirihluti þjóðarinnar vill spítalann á betri stað og það er farsælast að hlustað sé á þann vilja. Það er ekki boðlegt að heilbrigðisráðherra rangtúlki uppáskriftir tæplega 90.000 manna sem skrifuðu upp á að stóraukið fé yrði sett í heilbrigðiskerfið og alhæfi síðan að undirritaðir hafi verið að samþykkja óbreytt staðarval. Eðlilegast væri að heilbrigðisráðherra gerði grein fyrir óboðlegri rangfærslu sinni, ekki síst þar sem hann leitast við að baða sig í sviðsljósinu. Eignir Landspítalans eru orðnar miklu verðmeiri en áætlað var og hægt að hámarka söluverð þeirra ásamt því að auka valmöguleika fyrir ný hótel á næstu árum. Skynsamast væri að leita út fyrir landsteinana og bjóða út nýja sjúkrahúsbyggingu í heild sinni með verulegum kvöðum, ásamt skipulags- og hönnunarvinnu til að flýta fyrir framkvæmdinni. Með breyttu verklagi mætti halda kostnaði mun meira niðri þar sem ríkissjóður er of oft notaður sem féþúfa í skjóli agaleysis og óstjórnar. Lágmarkskrafa er að vandað sé til alls undirbúnings og að til þess séu bærir menn sem láti ekki stjórnast af eigin græðgi ásamt hagsmunatengslum og óraunhæfum þrýstingi útvaldra arkitekta- og verkfræðistofa. Stjórnvöld undangenginna ára hafa ítrekað verið aðvöruð með hinar ýmsu verk- og kostnaðaráætlanir sem ráðist hefur verið í af tómu fyrirhyggjuleysi þar sem látið var stjórnast af þröngsýni, hroka og skeytingarleysi hvernig tækist til. Þó svo búið sé að afskrifa þúsundir milljarða er ekki sjálfgefið að endalaust sé hægt að spila undir fyrri formerkjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Sjá meira
Óafturkræf mistök munu eiga sér stað gangi eftir að þvinga nýbyggingu háskólasjúkrahúss með skúrbyggingapúsli og bútasaumi á næstu áratugum, sem mun eðlilega aldrei ljúka. Innan ekki svo langs tíma þarf að leggja stærri og fleiri svæði undir, þar sem vélar þurfa að brjóta þúsundir rúmmetra af klöpp ásamt sprengingum til margra ára og öðru steinsteypubroti nánast ofan í spítalanum. Verkferlinu mun smám saman seinka og verða breytingum háð með tilheyrandi hávaða, ráðaleysi og skömm þar sem enginn mun axla ábyrgð. Þegar stóraukið múr- og klappabrot árum saman ásamt stórfelldu jarðraski á sér stað mun ryk skila sér inn á spítalann ekki síst í óhagstæðum vindáttum og fer þá að reyna á þolrif læknastéttarinnar. Núverandi staðarval á klastri við nýtt sjúkrahús mun stórauka byggingarkostnað samanborið við aðra og hyggilegri staðsetningu ásamt því að lengja byggingartíma verulega. Örtröð í kringum sjúkrahúsið verður mikil og erfið fyrir starfsfólk,sjúklinga og aðstandendur. Bygging af þessari stærðargráðu krefst mikils athafnapláss á byggingastað og afgirtu vinnusvæði þar sem stórtækar vinnuvélar þurfa óheft aðgengi og reyna mikið á nærliggjandi byggð. Tímafrekar og kostnaðarsamar jarðvegsframkvæmdir þurfa að eiga sér stað með flutningum og breytingum á jarðstrengjum, hita- og vatnslögnum ásamt frárennslis- og stofnæðum, sem þarf að stórauka. Ekki tekur betra við þegar hita- og kaldavatnslagnir eiga eftir að fara ítrekað í sundur bæði óviljandi sem meðvitað ásamt háspennu- og símastrengjum, ljósleiðurum og fleiri uppákomum. Jarðvegsframkvæmdir og aðliggjandi aðgengi stofnbrauta, sem þarf að púsla saman á núverandi stað, munu velta á tugum milljarða meiri kostnaði en ef önnur og betri staðsetning yrði valin þegar raunverulegt uppgjör kemur í ljós. Reyna mun á þolrif bílstjóra þegar bílastæðum fækkar verulega á svæðum sem liggja að Landspítalanum sem gestir og starfsfólk mun þurfa að deila með byggingastarfsmönnum. Jafnvel þó svo það hafi vantað bílastæði árum saman við Landspítalann þá hika forsvarsmenn nýbyggingar ekki að gera lítið úr viðkomandi vanda, þó svo hann aukist enn frekar þegar þúsundir fermetra verða lagðir undir nýframkvæmdir. Það verða ekki bara sjúklingar sem munu kvarta yfir ómældum hávaða og öðrum annmörkum. Læknastéttin á eftir að rísa upp á afturlappirnar í einni og annarri mynd smám saman ekki síst þegar skurðstofur og önnur rými liggja undir steypuryki og öðru raski. Viðkvæm tæki gætu hætt að virka sem skyldi þar sem klapparbrot leiðir langar leiðir. Ekki tekur betur við þegar aðstandendur ástvina fara að láta heyra í sér og og vilja að framkvæmdum verði seinkað og þær stöðvaðar. Það verður hálf nöturlegt fyrir sjúklinga og starfsfólk þegar óheppilegar og erfiðar uppákomur eiga sér stað hjá sjúklingum að ekki sé hægt að opna glugga til að lofta út óæskilegan þef fyrir múrbroti og rykmyndun. Ef að líkum lætur á eftir að hrikta síðar verulega í samfélaginu gangi núverandi uppbygging eftir. Þá mun heilbrigðisráðherra verða manna fyrstur til að sverja af sér ábyrgð ásamt fleirum. Helstu talsmenn nýbygginga á óbreyttum stað eru þeir sem maka krókinn eða er fyrirmunað að láta af oflæti sínu og viðurkenna mistök. Tæplega getur talist eðlilegt að hlutdrægar arkitekta- og verkfræðistofur sem láta stjórnast af eiginhagsmunum og eiga mikið undir séu nánast leiðandi um hvert framhald byggingar spítalans verður. Borgarstjórn er þar ekki undanskilin enda vill hún fá sín aðstöðugjöld og aðrar tekjur af nýbyggingum og lætur sér, ásamt fleirum, litlu skipta kostnað ríkissjóðs. Þó svo fimm milljarðar liggi undir í undirbúningsframkvæmdum má ætla að það sé brotabrot af auknum byggingarkostnaði sem hlýst af núverandi staðarvali. Forstjóri Landspítalans lætur stjórnast af þekkingarleysi ásamt fleirum enda hefur ný staðsetning ekkert með byggingarhraða að gera, ekki síst þegar tekið er tillit til núverandi staðsetningar sem er illframkvæmanleg. Sviðsett leikrit og dramatík hjá forstjóra spítalans er honum aðeins til minnkunar, eðlilegast væri að hann einblíndi á það sem honum er ætlað að vasast í og hefur kunnáttu til. Það er illa komið fyrir læknum og hjúkrunarfólki ef það þorir og/eða getur ekki tjáð skoðanir sýnar sem ganga þvert á vilja æðstu stjórnenda Landspítalans. Nýtt sjúkrahús verður aðeins byggt hratt og fljótt upp með fyrirhyggju og útsjónarsemi sem er ekki að klambra saman byggingum með handahófskenndum hætti á dýrasta og erfiðasta byggingarlandi sem er hægt að finna á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Landspítalinn er stærsti vinnustaður landsins og fæst kjörið tækifæri til að létta á umferðaþunga Miklu- og Hringbrautar með því að byggja upp á öðrum stað, t.d. við Vífilsstaði sem er eitt fallegasta og hentugasta sjúkrahússtæðis. Engan sérfræðing þarf til að átta sig á að flestar staðsetningar eru betri en núverandi byggingarland. Tímafrekar aðgerðir og umfram jarðvegsvinna, klapparbrot ásamt glórulausu púsli, kostar á tugi milljarða. Þjóðin er orðin vel upplýst og eðlilegast er að hún hafi eitthvað um það að segja hvort eigi að höggva á þennan hnút sem er auðleysanlegur með lýðræðislegum hætti. Skoðanakannanir hafa ítrekað sýnt að meirihluti þjóðarinnar vill spítalann á betri stað og það er farsælast að hlustað sé á þann vilja. Það er ekki boðlegt að heilbrigðisráðherra rangtúlki uppáskriftir tæplega 90.000 manna sem skrifuðu upp á að stóraukið fé yrði sett í heilbrigðiskerfið og alhæfi síðan að undirritaðir hafi verið að samþykkja óbreytt staðarval. Eðlilegast væri að heilbrigðisráðherra gerði grein fyrir óboðlegri rangfærslu sinni, ekki síst þar sem hann leitast við að baða sig í sviðsljósinu. Eignir Landspítalans eru orðnar miklu verðmeiri en áætlað var og hægt að hámarka söluverð þeirra ásamt því að auka valmöguleika fyrir ný hótel á næstu árum. Skynsamast væri að leita út fyrir landsteinana og bjóða út nýja sjúkrahúsbyggingu í heild sinni með verulegum kvöðum, ásamt skipulags- og hönnunarvinnu til að flýta fyrir framkvæmdinni. Með breyttu verklagi mætti halda kostnaði mun meira niðri þar sem ríkissjóður er of oft notaður sem féþúfa í skjóli agaleysis og óstjórnar. Lágmarkskrafa er að vandað sé til alls undirbúnings og að til þess séu bærir menn sem láti ekki stjórnast af eigin græðgi ásamt hagsmunatengslum og óraunhæfum þrýstingi útvaldra arkitekta- og verkfræðistofa. Stjórnvöld undangenginna ára hafa ítrekað verið aðvöruð með hinar ýmsu verk- og kostnaðaráætlanir sem ráðist hefur verið í af tómu fyrirhyggjuleysi þar sem látið var stjórnast af þröngsýni, hroka og skeytingarleysi hvernig tækist til. Þó svo búið sé að afskrifa þúsundir milljarða er ekki sjálfgefið að endalaust sé hægt að spila undir fyrri formerkjum.
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar